Íslenskur ljósmyndari vekur heimsathygli Guðrún Ansnes skrifar 2. júlí 2015 15:00 Sigga Ella notar myndavélina til að koma mikilvægum skilaboðum út í kosmósið. Vísir/Ernir Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr. Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Mér finnst það frábært hvað Baldvin hefur fengið mikla athygli, það eru mjög margir sem vita ekkert um sjúkdóminn,“ segir Sigga Ella, ljósmyndari. Sigga Ella hefur fengið mikið lof í lófa meðal erlendra fjölmiðla vegna myndaseríunnar Baldvin, sem hefur nú tekist á flug í netheimum. Um ræðir myndaþátt sem hún vann í samstarfi við Baldvin, sem eru hagsmuna- og baráttusamtök fólks með alopecia. Þau leituðu til hennar og úr varð að hún myndaði sjö konur sem vilja meðal annars vekja athygli almennings á sjúkdómnum. „Fjöldi erlendra miðla hefur haft samband og ég hef fengið margar fyrirspurnir,“ segir Sigga Ella og nefnir að RTL í Þýskalandi og Daily Mail muni birta myndaseríuna á næstunni.Sigga EllaHuffington Post hefur þegar sett myndaþáttinn í loftið og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Ég fæ mikið af póstum frá fólki sem þakkar fyrir að sýna sjúkdóminn með þessum hætti og sömuleiðis hefur skapast vettvangur í athugasemdakerfinu þar sem fólk með alopecia spjallar saman, sem er gríðarlega mikilvægt og dýrmætt. Það er gott að finna til þess að serían geti gefið fólki aukakraft með þessum hætti.“Sigga EllaAðspurð hvernig miðlarnir hafi komist á snoðir um myndaþáttinn segir hún að fyrr á árinu hafi hún sent inn myndaþáttinn Fyrst og fremst er ég, í gegnum svokallað iReport á vegum CNN, og hafi á augabragði fengið viðbrögð við þeim þætti. „Ég átti nú ekki von á því, það er allajafna erfitt að komast að og alls ekkert víst að maður geri það. En þeir höfðu mikinn áhuga, og fór sú sería eiginlega um allan heim líka,“ útskýrir Sigga. Sú myndasería fjallaði um einstaklinga með Downs heilkenni og birtist til að mynda í The Metro, Daily Mail, CNN og á fleiri stöðum um allan heim. „Sú sería var samt gerð á eftir Baldvini, þó að hún hafi náð heimsathygli á undan,“ bendir Sigga Ella á. Sigga EllaSigga Ella hefur mikinn áhuga á fólki og málefnum og finnst gott að geta sýnt það í gegnum ljósmyndun með þeim hætti sem hún hefur verið að gera. Hana langar mikið til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um það sem oft orsakar fordóma og annað í þeim dúr.
Menning Tengdar fréttir Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Fyrst og fremst er ég Ljósmyndarinn Sigga Ella opnar sýningu í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. 6. febrúar 2015 14:30