Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:30 Bjarnveig og Skúli í göngutúr í grennd við bæinn sinn Ytra-Áland, nánar tiltekið niðri á Kálfsnesi. Vísir/Mynd úr einkasafni Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“ Svalbarðshreppur Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“
Svalbarðshreppur Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira