Lífið

Stelpur rokka! í Hörpu

Stelpum finnst gaman að rokka
Stelpum finnst gaman að rokka MYND/SUNNA INGÓLFSDÓTTIR
"Við erum að halda svona námskeið í fyrsta sinn í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Sunna Ingólfsdóttir, ein kvenna úr skipulagsteymi Stelpur rokka!, en þær bjóða 13 til 16 ára stelpum í ókeypis lagasmíðavinnusmiðju í Hörpu á sunnudag í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist. Þær Sunna, Auður Viðarsdóttir og Hildur Vala Einarsdóttir sjá um kennslu.

Vinnusmiðjan er ólík öðrum smiðjum Stelpur rokka! að því leytinu til að um er að ræða einn dag, þar sem átta stelpur koma fyrir hádegi og átta eftir hádegi.

Félagasamtökin Stelpur rokka! fagna sínu fjórða starfsári í ár og hafa áður haft rokkbúðir yfir sumartímann og veturinn.

Hljóðgervlar, forrit og öpp notuð til tónlistarsköpunar.MYND/SUNNA INGÓLFSDÓTTIR
„Stelpunum er skipt upp í hópa og við búum til lag með takti, hljóðfærum, búum til texta og syngjum. Svo tökum við lagið upp. Pælingin er að þær læri að taka upp lag og geti svo endurtekið leikinn heima hjá sér. Þetta er öðruvísi en rokkbúðirnar, þar sem lokatakmarkið er tónleikar. Þetta er upptökukennsla og lagið endar á netinu nánast um leið og námskeiðinu lýkur.“

Námskeiðið er haldið í sal á áttundu hæð Hörpu á sunnudag.

„Það er ótrúlegt útsýni þaðan og þetta er frábær staður til þess að læra að taka upp. Við erum gríðarlega spenntar fyrir þessu,“ útskýrir Sunna. 

„Það eru ennþá laus pláss og við tökum við bókunum á kiton@kiton.is. Það eru allar stelpur velkomnar á þessu aldursbili, það er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða og transkrakkar eru hjartanlega velkomnir. Við prófum alls konar græjur, hljóðgervla, forrit og öpp og lærum um fjölbreyttar tónlistarkonur í leiðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.