Leikarinn RJ Mitte, sem flestir þekkja sem Walter jr., kom fram á sinni fyrstu tískusýningu í Mílanó á dögunum.
Leikarinn ungi, sem er á skrá hjá Elite Model-skrifstofunni, lokaði sýningu Vivienne Westwood með pompi og prakt.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Westwood ræður óhefðbundin módel til þess að sýna fyrir sig á tískusýningum, en stjarnan úr Game of Thrones, Gwendoline Christie, sýndi fyrir hana í mars á þessu ári.
Breaking Bad-stjarna sýnir föt
Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
