Fáðu fjölskylduna með í lið Rikka skrifar 6. júlí 2015 14:00 Vísir/Getty Það getur verið mikil vinna að halda mörgum boltum á lofti í einu. Líkamsrækt, vinnan, fjölskyldan og vinirnir þurfa sína athygli en er hægt með einhverju móti að einfalda lífið með jákvæðum árangri?Börn æfa með foreldrum Fyrir þá sem eru að æfa sig undir maraþon, aðrar keppnir eða hreinlega vilja halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi getur verið erfitt að sameina æfingar, vinnuna og hvað þá fjölskyldulífið. Við sem þjálfum reglulega erum allt of dugleg að setja börnin okkar í pössun á meðan við foreldrarnir æfum. Stundum er það þó raunin að það er hvorki staður né stund fyrir börnin að vera með á æfingum og þá fer betur um þau í höndum annarra á meðan. Þar sem mikil heilsuefling hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin ár gefur það augaleið að það eru fleiri foreldrar sem stunda reglubundna líkamsrækt og þar af leiðandi fleiri börn sem þurfa stað til að vera á, nú eða vera með? Fleiri og fleiri íþróttastöðvar og samtök eru farin að svara þessari eftirspurn. Til að mynda er nýafstaðin fjallahjólakeppni í Heiðmörk á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur en þar var boðið meðal annars upp á Krakkaþraut. Framtak líkt og þetta verður til þess að fjölskyldan stundar íþróttina saman og vinnur að sameiginlegum markmiðum. Einnig má nefna crossfit-grunnnámskeið fyrir börn sem nokkrar líkamsræktarstöðvar standa fyrir, að því loknu geta börnin æft upp að einhverju marki með foreldrum sínum. Fyrir þá foreldra sem fara reglulega út að hlaupa er upplagt að bjóða krökkunum að hjóla með nú eða skokka rólega og kynna íþróttina þannig í rólegheitum fyrir þeim.Verum góð fyrirmynd Með því að taka börnin með okkur erum við þeim góðar fyrirmyndir og sýnum þeim hvað það skiptir miklu máli að huga að heilsunni. Við fáum víst bara þennan eina líkama í þessari jarðvist og skiptir höfuðmáli að huga vel að honum. Líkamsrækt og hreyfing er ekki eitthvað sem á að taka stundum fyrir heldur ætti hún að vera ofarlega á forgangslistanum líkt og gott mataræði og svefn. Þegar við sjálf erum í góðu jafnvægi stöndum við okkur betur sem foreldrar og í þeim verkefnum sem við höfum tekið að okkur. Kennum börnum okkar góðar venjur og gefum þeim gott veganesti til framtíðar. Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það getur verið mikil vinna að halda mörgum boltum á lofti í einu. Líkamsrækt, vinnan, fjölskyldan og vinirnir þurfa sína athygli en er hægt með einhverju móti að einfalda lífið með jákvæðum árangri?Börn æfa með foreldrum Fyrir þá sem eru að æfa sig undir maraþon, aðrar keppnir eða hreinlega vilja halda sér í góðu líkamlegu og andlegu formi getur verið erfitt að sameina æfingar, vinnuna og hvað þá fjölskyldulífið. Við sem þjálfum reglulega erum allt of dugleg að setja börnin okkar í pössun á meðan við foreldrarnir æfum. Stundum er það þó raunin að það er hvorki staður né stund fyrir börnin að vera með á æfingum og þá fer betur um þau í höndum annarra á meðan. Þar sem mikil heilsuefling hefur verið í þjóðfélaginu undanfarin ár gefur það augaleið að það eru fleiri foreldrar sem stunda reglubundna líkamsrækt og þar af leiðandi fleiri börn sem þurfa stað til að vera á, nú eða vera með? Fleiri og fleiri íþróttastöðvar og samtök eru farin að svara þessari eftirspurn. Til að mynda er nýafstaðin fjallahjólakeppni í Heiðmörk á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur en þar var boðið meðal annars upp á Krakkaþraut. Framtak líkt og þetta verður til þess að fjölskyldan stundar íþróttina saman og vinnur að sameiginlegum markmiðum. Einnig má nefna crossfit-grunnnámskeið fyrir börn sem nokkrar líkamsræktarstöðvar standa fyrir, að því loknu geta börnin æft upp að einhverju marki með foreldrum sínum. Fyrir þá foreldra sem fara reglulega út að hlaupa er upplagt að bjóða krökkunum að hjóla með nú eða skokka rólega og kynna íþróttina þannig í rólegheitum fyrir þeim.Verum góð fyrirmynd Með því að taka börnin með okkur erum við þeim góðar fyrirmyndir og sýnum þeim hvað það skiptir miklu máli að huga að heilsunni. Við fáum víst bara þennan eina líkama í þessari jarðvist og skiptir höfuðmáli að huga vel að honum. Líkamsrækt og hreyfing er ekki eitthvað sem á að taka stundum fyrir heldur ætti hún að vera ofarlega á forgangslistanum líkt og gott mataræði og svefn. Þegar við sjálf erum í góðu jafnvægi stöndum við okkur betur sem foreldrar og í þeim verkefnum sem við höfum tekið að okkur. Kennum börnum okkar góðar venjur og gefum þeim gott veganesti til framtíðar.
Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira