Smáskífur Palla ekki til sölu heldur gefins Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júlí 2015 10:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tekur upp nýtt myndband. mynd/daníel bjarnason „Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira