Segja Ísraela seka um morð á ungbarni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Þessi mynd af Ali Saad Dawabsha, átján mánaða palestínskum dreng, varð eftir í brunarústum húss á vesturbakkanum. Drengurinn lést í brunanum. nordicphotos/afp „Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina. Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
„Þetta er bein afleiðing áratuga langrar refsileysisstefnu Ísraelsstjórnar gagnvart hryðjuverkum landtökumanna,“ segir í yfirlýsingu frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, um árás á Vesturbakka Jórdanár. Átján mánaða drengur lést aðfaranótt gærdagsins í árás á tvö heimili í bænum Duma á vesturbakkanum. Foreldrar hans og bróðir hlutu alvarlega áverka. Talsmenn PLO segja ísraelska landtökumenn hafa kastað eldsprengjum á heimilið með þeim afleiðingum að í því kviknaði. „Við komum að foreldrunum úti, skaðbrenndum, þau sögðu að sonur þeirra væri inni þannig að við náðum í hann. Þegar við komum út aftur sögðu þau að annar sonur þeirra væri líka inni en við gátum ekki bjargað honum, eldurinn stóð í vegi fyrir okkur,“ sagði Ibrahim Dawabsha, nágranni, við Reuters. Slagorð á hebresku fundust krotuð á veggi hússins ásamt Davíðsstjörnu, merki Ísraels. Meðal þess sem var krotað voru orðin „hefnd“ og „verðmiði“. Óljóst er hvað átt er við með orðinu hefnd en árásin minnir um margt á aðrar „verðmiðaárásir“ á svæðinu þar sem herskáir ísraelskir landtökumenn ráðast á heimili Palestínumanna á Vesturbakkanum. Ísraelska lögreglan lét rífa tvær hálfbyggðar blokkir á Vesturbakkanum á miðvikudag við mikla reiði landtökumanna. Ríkisstjórn Netanyahus samanstendur af fimm flokkum og eru nokkrir þingmenn hennar hlynntir landtöku á Vesturbakkanum. Það er talin ástæða þess að Netanyahu heimilaði í kjölfar niðurrifsins byggingu þrjú hundruð heimila fyrir Ísraela á Vesturbakkanum. Um 500.000 Ísraelar búa á Vesturbakkanum en Ísrael hertók svæðið árið 1967. Byggð Ísraelsmanna þar gengur gegn alþjóðalögum en ríkisstjórn Ísraels er ósammála. „Þetta eru hryðjuverk í orðsins fyllstu merkingu. Ísraelsríki stendur gegn hryðjuverkum, sama hver fremur þau,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um árásina.
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira