Íslenska rappið í blóma Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2015 09:28 Íslensk rappmenning er í miklum vexti. Um þá staðreynd verður ekki deilt. Sjálfur tók ég þátt í rappbylgjunni sem tröllreið íslensku tónlistarlífi skömmu eftir aldamót. Því þykir mér sérstaklega gaman að sjá unga menn og konur taka listformið í nýjar hæðir. Fara með það í nýjar áttir og auðga íslenskt menningarlíf. Hér áður fyrr varð maður fyrir skotum frá ákveðnum týpum sem vildu gera lítið úr rappinu. Töldu rappmenninguna snúast um að herma eftir því sem væri að gerast í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu urðu íslenskir rapparar fyrir áhrifum frá stærstu stjörnum stefnunnar. En í dag hefur íslenska rappmenningin þróast á sinn eigin hátt og varpar oft ljósi á kima samfélagsins sem fáir þekkja og skilja. Ef ég væri beðinn um að lýsa íslenskri rappmenningu í örfáum orðum myndi ég vitna í texta rapparans Arnars Freys Frostasonar, rappara í sveitinni Úlfur Úlfur: „„Self made“ braskari með ættir að rekja til bænda/ „beilaði“ því „homie“ ég var fæddur til að „grænda“.“ Setningin fangar svo margt og stendur svo falleg með enskuslettunum. Nánast dulkóðuð og gerir ráð fyrir ákveðnum lágmarksskilningi á dægurmenningu og ensku. Það fallega við menninguna er að hún er í stöðugri þróun. Hún endurspeglar mannlífið hverju sinni. Ég er því viss um að mannfræðingar framtíðarinnar munu skoða rappmenninguna um allan heim gaumgæfilega og komast að ýmsu sem ekki væri hægt að læra annars staðar. Rappformið er nefnilega tiltölulega einfalt. Tónlistin er oftast samin í tölvu og auðveldar það alla vinnslu við lögin. Þannig geta rapparar gefið út mikið af efni án þess að kosta miklu til. Þetta gefur öllum rödd, sem eykur á fegurð listformsins. Vonandi mun rappið fá þann sess sem það á skilið í íslensku tónlistarlífi og fá sinn eigin flokk á stærstu verðlaunahátíðum landsins. Það er í raun löngu tímabært, því margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins eru rapparar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun
Íslensk rappmenning er í miklum vexti. Um þá staðreynd verður ekki deilt. Sjálfur tók ég þátt í rappbylgjunni sem tröllreið íslensku tónlistarlífi skömmu eftir aldamót. Því þykir mér sérstaklega gaman að sjá unga menn og konur taka listformið í nýjar hæðir. Fara með það í nýjar áttir og auðga íslenskt menningarlíf. Hér áður fyrr varð maður fyrir skotum frá ákveðnum týpum sem vildu gera lítið úr rappinu. Töldu rappmenninguna snúast um að herma eftir því sem væri að gerast í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu urðu íslenskir rapparar fyrir áhrifum frá stærstu stjörnum stefnunnar. En í dag hefur íslenska rappmenningin þróast á sinn eigin hátt og varpar oft ljósi á kima samfélagsins sem fáir þekkja og skilja. Ef ég væri beðinn um að lýsa íslenskri rappmenningu í örfáum orðum myndi ég vitna í texta rapparans Arnars Freys Frostasonar, rappara í sveitinni Úlfur Úlfur: „„Self made“ braskari með ættir að rekja til bænda/ „beilaði“ því „homie“ ég var fæddur til að „grænda“.“ Setningin fangar svo margt og stendur svo falleg með enskuslettunum. Nánast dulkóðuð og gerir ráð fyrir ákveðnum lágmarksskilningi á dægurmenningu og ensku. Það fallega við menninguna er að hún er í stöðugri þróun. Hún endurspeglar mannlífið hverju sinni. Ég er því viss um að mannfræðingar framtíðarinnar munu skoða rappmenninguna um allan heim gaumgæfilega og komast að ýmsu sem ekki væri hægt að læra annars staðar. Rappformið er nefnilega tiltölulega einfalt. Tónlistin er oftast samin í tölvu og auðveldar það alla vinnslu við lögin. Þannig geta rapparar gefið út mikið af efni án þess að kosta miklu til. Þetta gefur öllum rödd, sem eykur á fegurð listformsins. Vonandi mun rappið fá þann sess sem það á skilið í íslensku tónlistarlífi og fá sinn eigin flokk á stærstu verðlaunahátíðum landsins. Það er í raun löngu tímabært, því margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins eru rapparar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun