Hinsegin dagar með breyttum áherslum í ár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2015 08:30 Eva María er formaður Hinsegin daga. Vísir/Andri Marínó Í dag hefst dagskrá Hinsegin daga sem verða nú haldnir í 18. skiptið. Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga hér á landi en hún segir að hátíðin hafi verið sett í „naflaskoðun“ í ár. „Við erum búin að vera að velta því fyrir okkur hvers vegna við erum ennþá að halda þessar hátíðir. Það hefur orðið mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir. En svo koma fram raddir eins og Gylfi Ægisson sem eru ekki enn að skilja þetta. Við leggjum áherslu á fræðslu í ár,“ segir Eva en á dagskránni er meðal annars heimildarmynd sem fjallar um af hverju pride-hátíðir eru haldnar. Heimildarmyndin verður sýnd í samstarfi við kanadíska sendiráðið og það stendur að komu Bobs Christy sem er framleiðandi myndarinnar. Eftir sýningu verða pallborðsumræður. Varðandi ummæli Gylfa Ægissonar segir Eva að fæstir taki þeim persónulega en hjarðhegðunin sem kemur í kjölfarið í kringum neikvæð og fávísleg ummæli geti farið fyrir brjóstið á þeim sem eru nýlega komnir út úr skápnum og aðstandendum.Fjölbreytt dagskrá Þróun á sér stað á hátíðinni þetta árið og er ætlunin að fara meira í dýptina. „Við verðum með fræðslufundi um málefni sem vilja oft gleymast eða hafa ekki enn komist upp á yfirborðið. Við ætlum ekki að gera þetta af því bara, við ætlum að fræðast um tilganginn. Dagskráin hjá okkur verður mjög fjölbreytt en það verða 30 viðburðir yfir hátíðina.“ Dagskráin hefst í dag með opnunarhátíð á Skólavörðustíg í hádeginu en þar hefur gatan verið máluð í öllum regnbogans litum ásamt því að ljósmyndasýning verður frá gleðigöngunni í gegnum árin. Ástæðuna fyrir fjölbreyttri dagskrá segir Eva vera að varpa ljósi á hversu ólíkt samkynhneigt fólk er. „Þó svo að ég sé lesbía þá er ég ekkert eins og sú næsta eða homminn hinum megin við götuna. Það er mikil þörf á fræðslu og að víkka sjóndeildarhringinn hjá fólki.“Hápunkturinn á laugardaginn Gleðigangan hefur verið vel sótt frá árinu 1999 og verður nú haldin á laugardaginn. „Það má segja að við séum með jákvætt vandamál hérna á Íslandi. Það verður alltaf svo mikil gleði og mikið af fólki, sem er auðvitað frábært, en það vill oft gleymast að þetta er mannréttindaganga og það er mikilvægt að leggja áherslu á það. Við erum enn að berjast fyrir sumu sem við vorum að berjast fyrir fyrir 20 árum en samfélagið hefur breyst til hins betra. Okkur langar líka að þakka okkur og þjóðinni fyrir stuðninginn.“Samstarf í Skandinavíu Hinsegin dagar á Íslandi byrjuðu nýlega að vinna að verkefni með Copenhagen Pride og Hinsegin dögum í Færeyjum og Grænlandi. „Við og Köben erum stóru aðilarnir í þessu samstarfi en það hafa verið magnaðir hlutir að gerast í Færeyjum. Þróunin er hæg á Grænlandi en okkur langar að styrkja vináttutengslin og búa til vettvang til þess að hjálpa hvert öðru.“ Hinsegin Tengdar fréttir Níutíu manns hættu að fylgja Skálmöld vegna stuðningsyfirlýsingar við Gay Pride „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." 11. ágúst 2014 16:37 Fjögurra ára trymbill gerir það gott á Gay Pride Kjartan Bragi Bjarnason, trommari Kimono, leyfði syni sínum að aðstoða sig á tónleikum sveitarinnar um helgina. 11. ágúst 2014 10:47 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Íhugar alvarlega að kæra Gylfa fyrir hatursáróður Margir hafa hvatt Kristínu Sævarsdóttur, stjórnarmann Hinsegin daga, til að leggja fram kæru á hendur Gylfa Ægissyni fyrir ummæli sem bendla samkynhneigða við barnaníð og heilaþvott. 29. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Í dag hefst dagskrá Hinsegin daga sem verða nú haldnir í 18. skiptið. Eva María Þórarinsdóttir Lange er formaður Hinsegin daga hér á landi en hún segir að hátíðin hafi verið sett í „naflaskoðun“ í ár. „Við erum búin að vera að velta því fyrir okkur hvers vegna við erum ennþá að halda þessar hátíðir. Það hefur orðið mikil þróun hér á landi og við erum komin með þannig séð öll réttindi sem við höfum verið að berjast fyrir. En svo koma fram raddir eins og Gylfi Ægisson sem eru ekki enn að skilja þetta. Við leggjum áherslu á fræðslu í ár,“ segir Eva en á dagskránni er meðal annars heimildarmynd sem fjallar um af hverju pride-hátíðir eru haldnar. Heimildarmyndin verður sýnd í samstarfi við kanadíska sendiráðið og það stendur að komu Bobs Christy sem er framleiðandi myndarinnar. Eftir sýningu verða pallborðsumræður. Varðandi ummæli Gylfa Ægissonar segir Eva að fæstir taki þeim persónulega en hjarðhegðunin sem kemur í kjölfarið í kringum neikvæð og fávísleg ummæli geti farið fyrir brjóstið á þeim sem eru nýlega komnir út úr skápnum og aðstandendum.Fjölbreytt dagskrá Þróun á sér stað á hátíðinni þetta árið og er ætlunin að fara meira í dýptina. „Við verðum með fræðslufundi um málefni sem vilja oft gleymast eða hafa ekki enn komist upp á yfirborðið. Við ætlum ekki að gera þetta af því bara, við ætlum að fræðast um tilganginn. Dagskráin hjá okkur verður mjög fjölbreytt en það verða 30 viðburðir yfir hátíðina.“ Dagskráin hefst í dag með opnunarhátíð á Skólavörðustíg í hádeginu en þar hefur gatan verið máluð í öllum regnbogans litum ásamt því að ljósmyndasýning verður frá gleðigöngunni í gegnum árin. Ástæðuna fyrir fjölbreyttri dagskrá segir Eva vera að varpa ljósi á hversu ólíkt samkynhneigt fólk er. „Þó svo að ég sé lesbía þá er ég ekkert eins og sú næsta eða homminn hinum megin við götuna. Það er mikil þörf á fræðslu og að víkka sjóndeildarhringinn hjá fólki.“Hápunkturinn á laugardaginn Gleðigangan hefur verið vel sótt frá árinu 1999 og verður nú haldin á laugardaginn. „Það má segja að við séum með jákvætt vandamál hérna á Íslandi. Það verður alltaf svo mikil gleði og mikið af fólki, sem er auðvitað frábært, en það vill oft gleymast að þetta er mannréttindaganga og það er mikilvægt að leggja áherslu á það. Við erum enn að berjast fyrir sumu sem við vorum að berjast fyrir fyrir 20 árum en samfélagið hefur breyst til hins betra. Okkur langar líka að þakka okkur og þjóðinni fyrir stuðninginn.“Samstarf í Skandinavíu Hinsegin dagar á Íslandi byrjuðu nýlega að vinna að verkefni með Copenhagen Pride og Hinsegin dögum í Færeyjum og Grænlandi. „Við og Köben erum stóru aðilarnir í þessu samstarfi en það hafa verið magnaðir hlutir að gerast í Færeyjum. Þróunin er hæg á Grænlandi en okkur langar að styrkja vináttutengslin og búa til vettvang til þess að hjálpa hvert öðru.“
Hinsegin Tengdar fréttir Níutíu manns hættu að fylgja Skálmöld vegna stuðningsyfirlýsingar við Gay Pride „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." 11. ágúst 2014 16:37 Fjögurra ára trymbill gerir það gott á Gay Pride Kjartan Bragi Bjarnason, trommari Kimono, leyfði syni sínum að aðstoða sig á tónleikum sveitarinnar um helgina. 11. ágúst 2014 10:47 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37 Íhugar alvarlega að kæra Gylfa fyrir hatursáróður Margir hafa hvatt Kristínu Sævarsdóttur, stjórnarmann Hinsegin daga, til að leggja fram kæru á hendur Gylfa Ægissyni fyrir ummæli sem bendla samkynhneigða við barnaníð og heilaþvott. 29. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Níutíu manns hættu að fylgja Skálmöld vegna stuðningsyfirlýsingar við Gay Pride „Auðvitað fundum við fyrir miklu, miklu meiri stuðningi en hinu, sem betur fer. En engu að síður eru nógu margar neikvæðar raddir - hatursraddir má segja - þarna úti. Maður verður bara hissa á þessu. Og það sýnir hversu mikilvægt það er að halda málstað eins og Gay Pride á lofti." 11. ágúst 2014 16:37
Fjögurra ára trymbill gerir það gott á Gay Pride Kjartan Bragi Bjarnason, trommari Kimono, leyfði syni sínum að aðstoða sig á tónleikum sveitarinnar um helgina. 11. ágúst 2014 10:47
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Íslenskir hommar þeir hamingjusömustu í heiminum Þetta segir ný könnun vefsíðunnar Planet Romeo, sem byggir á svörum 115 þúsund samkynhneigðra karlmanna. 18. maí 2015 22:37
Íhugar alvarlega að kæra Gylfa fyrir hatursáróður Margir hafa hvatt Kristínu Sævarsdóttur, stjórnarmann Hinsegin daga, til að leggja fram kæru á hendur Gylfa Ægissyni fyrir ummæli sem bendla samkynhneigða við barnaníð og heilaþvott. 29. ágúst 2014 12:59