Þegar Ventidíus hefði getað sigrað heiminn Illugi Jökulsson skrifar 12. júlí 2015 11:00 ANTONÍUS HITTIR KLEÓPÖTRU Ef ég væri að skrifa hjásögu um Rómaveldi á fyrstu öld fyrir Krist, þá myndi ég velta fyrir mér hvað hefði getað orðið um Ventidíus Bassus. Hefði hann getað breytt sögunni í grundvallaratriðum og til frambúðar? Ég er eiginlega á því. Ágústus, Markús Antoníus, Kleópatra, þau hefðu þá ekki orðið nema aukapersónur í sögunni, og nýtt Rómaveldi hefði átt þungamiðju í austri en ekki vestri. Og Ventidíus Bassus hefði ríkt yfir því sem mestur valdamaður í öllum heiminum. Hjásaga? Jú, það er það sem kallast á erlendum málum „alternatíf“ saga, eða „hvað ef“ saga. Ekki skoðun á því sem gerðist, heldur á því sem hefði getað gerst. Tilgangurinn er stundum að reyna að koma auga á undirliggjandi ástæður þess sem ræður gangi sögunnar, en stundum er meiningin fyrst og fremst að skemmta sér. Og svo er um hugleiðingar þær um Ventidíus Bassus sem hér fylgja. En þegar um hjásögu er að ræða, þá veit maður þó aldrei.Utanbæjarmaður Ventidíus var frá héraðinu Picenum á Ítalíuskaga, það er við Adríahaf. Þegar Ventidíus fæddist um árið 90 fyrir Krist var Picenum-hérað fyrir löngu orðið partur af Rómaveldi en þó ekki tryggara Rómverjum en svo að íbúar tóku þátt í mikilli uppreisn gegn ofurvaldi Rómar og stóð hún allt til ársins 83. Það var aðeins með mestu harmkvælum að rómverskum hersveitum tókst að brjóta uppreisnina á bak aftur. Faðir Ventidíusar hefur líklega fallið í bardaga við Rómarherinn en sonurinn var handsamaður ungur að árum ásamt móður sinni og var fárra ára gamall meðal þeirra fanginna Picenum-búa sem þurftu að marsera um götur Rómar þegar herforinginn Strabó hélt upp á lokasigur sinn gegn uppreisnarmönnum. Og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sú kaldhæðnislega staðreynd að Strabó þessi var einmitt frá Picenum líka. Ekki veit ég hvað mamma Ventidíusar var lengi lífs til að halda verndarhendi yfir drengnum, en hann þurfti að glíma við margvíslega erfiðleika í æsku, föðurlaus, fátækur og af niðurlægðri þjóð. Sögur eru til um að hann hafi unnið við múldýrarekstur, en svo gekk hann í herinn. Rómverski herinn hafði að vísu sigrað þjóð hans og vafalaust drepið föður hans, en þessi her var samt besta leið ættlauss utanbæjarmanns til að komast þó eitthvað áleiðis í lífinu. Og Ventidíus endaði í hersveitum Júlíusar Sesars sem héldu í landvinningastríð til Gallíu árið 58. Þar stóð Ventidíus sig vel, hann mun framan af hafa séð um birgðaflutninga til hersveita Sesars en fór svo að taka æ meiri þátt í bardögum og reyndist hafa hæfileika til herstjórnar svo Sesar trúði honum fyrir sífellt þýðingarmeiri verkefnum. Að lokum sigraði Sesar í borgarastríði í Róm og þegar hann knésetti hættulegasta andstæðing sinn í orrustu við Farsalus í Grikklandi, þá hefur Ventidíus áreiðanlega verið viðstaddur og hugsað sitt: hinn sigraði andstæðingur var nefnilega Pompeius mikli, sonur þess Strabós sem fyrrum hafði sigri hrósandi leitt Ventidíus og móður hans í böndum um götur Rómar.Parþar ráðast fram Árið 44 var Sesar orðinn allsráðandi í Róm en var þá myrtur af pólitískum andstæðingum. Þegar upphófst mikil togstreita um hver af mönnum hans skyldi hreppa ríkið. Þar áttust helst við kornungur frændi Sesars, Oktavíanus, og svo Markús Antoníus, einn af hershöfðingjum Sesars sem bjó um sig í Egiftalandi og lét þar fallerast af hinni frægu drottningu Kleópötru. Ventidíus hélt sig á Ítalíu og taldist í liði Antoníusar en lét um hríð lítt að sér kveða. Nú var svo málum háttað að í austri var þá voldugt ríki Parþa svonefndra, en þeir voru persneskrar ættar og réðu stóru landflæmi sem nú myndi ná yfir bæði Íran og Írak og hluta Sýrlands. Parþar og Rómverjar höfðu lengi eldað grátt silfur og það var eitt helsta metnaðarmál rómverskra herforingja að sigra Parþa; Sesar sjálfur hafði verið að undirbúa herferð gegn þeim þegar hann var myrtur. Antoníus hafði því í hyggju að fara í herferð austur og taldi með heilmiklum rétti að ef hann knésetti Parþa yrði hann í svo sterkri stöðu í Róm að Oktavíanus hlyti að lyppast niður. Og Antoníus yrði allsráðandi í gríðaröflugu Rómaveldi og gæti gert sína heittelskuðu Kleópötru að drottningu sinni yfir mesta stórveldi heimsins. En Parþar voru engir asnar og ákváðu að vera fyrri til. Árið 40 héldu hersveitir þeirra frá Mesópótamíu (Írak) og lögðu á skömmum tíma undir sig allt Sýrland, Palestínu og að endingu nær alla Litlu-Asíu (Tyrkland). Eiginlega allur austasti hluti Rómaveldis, nema Egiftaland, var á einu sumri fallinn í hendur Parþa. Og þeir voru farnir að ógna Grikklandi.Rómverskur svikari Reyndar voru Parþar ekki einir að verki, því annar af tveimur herstjórum Parþaveldis í þessari sigurför var Quintus Labienus, rómverskur herforingi og sonur frægs herforingja frá fyrri tíð er hét Títus Labienus. Títus hafði verið einn af æðstu foringjum Sesars í Gallastríðinu, ásamt Ventidíusi, en síðan gengið til liðs við Pompeius í borgarastyrjöldinni. Ástæðan fyrir því var líklega sú að Labienus-feðgar voru náttúrlega frá Picenum eins og Pompeius. Quintus sonur Títusar hafnaði svo í Parþíu og þátttaka hans í herferð þeirra vestur á bóginn olli því að fjöldi rómverskra hermanna gekk til liðs við Parþa, og var nú allt í uppnámi. Þetta mikla hættuástand sem steðjaði að Rómaveldi og hefði getað kippt illilega undan því fótunum, að minnsta kosti í austri, er undarlega lítið þekkt í sögunni, sennilega vegna þess hve skjótt Rómverjar náðu að snúa blaðinu við. En þar var ekki Antoníus að verki, þótt hann hefði ætlað sér að sigra Parþa, heldur vinur vor Ventidíus sem var kallaður út á þessari hættustundu og falið það verkefni að hrekja Parþa til baka. Á meðan hélt Antoníus áfram valdatafli sínu við Oktavíanus á Ítalíu og stússaði við sín flóknu kvennamál. Skemmst er frá því að segja að herferð Ventidíusar var ein skjótasta og mest afgerandi sigurganga rómverskra herja í sögunni og er þó af ýmsu að taka. Ventidíus bjó greinilega að reynslu sinni við múldýrarekstur og birgðaflutninga því allt var mjög vandlega undirbúið og skipulagt í þaula, og skyndilega var Ventidíus lentur með ellefu legíóir á strönd Litlu-Asíu og hótaði að sækja inn í Mesópótamíu. Labíenus varð að hörfa, og í mikilli orrustu í Kilisíu beið rómverski liðhlaupinn algjöran ósigur fyrir fyrrverandi stríðsfélaga föður síns. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Ventidíus stýrði aleinn stórum her í orrustu og hann leysti verkefnið óaðfinnanlega af hendi, sýndi í senn kænsku og yfirvegun, dirfsku og útsjónarsemi, og hefðu frægustu herforingjar fornaldar varla getað gert betur. Quintus Labienus beið algeran ósigur, hann reyndi að dulbúa sig og flýja en féll í hendur Rómverja og var tekinn af lífi sem svikari. Annars sýndi Ventidíus hins vegar slíka miskunn hinum sigruðu að rómversku hermennirnir úr liði Parþa gengu flestallir til liðs við hann. Hann sigraði svo leifar parþneska hersins í Litlu-Asíu í annarri orrustu og þegar sonur Parþakóngs kom á vettvang með nýjan og fjölmennan her árið eftir, þá sigraði Ventidíus þann her líka í miklum slag. Orrustan fór fram við Gindarusfjall í Sýrlandi og sigur Ventidíusar var jafn alger og afgerandi og sigurinn yfir Labienusi árið áður. Ventidíus gekk ævinlega til orrustu eins og stórmeistari í skák, undirbjó hverja orrustu af mikilli nákvæmni og hugkvæmni en lét svo höggið ríða af öllu afli á hárréttu andartaki.MYNT VENTIDÍUSARFátt um varnir Nú vissu allir að ósigrarnir höfðu gengið svo nærri Pörþum að ef her Ventidíusar hefði látið kné fylgja kviði og gert þegar í stað innrás í Mesópótamíu, þá hefði ekkert orðið um varnir. Ventidíus gæti meira að segja gert sér góðar vonir um að geta haldið rakleiðis inn í Persíu eða Parþíu sjálfa og gengið endanlega milli bols og höfuðs á Pörþum. Ljóst er að hermennirnir voru tilbúnir til að fylgja foringja sínum í slíkan leiðangur. Ventidíus var geysivinsæll meðal manna sinna og þeir voru farnir að slá mynt í hans nafni í austurvegi sem sýndi að þeir litu á hann sem nýjan Sesar. Og ef Ventidíus hefði fyrst lagt undir sig Parþíu og svo tekið þann pól í hæðina að gerast fyrsti raunverulegi keisari Rómaveldis, þá höfðu hvorki Oktavíanus né Antoníus yfir að ráða nokkrum þeim hersveitum sem hefðu getað staðist þrautreyndum dátum Ventidíusar snúning. Báðir hefðu þeir áreiðanlega horfið hljóðalítið úr sögunni ásamt Kleópötru og öllu sínu hyski. Tíberíus, Caligúla, Neró – enginn þeirra hefði orðið Rómarkeisari seinna meir, og heimsveldið mikla hefði orðið mjög forvitnileg blanda Miðausturlanda og Evrópu ef ný þungamiðja Rómaveldis hefði myndast í Mesópótamíu svo snemma. Og er til dæmis víst að kristindómurinn hefði endilega komið fram í Palestínu í þeirri mynd sem við þekkjum ef menningarlegir og trúarlegir straumar hefðu orðið meiri og fallþyngri milli nýrra nágranna í ríki Ventidíusar? Það er reyndar afar ólíklegt.Horft yfir Adríahafið? En Ventidíus notaði ekki tækifærið til að verða herra heimsins. Hann sneri til baka af tillitssemi við Antoníus, sem var orðinn dauðöfundsjúkur út í hann. Það hefði Ventidíus ekki þurft að gera, hann hafði sannarlega öll spil á hendi en kannski kviknaði í honum litli smeyki strákurinn frá Picenum þegar hann stóð andspænis þeim möguleika að sigra heiminn. Hann afhenti Antoníusi hinn brynklædda og sigursæla her sinn og sneri heim til Rómar þar sem mikið var látið með hann um stund vegna sigranna á Pörþum. Antoníus klúðraði hins vegar gjörsamlega herferðinni sem hann stýrði í austur, þótt hann hefði 100.000 manna her, og varð að hrökklast til baka til Kleópötru sinnar heima í Egiftalandi með skottið milli lappanna. Og hlaut hann síðan að tapa árið 31 valdabaráttunni við Oktavíanus sem varð fyrsti Rómarkeisarinn undir nafninu Ágústus. En þá var horfinn gjörsamlega og sporlaust úr sögunni maðurinn sem hefði getað sigrað þá báða og breytt gangi heimsveldanna, því enginn veit semsé hvað varð um Ventidíus Bassus. Kannski fór hann bara heim til Picenum og horfði yfir Adríahafið og reyndi að stilla sig um að hugsa um allt það sem hefði getað orðið. Flækjusaga Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ef ég væri að skrifa hjásögu um Rómaveldi á fyrstu öld fyrir Krist, þá myndi ég velta fyrir mér hvað hefði getað orðið um Ventidíus Bassus. Hefði hann getað breytt sögunni í grundvallaratriðum og til frambúðar? Ég er eiginlega á því. Ágústus, Markús Antoníus, Kleópatra, þau hefðu þá ekki orðið nema aukapersónur í sögunni, og nýtt Rómaveldi hefði átt þungamiðju í austri en ekki vestri. Og Ventidíus Bassus hefði ríkt yfir því sem mestur valdamaður í öllum heiminum. Hjásaga? Jú, það er það sem kallast á erlendum málum „alternatíf“ saga, eða „hvað ef“ saga. Ekki skoðun á því sem gerðist, heldur á því sem hefði getað gerst. Tilgangurinn er stundum að reyna að koma auga á undirliggjandi ástæður þess sem ræður gangi sögunnar, en stundum er meiningin fyrst og fremst að skemmta sér. Og svo er um hugleiðingar þær um Ventidíus Bassus sem hér fylgja. En þegar um hjásögu er að ræða, þá veit maður þó aldrei.Utanbæjarmaður Ventidíus var frá héraðinu Picenum á Ítalíuskaga, það er við Adríahaf. Þegar Ventidíus fæddist um árið 90 fyrir Krist var Picenum-hérað fyrir löngu orðið partur af Rómaveldi en þó ekki tryggara Rómverjum en svo að íbúar tóku þátt í mikilli uppreisn gegn ofurvaldi Rómar og stóð hún allt til ársins 83. Það var aðeins með mestu harmkvælum að rómverskum hersveitum tókst að brjóta uppreisnina á bak aftur. Faðir Ventidíusar hefur líklega fallið í bardaga við Rómarherinn en sonurinn var handsamaður ungur að árum ásamt móður sinni og var fárra ára gamall meðal þeirra fanginna Picenum-búa sem þurftu að marsera um götur Rómar þegar herforinginn Strabó hélt upp á lokasigur sinn gegn uppreisnarmönnum. Og hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sú kaldhæðnislega staðreynd að Strabó þessi var einmitt frá Picenum líka. Ekki veit ég hvað mamma Ventidíusar var lengi lífs til að halda verndarhendi yfir drengnum, en hann þurfti að glíma við margvíslega erfiðleika í æsku, föðurlaus, fátækur og af niðurlægðri þjóð. Sögur eru til um að hann hafi unnið við múldýrarekstur, en svo gekk hann í herinn. Rómverski herinn hafði að vísu sigrað þjóð hans og vafalaust drepið föður hans, en þessi her var samt besta leið ættlauss utanbæjarmanns til að komast þó eitthvað áleiðis í lífinu. Og Ventidíus endaði í hersveitum Júlíusar Sesars sem héldu í landvinningastríð til Gallíu árið 58. Þar stóð Ventidíus sig vel, hann mun framan af hafa séð um birgðaflutninga til hersveita Sesars en fór svo að taka æ meiri þátt í bardögum og reyndist hafa hæfileika til herstjórnar svo Sesar trúði honum fyrir sífellt þýðingarmeiri verkefnum. Að lokum sigraði Sesar í borgarastríði í Róm og þegar hann knésetti hættulegasta andstæðing sinn í orrustu við Farsalus í Grikklandi, þá hefur Ventidíus áreiðanlega verið viðstaddur og hugsað sitt: hinn sigraði andstæðingur var nefnilega Pompeius mikli, sonur þess Strabós sem fyrrum hafði sigri hrósandi leitt Ventidíus og móður hans í böndum um götur Rómar.Parþar ráðast fram Árið 44 var Sesar orðinn allsráðandi í Róm en var þá myrtur af pólitískum andstæðingum. Þegar upphófst mikil togstreita um hver af mönnum hans skyldi hreppa ríkið. Þar áttust helst við kornungur frændi Sesars, Oktavíanus, og svo Markús Antoníus, einn af hershöfðingjum Sesars sem bjó um sig í Egiftalandi og lét þar fallerast af hinni frægu drottningu Kleópötru. Ventidíus hélt sig á Ítalíu og taldist í liði Antoníusar en lét um hríð lítt að sér kveða. Nú var svo málum háttað að í austri var þá voldugt ríki Parþa svonefndra, en þeir voru persneskrar ættar og réðu stóru landflæmi sem nú myndi ná yfir bæði Íran og Írak og hluta Sýrlands. Parþar og Rómverjar höfðu lengi eldað grátt silfur og það var eitt helsta metnaðarmál rómverskra herforingja að sigra Parþa; Sesar sjálfur hafði verið að undirbúa herferð gegn þeim þegar hann var myrtur. Antoníus hafði því í hyggju að fara í herferð austur og taldi með heilmiklum rétti að ef hann knésetti Parþa yrði hann í svo sterkri stöðu í Róm að Oktavíanus hlyti að lyppast niður. Og Antoníus yrði allsráðandi í gríðaröflugu Rómaveldi og gæti gert sína heittelskuðu Kleópötru að drottningu sinni yfir mesta stórveldi heimsins. En Parþar voru engir asnar og ákváðu að vera fyrri til. Árið 40 héldu hersveitir þeirra frá Mesópótamíu (Írak) og lögðu á skömmum tíma undir sig allt Sýrland, Palestínu og að endingu nær alla Litlu-Asíu (Tyrkland). Eiginlega allur austasti hluti Rómaveldis, nema Egiftaland, var á einu sumri fallinn í hendur Parþa. Og þeir voru farnir að ógna Grikklandi.Rómverskur svikari Reyndar voru Parþar ekki einir að verki, því annar af tveimur herstjórum Parþaveldis í þessari sigurför var Quintus Labienus, rómverskur herforingi og sonur frægs herforingja frá fyrri tíð er hét Títus Labienus. Títus hafði verið einn af æðstu foringjum Sesars í Gallastríðinu, ásamt Ventidíusi, en síðan gengið til liðs við Pompeius í borgarastyrjöldinni. Ástæðan fyrir því var líklega sú að Labienus-feðgar voru náttúrlega frá Picenum eins og Pompeius. Quintus sonur Títusar hafnaði svo í Parþíu og þátttaka hans í herferð þeirra vestur á bóginn olli því að fjöldi rómverskra hermanna gekk til liðs við Parþa, og var nú allt í uppnámi. Þetta mikla hættuástand sem steðjaði að Rómaveldi og hefði getað kippt illilega undan því fótunum, að minnsta kosti í austri, er undarlega lítið þekkt í sögunni, sennilega vegna þess hve skjótt Rómverjar náðu að snúa blaðinu við. En þar var ekki Antoníus að verki, þótt hann hefði ætlað sér að sigra Parþa, heldur vinur vor Ventidíus sem var kallaður út á þessari hættustundu og falið það verkefni að hrekja Parþa til baka. Á meðan hélt Antoníus áfram valdatafli sínu við Oktavíanus á Ítalíu og stússaði við sín flóknu kvennamál. Skemmst er frá því að segja að herferð Ventidíusar var ein skjótasta og mest afgerandi sigurganga rómverskra herja í sögunni og er þó af ýmsu að taka. Ventidíus bjó greinilega að reynslu sinni við múldýrarekstur og birgðaflutninga því allt var mjög vandlega undirbúið og skipulagt í þaula, og skyndilega var Ventidíus lentur með ellefu legíóir á strönd Litlu-Asíu og hótaði að sækja inn í Mesópótamíu. Labíenus varð að hörfa, og í mikilli orrustu í Kilisíu beið rómverski liðhlaupinn algjöran ósigur fyrir fyrrverandi stríðsfélaga föður síns. Þetta var í raun í fyrsta sinn sem Ventidíus stýrði aleinn stórum her í orrustu og hann leysti verkefnið óaðfinnanlega af hendi, sýndi í senn kænsku og yfirvegun, dirfsku og útsjónarsemi, og hefðu frægustu herforingjar fornaldar varla getað gert betur. Quintus Labienus beið algeran ósigur, hann reyndi að dulbúa sig og flýja en féll í hendur Rómverja og var tekinn af lífi sem svikari. Annars sýndi Ventidíus hins vegar slíka miskunn hinum sigruðu að rómversku hermennirnir úr liði Parþa gengu flestallir til liðs við hann. Hann sigraði svo leifar parþneska hersins í Litlu-Asíu í annarri orrustu og þegar sonur Parþakóngs kom á vettvang með nýjan og fjölmennan her árið eftir, þá sigraði Ventidíus þann her líka í miklum slag. Orrustan fór fram við Gindarusfjall í Sýrlandi og sigur Ventidíusar var jafn alger og afgerandi og sigurinn yfir Labienusi árið áður. Ventidíus gekk ævinlega til orrustu eins og stórmeistari í skák, undirbjó hverja orrustu af mikilli nákvæmni og hugkvæmni en lét svo höggið ríða af öllu afli á hárréttu andartaki.MYNT VENTIDÍUSARFátt um varnir Nú vissu allir að ósigrarnir höfðu gengið svo nærri Pörþum að ef her Ventidíusar hefði látið kné fylgja kviði og gert þegar í stað innrás í Mesópótamíu, þá hefði ekkert orðið um varnir. Ventidíus gæti meira að segja gert sér góðar vonir um að geta haldið rakleiðis inn í Persíu eða Parþíu sjálfa og gengið endanlega milli bols og höfuðs á Pörþum. Ljóst er að hermennirnir voru tilbúnir til að fylgja foringja sínum í slíkan leiðangur. Ventidíus var geysivinsæll meðal manna sinna og þeir voru farnir að slá mynt í hans nafni í austurvegi sem sýndi að þeir litu á hann sem nýjan Sesar. Og ef Ventidíus hefði fyrst lagt undir sig Parþíu og svo tekið þann pól í hæðina að gerast fyrsti raunverulegi keisari Rómaveldis, þá höfðu hvorki Oktavíanus né Antoníus yfir að ráða nokkrum þeim hersveitum sem hefðu getað staðist þrautreyndum dátum Ventidíusar snúning. Báðir hefðu þeir áreiðanlega horfið hljóðalítið úr sögunni ásamt Kleópötru og öllu sínu hyski. Tíberíus, Caligúla, Neró – enginn þeirra hefði orðið Rómarkeisari seinna meir, og heimsveldið mikla hefði orðið mjög forvitnileg blanda Miðausturlanda og Evrópu ef ný þungamiðja Rómaveldis hefði myndast í Mesópótamíu svo snemma. Og er til dæmis víst að kristindómurinn hefði endilega komið fram í Palestínu í þeirri mynd sem við þekkjum ef menningarlegir og trúarlegir straumar hefðu orðið meiri og fallþyngri milli nýrra nágranna í ríki Ventidíusar? Það er reyndar afar ólíklegt.Horft yfir Adríahafið? En Ventidíus notaði ekki tækifærið til að verða herra heimsins. Hann sneri til baka af tillitssemi við Antoníus, sem var orðinn dauðöfundsjúkur út í hann. Það hefði Ventidíus ekki þurft að gera, hann hafði sannarlega öll spil á hendi en kannski kviknaði í honum litli smeyki strákurinn frá Picenum þegar hann stóð andspænis þeim möguleika að sigra heiminn. Hann afhenti Antoníusi hinn brynklædda og sigursæla her sinn og sneri heim til Rómar þar sem mikið var látið með hann um stund vegna sigranna á Pörþum. Antoníus klúðraði hins vegar gjörsamlega herferðinni sem hann stýrði í austur, þótt hann hefði 100.000 manna her, og varð að hrökklast til baka til Kleópötru sinnar heima í Egiftalandi með skottið milli lappanna. Og hlaut hann síðan að tapa árið 31 valdabaráttunni við Oktavíanus sem varð fyrsti Rómarkeisarinn undir nafninu Ágústus. En þá var horfinn gjörsamlega og sporlaust úr sögunni maðurinn sem hefði getað sigrað þá báða og breytt gangi heimsveldanna, því enginn veit semsé hvað varð um Ventidíus Bassus. Kannski fór hann bara heim til Picenum og horfði yfir Adríahafið og reyndi að stilla sig um að hugsa um allt það sem hefði getað orðið.
Flækjusaga Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira