Lífið er kynlaus dans Sigga Dögg Arnardóttir skrifar 10. júlí 2015 12:00 vísir Þyrí Huld er dansari hjá Íslenska dansflokknum og hlaut hún Grímuna á þessu ári fyrir hlutverk sitt í verkinu Sin með Íslenska dansflokknum. Hún hefur dansað frá því hún man eftir sér og skiptir litlu máli hvort um ræðir salsa, samba eða hipphopp, Þyrí getur tekið hvern einasta dansstíl og gert að sínum. Stundum fá meira að segja skemmtistaðagestir að njóta sýningarinnar. „Þegar ég gleymi mér og er í stuði myndast stundum hringur í kringum mig,“ segir Þyrí hlæjandi með roða í kinnum.90 kíló í hnébeygju Dansinn hefur alltaf blundað í Þyrí en staðalmyndina af fíngerðu ballerínunni er ekki að finna hér. Þyrí segir það vera nauðsynlegt fyrir góðan dansara að vera sterkur. „Hér á Íslandi krefjast danshlutverkin mikils styrkleika svo hægt sé að fara í beygjur og lyftur og því var ég í kraftlyftingum í smá tíma og var orðin frekar mikið sterk,“ segir Þyrí og klappar sér á kraftmikil lærin. „Ég þarf að passa að halda mér í formi og frekar en að vera alltaf að dansa og teygja þá fer ég mikið út að hlaupa, geng mikið um landið, fer í jóga og í ræktina,“ segir Þyrí með ákafa. „Í nútímadansi er í raun sama hver dansar hlutverkið, hvort það er kona eða karl, það fer frekar eftir styrk dansarans en kyni og ekki er gert ráð fyrir því að dans, sem krefst vöðvamassa og styrks, sé sjálfkrafa hlutverk karlsins,“ segir Þyrí sem veltir kynjahlutverkum mikið fyrir sér. Hún segir dansumhverfið vera gott á Íslandi og að dansflokkurinn sé ein stór fjölskylda. „Við eyðum svo miklum tíma saman og auðvitað verður þetta mjög náinn hópur en um leið og manni finnst þetta verða að kvöð, eins og leiðinleg vinna, þá er tími til að hætta,“ segir Þyrí, sem enn brennur af ástríðu fyrir dansinum. Hún segir mikið vera að gerast. „Ég get ekki sleppt því að dansa, það er það skemmtilegasta sem ég geri og ég gæti ekki gert eitthvað sem ekki tengist honum á einn eða annan hátt,“ segir Þyrí um þessa köllun sína.þyrí huld árnadóttirÁstarsaga í Ameríku Kærasti Þyríar heitir Hrafnkell, er ævintýramaður mikill og fimur dansari. Þau búa í miðbæ Reykjavíkur og hafa verið saman í fjögur ár. Ástin bankaði upp á fyrir tilstilli vinafólks sem grunaði að þau gætu átt samleið. „Vinkona mín kynnti okkur og við vorum með svona leynimerki, settu þumalinn upp ef þér finnst hann sætur en niður ef ekki,“ segir Þyrí og hlær að þessum skipulagða ástarhittingi. Þumallinn hefur haldist á lofti síðan þau hittust og segir Þyrí þau vera „skemmtilega ólík“ en þó hafa svipuð áhugamál. „Ég er mjög skipulögð og gæti auðveldlega gleymt mér í dansinum og vera bara heima að fara yfir tækni í nýju dansverki, en hann fær mig til að slaka á og horfa með sér á mynd og borða góðan mat,“ segir Þyrí með gleðiglampa í augunum. Parið eyðir töluverðum tíma í eldhúsinu og þar ræður skipulag og góð næring ríkjum. „Ég hef horfi mikið á heimildarmyndir sem fjalla um mat og næringu og sem dansari þá þarf ég að passa upp á að borða reglulega og borða orkuríkan mat og því eldum við mikið heima og tökum með okkur nesti,“ segir Þyrí, sem hvetur alla til að elda fyrir vikuna á sunnudagskvöldum. Nýlega lagði parið land undir fót og ferðuðust í sex mánuði um Suður-Ameríku. „Þetta var bara ótrúleg ferð og fórum við um Brasilíu, Bólivíu, Perú, Argentínu og Ekvador. Mér fannst Bólivía alveg frábær og það var magnað að sjá aðra lifnaðarhætti. Þar er fólk enn bara eins og í gamla daga, engar verslanir heldur allt á mörkuðunum og konurnar í hefðbundnum klæðnaði og það var mjög gaman að sjá það,“ segir Þyrí sem er þó glöð yfir að vera komin heim. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að taka sér hlé frá dansi til að ferðast kemur skipulagið upp í Þyrí, sem svarar um hæl: „Ég þefa dansinn uppi hvar sem ég er og passa að halda mér alltaf í formi.“ Til allrar lukku er Hrafnkell einnig góður dansari. „Við dönsuðum tangó í Argentínu en ég átti mjög erfitt með að leyfa honum að stýra því mér finnst ég betri dansari en hann og ég vil stjórna, en það erfitt í tangó en ætli það hafi ekki endað með því að ég bara stjórnaði þessu,“ segir Þyrí skellihlæjandi. Það er greinilegt að alltaf er stutt í húmorinn hjá þessari kraftmiklu ungu konu.Dans, dans, dans? Þyrí segir dansinn skipta sig höfuðmáli, sama hvort það er heima, á skemmtistað eða í sýningu. Hún er ein af sjö atvinnudönsurum hjá Íslenska dansflokknum og segist þakklát fyrir tækifærið en bendir jafnframt á að kjör dansara séu ekki með besta móti. „Ég er í fullri vinnu sem dansari auk þess að þurfa að halda mér í formi utan formlegs vinnutíma og stúdera danstækni í frítíma og eru byrjendalaun dansara um 240 þúsund krónur á mánuði, en margir eru í aukavinnu samhliða dansinum,“ segir Þyrí hissa. „Við fáum greidd að auki sýningarlaun en oft eru kannski bara þrjár sýningar á hverju verki svo það telur takmarkað,“ segir Þyrí og hvetur til opnari umræðu um kjör listamanna. Að vera dansari er ekki langlíf atvinna og hætta flestir fyrir fertugt að dansa. „Það að vera dansari felst oft líka í því að semja dansverk og það er einmitt það sem ég er að gera núna, semja verk fyrir börn frá fimm ára og upp í fimmta bekk með dansflokknum,“ segir Þyrí. Ofurhetjur munu leika þar stórt hlutverk. „Mér finnst svo mikilvægt að kynna dansinn fyrir börnum og fá þau inn í leikhúsið,“ segir Þyrí sem leggur áherslu á að dansverk séu fyrir alla að njóta enda túlkun hvers verks persónuleg upplifun. Þegar fram líða stundir vill Þyrí færa sig af sviðinu og baksviðs þar sem búningar og leikmynd eiga allan hennar huga. Á morgun frumsýnir Reykjavík dance productions og Gus Gus verkið Á vit, sem dansar á mörkum tónleika og danssýningar. „Þetta er tilraun til að vera með menningartengt efni á sumrin fyrir bæði ferðamenn og Íslendinga“ segir Þyrí um sýninguna sem bæði hefur verið sýnd í Danmörku og Rússlandi. „Erlendis þegar dansflokkurinn er með sýningar þá eru troðfullir salirnir og fólk slæst um miðana og það er mjög gefandi,“ segir Þyrí snortin. Hún segir jafnframt að „erlendis sé meiri menning fyrir dansi og fólk fer markvisst á danssýningar, það kannski vantar aðeins hér heima en það kemur,“ segir Þyrí vongóð. Nú er bara að kaupa sér miða á dansverk og fylgjast grannt með þessari ungu og efnilegu dömu. Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Þyrí Huld er dansari hjá Íslenska dansflokknum og hlaut hún Grímuna á þessu ári fyrir hlutverk sitt í verkinu Sin með Íslenska dansflokknum. Hún hefur dansað frá því hún man eftir sér og skiptir litlu máli hvort um ræðir salsa, samba eða hipphopp, Þyrí getur tekið hvern einasta dansstíl og gert að sínum. Stundum fá meira að segja skemmtistaðagestir að njóta sýningarinnar. „Þegar ég gleymi mér og er í stuði myndast stundum hringur í kringum mig,“ segir Þyrí hlæjandi með roða í kinnum.90 kíló í hnébeygju Dansinn hefur alltaf blundað í Þyrí en staðalmyndina af fíngerðu ballerínunni er ekki að finna hér. Þyrí segir það vera nauðsynlegt fyrir góðan dansara að vera sterkur. „Hér á Íslandi krefjast danshlutverkin mikils styrkleika svo hægt sé að fara í beygjur og lyftur og því var ég í kraftlyftingum í smá tíma og var orðin frekar mikið sterk,“ segir Þyrí og klappar sér á kraftmikil lærin. „Ég þarf að passa að halda mér í formi og frekar en að vera alltaf að dansa og teygja þá fer ég mikið út að hlaupa, geng mikið um landið, fer í jóga og í ræktina,“ segir Þyrí með ákafa. „Í nútímadansi er í raun sama hver dansar hlutverkið, hvort það er kona eða karl, það fer frekar eftir styrk dansarans en kyni og ekki er gert ráð fyrir því að dans, sem krefst vöðvamassa og styrks, sé sjálfkrafa hlutverk karlsins,“ segir Þyrí sem veltir kynjahlutverkum mikið fyrir sér. Hún segir dansumhverfið vera gott á Íslandi og að dansflokkurinn sé ein stór fjölskylda. „Við eyðum svo miklum tíma saman og auðvitað verður þetta mjög náinn hópur en um leið og manni finnst þetta verða að kvöð, eins og leiðinleg vinna, þá er tími til að hætta,“ segir Þyrí, sem enn brennur af ástríðu fyrir dansinum. Hún segir mikið vera að gerast. „Ég get ekki sleppt því að dansa, það er það skemmtilegasta sem ég geri og ég gæti ekki gert eitthvað sem ekki tengist honum á einn eða annan hátt,“ segir Þyrí um þessa köllun sína.þyrí huld árnadóttirÁstarsaga í Ameríku Kærasti Þyríar heitir Hrafnkell, er ævintýramaður mikill og fimur dansari. Þau búa í miðbæ Reykjavíkur og hafa verið saman í fjögur ár. Ástin bankaði upp á fyrir tilstilli vinafólks sem grunaði að þau gætu átt samleið. „Vinkona mín kynnti okkur og við vorum með svona leynimerki, settu þumalinn upp ef þér finnst hann sætur en niður ef ekki,“ segir Þyrí og hlær að þessum skipulagða ástarhittingi. Þumallinn hefur haldist á lofti síðan þau hittust og segir Þyrí þau vera „skemmtilega ólík“ en þó hafa svipuð áhugamál. „Ég er mjög skipulögð og gæti auðveldlega gleymt mér í dansinum og vera bara heima að fara yfir tækni í nýju dansverki, en hann fær mig til að slaka á og horfa með sér á mynd og borða góðan mat,“ segir Þyrí með gleðiglampa í augunum. Parið eyðir töluverðum tíma í eldhúsinu og þar ræður skipulag og góð næring ríkjum. „Ég hef horfi mikið á heimildarmyndir sem fjalla um mat og næringu og sem dansari þá þarf ég að passa upp á að borða reglulega og borða orkuríkan mat og því eldum við mikið heima og tökum með okkur nesti,“ segir Þyrí, sem hvetur alla til að elda fyrir vikuna á sunnudagskvöldum. Nýlega lagði parið land undir fót og ferðuðust í sex mánuði um Suður-Ameríku. „Þetta var bara ótrúleg ferð og fórum við um Brasilíu, Bólivíu, Perú, Argentínu og Ekvador. Mér fannst Bólivía alveg frábær og það var magnað að sjá aðra lifnaðarhætti. Þar er fólk enn bara eins og í gamla daga, engar verslanir heldur allt á mörkuðunum og konurnar í hefðbundnum klæðnaði og það var mjög gaman að sjá það,“ segir Þyrí sem er þó glöð yfir að vera komin heim. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að taka sér hlé frá dansi til að ferðast kemur skipulagið upp í Þyrí, sem svarar um hæl: „Ég þefa dansinn uppi hvar sem ég er og passa að halda mér alltaf í formi.“ Til allrar lukku er Hrafnkell einnig góður dansari. „Við dönsuðum tangó í Argentínu en ég átti mjög erfitt með að leyfa honum að stýra því mér finnst ég betri dansari en hann og ég vil stjórna, en það erfitt í tangó en ætli það hafi ekki endað með því að ég bara stjórnaði þessu,“ segir Þyrí skellihlæjandi. Það er greinilegt að alltaf er stutt í húmorinn hjá þessari kraftmiklu ungu konu.Dans, dans, dans? Þyrí segir dansinn skipta sig höfuðmáli, sama hvort það er heima, á skemmtistað eða í sýningu. Hún er ein af sjö atvinnudönsurum hjá Íslenska dansflokknum og segist þakklát fyrir tækifærið en bendir jafnframt á að kjör dansara séu ekki með besta móti. „Ég er í fullri vinnu sem dansari auk þess að þurfa að halda mér í formi utan formlegs vinnutíma og stúdera danstækni í frítíma og eru byrjendalaun dansara um 240 þúsund krónur á mánuði, en margir eru í aukavinnu samhliða dansinum,“ segir Þyrí hissa. „Við fáum greidd að auki sýningarlaun en oft eru kannski bara þrjár sýningar á hverju verki svo það telur takmarkað,“ segir Þyrí og hvetur til opnari umræðu um kjör listamanna. Að vera dansari er ekki langlíf atvinna og hætta flestir fyrir fertugt að dansa. „Það að vera dansari felst oft líka í því að semja dansverk og það er einmitt það sem ég er að gera núna, semja verk fyrir börn frá fimm ára og upp í fimmta bekk með dansflokknum,“ segir Þyrí. Ofurhetjur munu leika þar stórt hlutverk. „Mér finnst svo mikilvægt að kynna dansinn fyrir börnum og fá þau inn í leikhúsið,“ segir Þyrí sem leggur áherslu á að dansverk séu fyrir alla að njóta enda túlkun hvers verks persónuleg upplifun. Þegar fram líða stundir vill Þyrí færa sig af sviðinu og baksviðs þar sem búningar og leikmynd eiga allan hennar huga. Á morgun frumsýnir Reykjavík dance productions og Gus Gus verkið Á vit, sem dansar á mörkum tónleika og danssýningar. „Þetta er tilraun til að vera með menningartengt efni á sumrin fyrir bæði ferðamenn og Íslendinga“ segir Þyrí um sýninguna sem bæði hefur verið sýnd í Danmörku og Rússlandi. „Erlendis þegar dansflokkurinn er með sýningar þá eru troðfullir salirnir og fólk slæst um miðana og það er mjög gefandi,“ segir Þyrí snortin. Hún segir jafnframt að „erlendis sé meiri menning fyrir dansi og fólk fer markvisst á danssýningar, það kannski vantar aðeins hér heima en það kemur,“ segir Þyrí vongóð. Nú er bara að kaupa sér miða á dansverk og fylgjast grannt með þessari ungu og efnilegu dömu.
Lífið Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira