Látum okkur leiðast Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. júní 2015 07:00 Við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Ég er búin að hugsa mikið um þessi orð Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans, sem hún lét falla í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í síðustu viku. Ég fór að velta fyrir mér hversu langt það er síðan ég lét mér hreinlega leiðast. Þessi tilfinning úr æsku þegar manni leiddist alveg óendanlega og hafði ekkert að gera. Þegar maður var að bíða eftir einhverju eða hafði hreinlega ekkert að gera. Mínúturnar liðu eins og klukkustundir. Tíminn var óendanlegur. Hvað var hægt að gera? Þegar manni leiddist fór hugurinn á flug sem varð yfirleitt til þess að manni datt eitthvað stórfenglegt í hug. Fór út og fann vini, gerði dyraat, símaat eða skrifaði sögu. Í leiðanum blómstrar nefnilega ímyndunaraflið og bestu hugmyndirnar fæðast. Því miður er það orðið þannig í dag að flestir hafa glatað þeim merka eiginleika að láta sér leiðast. Eflaust eru margir fegnir en það er samt missir að því. Það er alltaf allt á fullu og afþreying úti um allt. Sjónvarp, tölvur, iPad og símar eru alltof stór hluti af lífi flestra og eins frábær og tækni er þá stjórnar hún samt lífi okkar margra að miklu leyti. Börn í dag eru yfirleitt ekki vön að láta sér leiðast. Foreldrarnir eru alltaf á fullu í sínu og finna þess vegna endalausa afþreyingu fyrir börnin líka; leiki í iPadinum eða skella teiknimynd á. Sökin er okkar fullorðnu og líklega erum við að einhverju leyti að svipta börnin okkar þeirri merku iðju að kunna að láta sér leiðast. Það er hollt að láta sér leiðast og við ættum að gera meira af því. Hvíla aðeins alla afþreyinguna og finna gleðina í leiðanum. Ég ætla svo sannarlega að stefna að því að láta mér leiðast meira. Eins mótsagnakennt og fáránlegt og það hljómar þá er bara svo mikilvægt að kunna að láta sér leiðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun
Við þurfum að kunna að láta okkur leiðast. Maður missir af miklu að kunna ekki að láta sér leiðast, það er svo gott fyrir sálartetrið.“ Ég er búin að hugsa mikið um þessi orð Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítalans, sem hún lét falla í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í síðustu viku. Ég fór að velta fyrir mér hversu langt það er síðan ég lét mér hreinlega leiðast. Þessi tilfinning úr æsku þegar manni leiddist alveg óendanlega og hafði ekkert að gera. Þegar maður var að bíða eftir einhverju eða hafði hreinlega ekkert að gera. Mínúturnar liðu eins og klukkustundir. Tíminn var óendanlegur. Hvað var hægt að gera? Þegar manni leiddist fór hugurinn á flug sem varð yfirleitt til þess að manni datt eitthvað stórfenglegt í hug. Fór út og fann vini, gerði dyraat, símaat eða skrifaði sögu. Í leiðanum blómstrar nefnilega ímyndunaraflið og bestu hugmyndirnar fæðast. Því miður er það orðið þannig í dag að flestir hafa glatað þeim merka eiginleika að láta sér leiðast. Eflaust eru margir fegnir en það er samt missir að því. Það er alltaf allt á fullu og afþreying úti um allt. Sjónvarp, tölvur, iPad og símar eru alltof stór hluti af lífi flestra og eins frábær og tækni er þá stjórnar hún samt lífi okkar margra að miklu leyti. Börn í dag eru yfirleitt ekki vön að láta sér leiðast. Foreldrarnir eru alltaf á fullu í sínu og finna þess vegna endalausa afþreyingu fyrir börnin líka; leiki í iPadinum eða skella teiknimynd á. Sökin er okkar fullorðnu og líklega erum við að einhverju leyti að svipta börnin okkar þeirri merku iðju að kunna að láta sér leiðast. Það er hollt að láta sér leiðast og við ættum að gera meira af því. Hvíla aðeins alla afþreyinguna og finna gleðina í leiðanum. Ég ætla svo sannarlega að stefna að því að láta mér leiðast meira. Eins mótsagnakennt og fáránlegt og það hljómar þá er bara svo mikilvægt að kunna að láta sér leiðast.