OMAM gefur Dalai Lama lag í afmælisgjöf Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. júlí 2015 09:00 Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu. Mynd/Meredith Truax Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar. Platan ber titilinn The Art of Peace: Songs for Tibet II og kemur út á mánudaginn en það er jafnframt afmælisdagur Dalai Lama sem er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet. Í von um að platan nái athygli yngri hlustendahóps og breiði út friðarboðskap Dalai Lama víðar, eru nýrri hljómsveitir og tónlistarmenn með efni á plötunni eins og til dæmis Lorde sem söng eitt vinsælasta lag ársins 2013, Royals. Árið 2008 kom út platan Songs for Tibet og má segja að hún sé undanfari þessarar plötu en hún kom út þegar að mikil spenna var á milli Tíbet og Kína. Ágóði af sölu plötunnar mun renna til starfsemi góðgerðarsamtakanna Art of Peace sem byggð er á hugsjón Dalai Lama. Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hefur nýja platan, Beneath The Skin, fengið frábærar viðtökur um heim allan. Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men á lag á plötu sem gefin er út í tilefni áttræðisafmælis Dalai Lama. Lagið King and Lionheart verður á plötunni en á henni er einnig að finna lög eftir nokkra af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar, eins og Peter Gabriel, Sting og Kate Bush svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er okkur mikill heiður að eiga lag á plötu til heiðurs áttræðisafmæli Dalai Lama. Við stukkum á tækifærið til að geta stutt starfsemi The Art Of Peace Foundation. Það er ekki slæmt að fá að gefa Dalai Lama King and Lionheart í afmælisgjöf!“ segir Ragnar Þórhallsson, annar söngvara hljómsveitarinnar. Platan ber titilinn The Art of Peace: Songs for Tibet II og kemur út á mánudaginn en það er jafnframt afmælisdagur Dalai Lama sem er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet. Í von um að platan nái athygli yngri hlustendahóps og breiði út friðarboðskap Dalai Lama víðar, eru nýrri hljómsveitir og tónlistarmenn með efni á plötunni eins og til dæmis Lorde sem söng eitt vinsælasta lag ársins 2013, Royals. Árið 2008 kom út platan Songs for Tibet og má segja að hún sé undanfari þessarar plötu en hún kom út þegar að mikil spenna var á milli Tíbet og Kína. Ágóði af sölu plötunnar mun renna til starfsemi góðgerðarsamtakanna Art of Peace sem byggð er á hugsjón Dalai Lama. Of Monsters and Men er um þessar mundir á tónleikaferð um Evrópu og hefur nýja platan, Beneath The Skin, fengið frábærar viðtökur um heim allan.
Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira