Hamingjuhleðsla Sigga Dögg og kynfræðingur skrifa 10. júlí 2015 11:00 Sigga Dögg skrifar um hamingjuna. visir/getty Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég fór samt að pæla í einu um daginn og það var hvað gerir einstakling aðlaðandi í augum annarra. Vissulega er hægt að tína til fatnað, hárgreiðslu og almenn smartheit en manneskja er raunverulega aðlaðandi þegar hún er innilega hamingjusöm, örugg og líður vel í umhverfi sínu. Það var þá sem það rann upp fyrir mér ljós, vinkonurnar! Því verður þessi litla lesning óður til vinskapar. Ég er rík af vinkonum. Þær eru sterkar, sjálfstæðar, hreinskilnar, ákveðnar, fyndnar og einlægar. Þær eru alls konar og oftar en ekki í bullandi mótsögn við sjálfa sig í einu og sömu setningunni, en einmitt það skerpir á innileika vináttunnar, að fá að tala sjálfa sig í hring og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Eða ekki. Það er mikil lífsgleði fólgin í því að fá að byrja setningar á „æ stelpur, þið vitið hvað ég er klikkuð en ég var að spá…“. Það er fátt sem nærir hjartað mitt jafn mikið og að hitta vinkonur mínar. Að eiga með þeim smá stund þar sem við tölum um heimsins mál, tíðni sjálfsfróunar, píkuprump í jóga eða bara inngróna tánögl. Fá frí frá pressu heimsins, verða aftur bara áhyggjulaus unglingur og bara spjalla við vinkonur sínar, létta á sér, fá álit á málefnum líðandi stundar og kannski hlæja smá. Og fegurðin. Mér líður oft eins og vinkonur mínar gangi með sérstaka lýsingu í kringum mig því fallegri manneskjur finnast varla. Það hreinlega geislar af þessum elskum. Það er ekki svo að þær séu eitthvað heilagri en aðrir, síður en svo. Þær eru bara hjarta mínu svo kærar að ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra. Ég hef engin sérstök áhugamál, stunda ekki íþróttir, prjóna hvorki né geng á fjöll en ég rækta vinkonur mínar. Ég passa að hringja í þær, heyra í þeim, tengjast. Ég finn að ég kem endurnærð inn í mitt líf eftir að hafa rétt sett mig í samband við þær. Það að eiga góða vini er ómetanlegt, en rétt eins og með allt í lífinu þá þarf að leggja rækt við sambönd. Það þarf að teygja sig eftir fólki, hlusta og tala. Það að vera aðlaðandi er meira en bara ytra útlit, það er endurspeglun á hamingjusömu hjarta og gleðiglampa í auga. Taktu upp símann, hafðu samband og njóttu þess að hlaða hamingjuna. Heilsa Tengdar fréttir Opin sambönd Gætir þú hugsað þér að vera í sambandi með nokkrum einstaklingum á sama tíma? 8. júlí 2015 11:00 Íslensk ungmenni kærulaus í bólinu Yfirfélagsráðgjafi hjá landlæknisembættinu segir unga fólkið furðulega rólegt yfir smithættu kynsjúkdóma og kynfræðingur segir hér mikla pillumenningu. 27. júní 2015 09:00 Hvað er málið með nekt? Nekt er viðkvæmt mál í samfélaginu en af hverju ætli það sé? Öll fæðumst við nakin, af hverju megum við ekki ganga um nakin og af hverju særir það blygðunarkennd? 25. júní 2015 16:00 Sexí sumarfrí? Sól og sumarylur færir með sér sumarfrí sem getur verið sérlega sexí, þó börnin séu ekki í dagvistun 23. júní 2015 11:00 5 leiðir til að bjarga sambandinu Þegar sambandið er á barmi þess að brotna getur verið gott að endurskoða hvort ekki sé hægt að fylla upp í sprungurnar 25. júní 2015 11:00 Próf í kynferðislegum persónuleika Þetta er próf fyrir alla þá sem elska að tala persónuleika próf því hér er kynferðislegur persónuleikinn þinn krufinn 30. júní 2015 11:00 Fimm algengar mýtur um munnmök Mikið er rætt um munnmök en skal það hér með leiðréttist hvað fólk talar oft um en í raunveruleikanum er alls ekki málið 6. júlí 2015 11:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég skrifa mikið um kynlíf, það ætti að vera hverjum lesanda þessara pistla ljóst fyrir löngu. Ég fór samt að pæla í einu um daginn og það var hvað gerir einstakling aðlaðandi í augum annarra. Vissulega er hægt að tína til fatnað, hárgreiðslu og almenn smartheit en manneskja er raunverulega aðlaðandi þegar hún er innilega hamingjusöm, örugg og líður vel í umhverfi sínu. Það var þá sem það rann upp fyrir mér ljós, vinkonurnar! Því verður þessi litla lesning óður til vinskapar. Ég er rík af vinkonum. Þær eru sterkar, sjálfstæðar, hreinskilnar, ákveðnar, fyndnar og einlægar. Þær eru alls konar og oftar en ekki í bullandi mótsögn við sjálfa sig í einu og sömu setningunni, en einmitt það skerpir á innileika vináttunnar, að fá að tala sjálfa sig í hring og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Eða ekki. Það er mikil lífsgleði fólgin í því að fá að byrja setningar á „æ stelpur, þið vitið hvað ég er klikkuð en ég var að spá…“. Það er fátt sem nærir hjartað mitt jafn mikið og að hitta vinkonur mínar. Að eiga með þeim smá stund þar sem við tölum um heimsins mál, tíðni sjálfsfróunar, píkuprump í jóga eða bara inngróna tánögl. Fá frí frá pressu heimsins, verða aftur bara áhyggjulaus unglingur og bara spjalla við vinkonur sínar, létta á sér, fá álit á málefnum líðandi stundar og kannski hlæja smá. Og fegurðin. Mér líður oft eins og vinkonur mínar gangi með sérstaka lýsingu í kringum mig því fallegri manneskjur finnast varla. Það hreinlega geislar af þessum elskum. Það er ekki svo að þær séu eitthvað heilagri en aðrir, síður en svo. Þær eru bara hjarta mínu svo kærar að ég gæti ekki ímyndað mér lífið án þeirra. Ég hef engin sérstök áhugamál, stunda ekki íþróttir, prjóna hvorki né geng á fjöll en ég rækta vinkonur mínar. Ég passa að hringja í þær, heyra í þeim, tengjast. Ég finn að ég kem endurnærð inn í mitt líf eftir að hafa rétt sett mig í samband við þær. Það að eiga góða vini er ómetanlegt, en rétt eins og með allt í lífinu þá þarf að leggja rækt við sambönd. Það þarf að teygja sig eftir fólki, hlusta og tala. Það að vera aðlaðandi er meira en bara ytra útlit, það er endurspeglun á hamingjusömu hjarta og gleðiglampa í auga. Taktu upp símann, hafðu samband og njóttu þess að hlaða hamingjuna.
Heilsa Tengdar fréttir Opin sambönd Gætir þú hugsað þér að vera í sambandi með nokkrum einstaklingum á sama tíma? 8. júlí 2015 11:00 Íslensk ungmenni kærulaus í bólinu Yfirfélagsráðgjafi hjá landlæknisembættinu segir unga fólkið furðulega rólegt yfir smithættu kynsjúkdóma og kynfræðingur segir hér mikla pillumenningu. 27. júní 2015 09:00 Hvað er málið með nekt? Nekt er viðkvæmt mál í samfélaginu en af hverju ætli það sé? Öll fæðumst við nakin, af hverju megum við ekki ganga um nakin og af hverju særir það blygðunarkennd? 25. júní 2015 16:00 Sexí sumarfrí? Sól og sumarylur færir með sér sumarfrí sem getur verið sérlega sexí, þó börnin séu ekki í dagvistun 23. júní 2015 11:00 5 leiðir til að bjarga sambandinu Þegar sambandið er á barmi þess að brotna getur verið gott að endurskoða hvort ekki sé hægt að fylla upp í sprungurnar 25. júní 2015 11:00 Próf í kynferðislegum persónuleika Þetta er próf fyrir alla þá sem elska að tala persónuleika próf því hér er kynferðislegur persónuleikinn þinn krufinn 30. júní 2015 11:00 Fimm algengar mýtur um munnmök Mikið er rætt um munnmök en skal það hér með leiðréttist hvað fólk talar oft um en í raunveruleikanum er alls ekki málið 6. júlí 2015 11:00 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Opin sambönd Gætir þú hugsað þér að vera í sambandi með nokkrum einstaklingum á sama tíma? 8. júlí 2015 11:00
Íslensk ungmenni kærulaus í bólinu Yfirfélagsráðgjafi hjá landlæknisembættinu segir unga fólkið furðulega rólegt yfir smithættu kynsjúkdóma og kynfræðingur segir hér mikla pillumenningu. 27. júní 2015 09:00
Hvað er málið með nekt? Nekt er viðkvæmt mál í samfélaginu en af hverju ætli það sé? Öll fæðumst við nakin, af hverju megum við ekki ganga um nakin og af hverju særir það blygðunarkennd? 25. júní 2015 16:00
Sexí sumarfrí? Sól og sumarylur færir með sér sumarfrí sem getur verið sérlega sexí, þó börnin séu ekki í dagvistun 23. júní 2015 11:00
5 leiðir til að bjarga sambandinu Þegar sambandið er á barmi þess að brotna getur verið gott að endurskoða hvort ekki sé hægt að fylla upp í sprungurnar 25. júní 2015 11:00
Próf í kynferðislegum persónuleika Þetta er próf fyrir alla þá sem elska að tala persónuleika próf því hér er kynferðislegur persónuleikinn þinn krufinn 30. júní 2015 11:00
Fimm algengar mýtur um munnmök Mikið er rætt um munnmök en skal það hér með leiðréttist hvað fólk talar oft um en í raunveruleikanum er alls ekki málið 6. júlí 2015 11:00