Ungur upptökustjóri á uppleið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 26. júní 2015 10:30 Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér. Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér.
Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40
Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03
Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00
Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00