Kynsegin hinsögur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. ágúst 2015 14:00 Kitty Anderson, formaður intersex Íslands. "Hinsegin fólk er fjölbreyttur hópur og að ráðstefnunni standa einstaklingar með víðtæka þekkingu á þeim málefnum sem fjallað verður um.“ Að mati Kittyar er mikilvægt að gera sér grein fyrir forréttindum sínum sem eru oft ómeðvituð. Nú skal hinsegja er fræðsluráðstefna um hinsegin málefni sem haldin verður í Iðnó á mánudaginn. Að viðburðinum stendur fjölbreyttur hópur fólks sem tekið hefur þátt í hinsegin félagsstarfi og hefur víðtæka þekkingu á málefnunum sem fjallað verður um á ráðstefnunni. Þetta er heill fræðsludagur og haldinn að degi til á frídegi verslunarmanna í þeirri von að fólk hafi þá frekar ráðrúm til að mæta,“ segir Kitty Anderson, sem er formaður Intersex Íslands og einn skipuleggjenda hátíðarinnar, og bætir við: „Eins konar upphitun fyrir Hinsegin daga sem byrja á þriðjudaginn.“ Kitty segir að ráðstefnan sé ekki á vegum Hinsegin daga en þar hafi fræðsla hins vegar stöðugt verið að leika stærra hlutverk. „Kveikjan var sú að okkur fannst vanta enn sterkari áherslu á fræðslu í tengslum við Hinsegin daga. Dagskrá Hinsegin daga er hins vegar mjög þétt og í ár er t.a.m. boðið upp á þrjá fræðsluviðburði og erfitt að koma svona mikilli fræðslu í jafn stífa dagskrá. Því ákváðum við í raun að þjófstarta Hinsegin dögum smá með heilum fræðsludegi líkt og er til dæmis gert í Stockholm Pride með Pride House. Það er frá svo mörgu að segja að okkur fannst nauðsynlegt að taka bara heilan dag í þetta.“Hvar erum við? Ráðstefnan hefst á fyrirlestri sem heitir Hvar erum við? – umfjöllun um jaðarhópa hinsegin samfélagsins. „Þar ætlum við að skoða ýmsa jaðarhópa og kynnast minna þekktum hugtökum sem hinsegin fólk notar til að skilgreina sjálft sig.“ Kitty segir áhersluna verða á að fræða um þá hópa sem fólk þekkir síður. „Áherslan verður á fræðslu um ýmis málefni sem tengjast hinsegin lífi og reynslu. Það verður nánast engin áhersla á samkynhneigð, enda hefur mikilli og góðri fræðslu verið haldið úti um þau málefni undanfarin ár, heldur þeim mun meiri á að kynna aðrar kynhneigðir, kyngervi og kynvitundir. Og meðfram því að kynna þá hópa sem fólk þekkir síður verðum við með forréttindasmiðju.“Forréttindi oft ómeðvituð Kitty segir forréttindasmiðjuna ganga út á að skoða hvað eru forréttindi. „Hvað eru forréttindi? Hvaða forréttindi höfum við í lífinu sem gera lífið auðveldara og hversu meðvituð erum við um þau? Auðveldasta dæmið um forréttindi er að þurfa aldrei að spá í aðgengismál, hvernig og hvort við komumst inn í hús þar sem við viljum vera eða sækja viðburði. Þeir sem þurfa ekkert að spá í aðgengi í daglega lífinu vita jafnvel ekki af þessum forréttindum sínum en fyrir marga fatlaða einstaklinga geta aðgengismálin haft mjög mikil áhrif á daglegt líf. Forréttindi geta líka verið samfélagsleg, fjárhagsstaða foreldra getur til dæmis sagt til um það erlendis hvaða tækifæri bjóðast í lífinu. Hjá þeim einstaklingum sem ekki falla inn í ríkjandi viðmið um kynhneigð, kynvitund, kyngervi og jafnvel kyneinkenni getur það haft mikil áhrif á þeirra daglega líf. Þess vegna á það vel við á þessari ráðstefnu að velta forréttindum fyrir sér.“Trans og kynsegin Meðal þeirra jaðarhópa sem verða kynntir á ráðstefnunni má nefna asexual fólk, sem er fólk sem laðast ekki kynferðislega að öðrum en undir þeirri regnhlíf er fólk með alls konar ólíka reynslu og einnig verður komið inn á reynslu þeirra sem eru tvíkynhneigðir eða bi-sexual, poly-amorous eða fjölásta og pankynhneigðir og heillast af einstaklingum, óháð kyni eða kyngervi. „Sumir halda því fram að tvíkynhneigð sé ekki til og tvíkynhneigðir, poly og pan geta mætt fordómum bæði hjá gagnkynhneigðum og samkynhneigðum vegna kynhneigðar sinnar,“ segir Kitty. „Sumir samkynhneigðir halda því fram að tvíkynhneigðum sé eitthvað minna treystandi en öðrum vegna þess hæfileika að geta laðast að báðum kynjum. Sem er að mínu mati fjarstæða því það segir ekkert um trygglyndi einstaklings að hverjum hann laðast kynferðislega, hvort sem það er sama kyn eða bæði. Manneskja sem er trygg er það óháð kynhneigð.“ Þá verður fluttur fyrirlesturinn Trans og kynsegin 101. „Transfólk hefur verið meira í umræðunni undanfarin ár en þar hefur áherslan verið mest á lítinn hluta þess hóps, það er að segja þá einstaklinga sem upplifa kynvitund sína á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað sem barni,“segir Kitty. „Það hefur ekki farið jafn mikið fyrir fólki sem upplifir kynvitund sína ólíkt því, kannski sem einhvers konar sambland af karl og kven og jafnvel fyrir utan karl og kven. Sumir innan þessa hóps hafa tekið upp að kalla sig kynsegin.“Allir velkomnir Dagskráin stendur frá 11-18 og það verður hádegishlé þar sem verður hægt að kaupa sér súpu og brauð á 1.290 krónur. „Í hádeginu verðum við með bókakynningu. Það er til dæmis verið að vinna að hinsegin handbók um þessar mundir og höfundar hennar ætla að koma og kynna hana. Það verður kynning á starfsemi Kynís sem er kynfræðifélag Íslands og á ráðstefnu norrænna kynfræðinga sem verður haldin í október. Og svo verður kynning á Freak out sem verður öðruvísi hinsegin ball á vegum BDSM Ísland. Það verður mikil dagskrá og engin grið gefin, ekki einu sinni í hádeginu.“ Allir fyrirlesararnir eru búsettir hér á Íslandi og ráðstefnan því að mestu leyti á íslensku. Síðasti hlutinn verður þó fluttur á ensku þar sem einn af fyrirlesurunum er enskumælandi. „Fyrirlesturinn heitir „Why can't I wear Blackface?“ og þar verður komið inn á hugtakið „cultural appropriation“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „menningarnám“ og merkir þegar við tökum eitthvað að láni úr menningu annarra og hugsum ekki út í eða yfirfærum hvaða gildi það hefur í þeirri menningu.“ Kitty segir að ráðstefnan sé ekki ætluð neinum stökum hópi í samfélaginu. „Þessi ráðstefna er algerlega fyrir alla. Auðvitað eru sumir í hinsegin samfélaginu sem eru betur að sér um eitt en annað en ég held að allir innan og utan hinsegin samfélagsins geti lært mikið af þessum fyrirlestrum.“ Vonast er til þess að hægt verði að taka ráðstefnuna upp svo þeir sem ekki komast á mánudaginn geti kynnt sér það sem þar fer fram. Dagskrá „Nú skal hinsegja“ má sjá í heild sinni á samnefndri Facebook-síðu. Frítt er inn á viðburðinn en tekið verður við frjálsum framlögum. Hinsegin Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Að mati Kittyar er mikilvægt að gera sér grein fyrir forréttindum sínum sem eru oft ómeðvituð. Nú skal hinsegja er fræðsluráðstefna um hinsegin málefni sem haldin verður í Iðnó á mánudaginn. Að viðburðinum stendur fjölbreyttur hópur fólks sem tekið hefur þátt í hinsegin félagsstarfi og hefur víðtæka þekkingu á málefnunum sem fjallað verður um á ráðstefnunni. Þetta er heill fræðsludagur og haldinn að degi til á frídegi verslunarmanna í þeirri von að fólk hafi þá frekar ráðrúm til að mæta,“ segir Kitty Anderson, sem er formaður Intersex Íslands og einn skipuleggjenda hátíðarinnar, og bætir við: „Eins konar upphitun fyrir Hinsegin daga sem byrja á þriðjudaginn.“ Kitty segir að ráðstefnan sé ekki á vegum Hinsegin daga en þar hafi fræðsla hins vegar stöðugt verið að leika stærra hlutverk. „Kveikjan var sú að okkur fannst vanta enn sterkari áherslu á fræðslu í tengslum við Hinsegin daga. Dagskrá Hinsegin daga er hins vegar mjög þétt og í ár er t.a.m. boðið upp á þrjá fræðsluviðburði og erfitt að koma svona mikilli fræðslu í jafn stífa dagskrá. Því ákváðum við í raun að þjófstarta Hinsegin dögum smá með heilum fræðsludegi líkt og er til dæmis gert í Stockholm Pride með Pride House. Það er frá svo mörgu að segja að okkur fannst nauðsynlegt að taka bara heilan dag í þetta.“Hvar erum við? Ráðstefnan hefst á fyrirlestri sem heitir Hvar erum við? – umfjöllun um jaðarhópa hinsegin samfélagsins. „Þar ætlum við að skoða ýmsa jaðarhópa og kynnast minna þekktum hugtökum sem hinsegin fólk notar til að skilgreina sjálft sig.“ Kitty segir áhersluna verða á að fræða um þá hópa sem fólk þekkir síður. „Áherslan verður á fræðslu um ýmis málefni sem tengjast hinsegin lífi og reynslu. Það verður nánast engin áhersla á samkynhneigð, enda hefur mikilli og góðri fræðslu verið haldið úti um þau málefni undanfarin ár, heldur þeim mun meiri á að kynna aðrar kynhneigðir, kyngervi og kynvitundir. Og meðfram því að kynna þá hópa sem fólk þekkir síður verðum við með forréttindasmiðju.“Forréttindi oft ómeðvituð Kitty segir forréttindasmiðjuna ganga út á að skoða hvað eru forréttindi. „Hvað eru forréttindi? Hvaða forréttindi höfum við í lífinu sem gera lífið auðveldara og hversu meðvituð erum við um þau? Auðveldasta dæmið um forréttindi er að þurfa aldrei að spá í aðgengismál, hvernig og hvort við komumst inn í hús þar sem við viljum vera eða sækja viðburði. Þeir sem þurfa ekkert að spá í aðgengi í daglega lífinu vita jafnvel ekki af þessum forréttindum sínum en fyrir marga fatlaða einstaklinga geta aðgengismálin haft mjög mikil áhrif á daglegt líf. Forréttindi geta líka verið samfélagsleg, fjárhagsstaða foreldra getur til dæmis sagt til um það erlendis hvaða tækifæri bjóðast í lífinu. Hjá þeim einstaklingum sem ekki falla inn í ríkjandi viðmið um kynhneigð, kynvitund, kyngervi og jafnvel kyneinkenni getur það haft mikil áhrif á þeirra daglega líf. Þess vegna á það vel við á þessari ráðstefnu að velta forréttindum fyrir sér.“Trans og kynsegin Meðal þeirra jaðarhópa sem verða kynntir á ráðstefnunni má nefna asexual fólk, sem er fólk sem laðast ekki kynferðislega að öðrum en undir þeirri regnhlíf er fólk með alls konar ólíka reynslu og einnig verður komið inn á reynslu þeirra sem eru tvíkynhneigðir eða bi-sexual, poly-amorous eða fjölásta og pankynhneigðir og heillast af einstaklingum, óháð kyni eða kyngervi. „Sumir halda því fram að tvíkynhneigð sé ekki til og tvíkynhneigðir, poly og pan geta mætt fordómum bæði hjá gagnkynhneigðum og samkynhneigðum vegna kynhneigðar sinnar,“ segir Kitty. „Sumir samkynhneigðir halda því fram að tvíkynhneigðum sé eitthvað minna treystandi en öðrum vegna þess hæfileika að geta laðast að báðum kynjum. Sem er að mínu mati fjarstæða því það segir ekkert um trygglyndi einstaklings að hverjum hann laðast kynferðislega, hvort sem það er sama kyn eða bæði. Manneskja sem er trygg er það óháð kynhneigð.“ Þá verður fluttur fyrirlesturinn Trans og kynsegin 101. „Transfólk hefur verið meira í umræðunni undanfarin ár en þar hefur áherslan verið mest á lítinn hluta þess hóps, það er að segja þá einstaklinga sem upplifa kynvitund sína á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað sem barni,“segir Kitty. „Það hefur ekki farið jafn mikið fyrir fólki sem upplifir kynvitund sína ólíkt því, kannski sem einhvers konar sambland af karl og kven og jafnvel fyrir utan karl og kven. Sumir innan þessa hóps hafa tekið upp að kalla sig kynsegin.“Allir velkomnir Dagskráin stendur frá 11-18 og það verður hádegishlé þar sem verður hægt að kaupa sér súpu og brauð á 1.290 krónur. „Í hádeginu verðum við með bókakynningu. Það er til dæmis verið að vinna að hinsegin handbók um þessar mundir og höfundar hennar ætla að koma og kynna hana. Það verður kynning á starfsemi Kynís sem er kynfræðifélag Íslands og á ráðstefnu norrænna kynfræðinga sem verður haldin í október. Og svo verður kynning á Freak out sem verður öðruvísi hinsegin ball á vegum BDSM Ísland. Það verður mikil dagskrá og engin grið gefin, ekki einu sinni í hádeginu.“ Allir fyrirlesararnir eru búsettir hér á Íslandi og ráðstefnan því að mestu leyti á íslensku. Síðasti hlutinn verður þó fluttur á ensku þar sem einn af fyrirlesurunum er enskumælandi. „Fyrirlesturinn heitir „Why can't I wear Blackface?“ og þar verður komið inn á hugtakið „cultural appropriation“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „menningarnám“ og merkir þegar við tökum eitthvað að láni úr menningu annarra og hugsum ekki út í eða yfirfærum hvaða gildi það hefur í þeirri menningu.“ Kitty segir að ráðstefnan sé ekki ætluð neinum stökum hópi í samfélaginu. „Þessi ráðstefna er algerlega fyrir alla. Auðvitað eru sumir í hinsegin samfélaginu sem eru betur að sér um eitt en annað en ég held að allir innan og utan hinsegin samfélagsins geti lært mikið af þessum fyrirlestrum.“ Vonast er til þess að hægt verði að taka ráðstefnuna upp svo þeir sem ekki komast á mánudaginn geti kynnt sér það sem þar fer fram. Dagskrá „Nú skal hinsegja“ má sjá í heild sinni á samnefndri Facebook-síðu. Frítt er inn á viðburðinn en tekið verður við frjálsum framlögum.
Hinsegin Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira