Tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júlí 2015 10:00 Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson sýpur hér á kaffi á milli takna glaður í bragði Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík eftir Sólveigu Anspach. Myndin heitir L‘effet Aquatique og er íslensk/frönsk framleiðsla. Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi. Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar. Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.Sólveig Anspach leikstýrir myndinni. Þá leikstýrði hún einnig myndinni, Lulu Femme Nue, en sú mynd sýndi mestan hagnað árið 2013 í Frakklandi.VísirLeikstjóri myndarinnar er, eins og fyrr segir, Sólveig Anspach en hún hefur leikstýrt fjölda mynda, líkt og íslensku myndunum Stormviðri og Skrapp út. Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.Hér sjáum við hluta af þeim búnaði sem notaður var í upptökunum.Hér er hluti hópsins að gera klárt fyrir upptökur en þær fóru fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Undanfarið hafa staðið yfir tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík eftir Sólveigu Anspach. Myndin heitir L‘effet Aquatique og er íslensk/frönsk framleiðsla. Hún skartar mörgum þekktum íslenskum leikurum og þar má nefna Diddu Jónsdóttur, Frosta Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhannes Hauk Jóhannesson, Kristbjörgu Kjeld og Nönnu Kristínu. Aðalhlutverkin leika frönsku leikararnir Florence Loiret Caille og Samir Guesmi en þau eru nokkuð þekktir leikarar í Frakklandi. Tökur fóru meðal annars fram í tónlistarhúsinu Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Hvalfirði og víðar. Um er að ræða gamanmynd og er hún í raun framhald af myndunum Skrapp út og Queen of Montreiul sem Sólveig leikstýrði einnig.Sólveig Anspach leikstýrir myndinni. Þá leikstýrði hún einnig myndinni, Lulu Femme Nue, en sú mynd sýndi mestan hagnað árið 2013 í Frakklandi.VísirLeikstjóri myndarinnar er, eins og fyrr segir, Sólveig Anspach en hún hefur leikstýrt fjölda mynda, líkt og íslensku myndunum Stormviðri og Skrapp út. Á undanförnum árum hefur hún sannað sig sem einn af fremstu leikstjórum Frakklands og var seinasta mynd hennar, Lulu Femme Nue, sú mynd sem sýndi mestan hagnað árið 2013 þarlendis. Sólveig skrifar einnig handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Zik Zak kvikmyndir og Ex Nihilo framleiða myndina. Zik Zak hefur meðal annars framleitt kvikmyndirnar Nói albinói, Brim, Eldfjall, Svartur á leik og París norðursins.Hér sjáum við hluta af þeim búnaði sem notaður var í upptökunum.Hér er hluti hópsins að gera klárt fyrir upptökur en þær fóru fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu á dögunum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira