Íslenskur ljósmyndari vekur heimsathygli Guðrún Ansnes skrifar 2. júlí 2015 15:00 Sigga Ella notar myndavélina til að koma mikilvægum skilaboðum út í kosmósið. Vísir/Ernir Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr. Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr.
Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30