Út með alla Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. júlí 2015 12:15 Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum. Það er fátt meira frelsandi en að átta sig á því að ægifögur náttúra, hreint vatn, ferskt loft, vinnusamt fólk og hressandi veðurfar finnst víða annars staðar en á Íslandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri á búsetuóskum íslenskra unglinga í 10. bekk eru því sannkallað fagnaðarefni, en tæplega helmingur þeirra vill búa erlendis í framtíðinni. Það er ólíklegt að búsetuóskir unglinga stafi af tímabundnu pólitísku ástandi og því engin ástæða til að bölsótast út í Framsóknarflokkinn og aðra þjóðrembingspopúlista. Ástæðurnar felast miklu frekar í borgar- og alþjóðavæðingunni sem hefur opnað dyr heimsins fyrir öllum þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Það er frábært að komandi kynslóðir upplifi sig sem part af einhverju stærra og meira heldur en ör-þjóðfélaginu sem Ísland er og því fleiri sem freista gæfunnar á erlendri grundu því betra. Best væri ef allir Íslendingar flyttu út á einhverjum tímapunkti, sama hvert tilefnið er. Hitt er síðan annað mál að eftir nokkur ár þá leitar hugur flestra aftur heim, því óháð lífsgæðunum sem finnast á erlendri grund, þá er aðdráttaraflið hér heima fyrir óumdeilanlegt. Fjölskylda og vinir toga í svo ekki sé minnst á verðmætin sem felast í þjóðarsálinni. Það er eitthvað við þessa óræðu tengingu, að geta vísað í þjóðþekkta furðufugla í heita pottinum, sagt sögur og fundið samhljóminn sem að endingu gerir okkur að þjóð öðru fremur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum. Það er fátt meira frelsandi en að átta sig á því að ægifögur náttúra, hreint vatn, ferskt loft, vinnusamt fólk og hressandi veðurfar finnst víða annars staðar en á Íslandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri á búsetuóskum íslenskra unglinga í 10. bekk eru því sannkallað fagnaðarefni, en tæplega helmingur þeirra vill búa erlendis í framtíðinni. Það er ólíklegt að búsetuóskir unglinga stafi af tímabundnu pólitísku ástandi og því engin ástæða til að bölsótast út í Framsóknarflokkinn og aðra þjóðrembingspopúlista. Ástæðurnar felast miklu frekar í borgar- og alþjóðavæðingunni sem hefur opnað dyr heimsins fyrir öllum þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Það er frábært að komandi kynslóðir upplifi sig sem part af einhverju stærra og meira heldur en ör-þjóðfélaginu sem Ísland er og því fleiri sem freista gæfunnar á erlendri grundu því betra. Best væri ef allir Íslendingar flyttu út á einhverjum tímapunkti, sama hvert tilefnið er. Hitt er síðan annað mál að eftir nokkur ár þá leitar hugur flestra aftur heim, því óháð lífsgæðunum sem finnast á erlendri grund, þá er aðdráttaraflið hér heima fyrir óumdeilanlegt. Fjölskylda og vinir toga í svo ekki sé minnst á verðmætin sem felast í þjóðarsálinni. Það er eitthvað við þessa óræðu tengingu, að geta vísað í þjóðþekkta furðufugla í heita pottinum, sagt sögur og fundið samhljóminn sem að endingu gerir okkur að þjóð öðru fremur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun