Sólin leynigestur á Bræðslunni í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. júlí 2015 09:00 Bubbi og Dimma rokkuðu og róluðu allhressilega á Bræðslunni í ár. Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir „Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hátíðin fór fullkomlega fram í ellefta skiptið í röð, í glampandi sól og gleði,“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar sem fram fór um liðna helgi. Fram komu Prins Póló, Lára Rúnars, Ensími, Valdimar, Bubbi Morthens og Dimma. Magni segir að veðrið hafi leikið við gesti hátíðarinnar eins og svo oft áður og að sólin hafi komið sem leynigestur á hátíðina. „Það hafði ekki sést sól hérna í svona sex vikur en svo klukkan tólf á hádegi á laugardag kom sólin og það kom geggjað veður. Svo í hádeginu á sunnudag var komin þoka. Við skiljum þetta ekki lengur, þetta er ellefta Bræðslan í röð þar sem sólin skín,“ segir Magni, sem er einmitt gjarnan kenndur við það að vera á móti sól. Fyrir utan sjálfa Bræðslutónleikana sem fram fóru á laugardagskvöldið segir Magni að hálfgerð bæjarhátíð sé að myndast á Borgarfirði eystri í kringum tónleikahátíðina. „Það voru til dæmis smekkfullir tónleikar í félagsheimilinu, böll á öðrum stöðum hérna, leikhópurinn Lotta og Lína Langsokkur voru hérna og einnig útimarkaðir. Þetta er orðið að bæjarhátíð sem er samt í raun óskipulögð í þeim skilningi,“ bætir Magni við. Um 800 manns sóttur Bræðslutónleikana og er talið að um tvö til þrjú þúsund manns hafi verið á Borgarfirði eystri þegar mest lét um helgina.Hljómsveitin Ensími lék öll sín helstu lög á Borgarfirði eystri um helgina.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Prins Póló lék á als oddi og skemmti sér og gestum vel.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirTónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir kom fram ásamt hljómsveit og átti stórleik.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirHljómsveitin Valdimar sýndi allar sínar bestu hliðar á tónleikunum.Mynd/Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir
Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira