Dikta spilar á Café Rosenberg í fyrsta sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júlí 2015 10:30 Meðlimir Diktu eru spenntir fyrir kvöldinu og lofa frábærum tónleikum. mynd/Florian Trykowski „Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frábær og í raun einstakur tónleikastaður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tónleikarnir að ákveðnu leyti órafmagnaðir. „Það verður alveg rafmagn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akureyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði daginn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleikarnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleikahaldi eftir að platan kemur út.Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ótrúlegt en satt, þá er þetta í fyrsta sinn sem við spilum á Rosenberg en það hefur samt verið á planinu í svona tíu ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Diktu. Sveitin kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld og er það í fyrsta sinn sem Dikta kemur fram á þessum vinsæla tónleikastað. „Það var meira að segja áður en staðurinn flutti sem við ákváðum að spila þarna en það hefur dregist aðeins,“ bætir Haukur Heiðar við léttur í lundu. Allir meðlimir sveitarinnar eru miklir aðdáendur staðarins og því mikil tilhlökkun í herbúðum Diktu. „Við höfum allir reglulega farið á tónleika þarna, þetta er frábær og í raun einstakur tónleikastaður.“ Hljómsveitin ætlar að leika lög af sínum langa ferli og setja þau í nýjan sparibúning enda verða tónleikarnir að ákveðnu leyti órafmagnaðir. „Það verður alveg rafmagn, það verða ljós og svona. Ég verð með rafmagnspíanó en þetta verður tónað niður. Við drögum rokkið aðeins úr þessu,“ útskýrir Haukur Heiðar. Dikta sendir frá sér sína fimmtu breiðskífu í september og ætlar meðal annars að leika lög af þeirri plötu. „Það eru nokkur lög af nýju plötunni sem eru komin í rólegri sparibúning og fólk fær því að heyra rólegu útgáfuna áður en það heyrir alvöru útgáfuna sem er á plötunni.“ Haukur Heiðar gerir ráð fyrir að nýja platan komi út snemma í september. Dikta hefur verið á ferð og flugi í allt sumar og er sveitin bókuð allar helgar í sumar. „Við förum svo um næstu helgi til Akureyrar og spilum á Græna hattinum næsta föstudagskvöld og á Siglufirði daginn eftir. Við erum bókaðir allar helgar í sumar og verðum í bænum um verslunarmannahelgina,“ útskýrir Haukur Heiðar. Hann gerir ráð fyrir að útgáfutónleikarnir fari fram í september og að sveitin verði á fullu í tónleikahaldi eftir að platan kemur út.Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00.
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning