Nýi samningurinn ýmist kallaður söguleg mistök eða besta lausnin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Sögulegt samkomulag náðist í gær um kjarnorkumál Írana eftir margra ára samningaviðræður þeirra við voldugustu ríki heimsins. nordicphotos/afp Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað. Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira
Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað.
Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Sjá meira