Verða á skjánum í tvo sólarhringa Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2015 12:00 Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ætla sér að vera hressar og ferskar í fjörutíu tíma. Vísir/pjetur „Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna. Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
„Þetta verður blanda einhverri hasar-andvöku og táfýlu,“ segir Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem mun stýra beinni útsendingu frá WOW Cyclothon-keppninni sem hefst í kvöld. Eins og kom fram á Vísi í gær verður gerð tilraun til lengstu og flóknustu beinu útsendingar í sjónvarpssögunni á Íslandi. Beina útsendingin verður í um 40 klukkustundir og verða Sigríður Elva og Friðrika Hjördís Geirsdóttir á skjánum nánast allan tímann. Sigríður segist spennt að vita hvernig þær vinkonurnar verði orðnar undir lokin á þessari maraþonútsendingu „Ég veit nú ekki hvernig þetta verður þarna undir lokin. Líklegast verður ekkert gáfulegt sagt þarna síðustu klukkutímana, sem ætti að vera frábært sjónvarp.“ Sigríður segist ekki kvíða því að segja eitthvað sem ekki á við í beinni útsendingu og útskýrir hlæjandi fyrir blaðamanni: „Ég hef litlar áhyggjur af því. Ég hef nú ekki verið þekkt fyrir að segja margt af viti í sjónvarpi undanfarin ár.“ Hún segir varla hægt að undirbúa sig líkamlega fyrir svona törn eins og útsendingin verður. „Kannski að kaupa þrjá pakka af Nescafé og sprauta því beint í æð. En þetta verður heljarinnar þrekvirki að vaka svona. Vonandi nær maður nú einhverjum blundum þarna inn á milli. Annars er ég nýkomin frá Bandaríkjunum, þannig að svefninn er nú þegar kominn í svolítið rugl hjá mér.“ Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júní og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark. Útsendingin verður einnig aðgengileg hér á Vísi. Teymið mun fylgja eftir 10 manna liðunum frá upphafi og taka þau tali á leiðinni, kanna stemningu í hópunum og heimsækja fylgdarbíla liðanna. Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farið hefur verið í frá upphafi hérlendis, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna.
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18 WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00 Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58 Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00 Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin er orðinn stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. 23. júní 2015 14:18
WOW Cyclothon hefst á morgun Yfir 1000 keppendur leggja af stað frá Laugardalsvelli. 22. júní 2015 19:00
Lengsta og flóknasta beina útsendingin á Íslandi frá upphafi Stöð 2 hefur ákveðið að sýna frá WOW cyclothon keppninni frá upphafi til enda og það í beinni stjónvarspútsendingu. 19. júní 2015 13:58
Hjólinu stolið daginn fyrir WOW Cyclothon: „Ég held að þjófurinn hafi verið að elta hópinn“ „Hjólinu var stolið hér fyrir utan höfuðstöðvar WOW,“ segir Egill Reynisson, sem ætlar sér að taka þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Egill er starfsmaður hjá flugfélaginu og keppir því fyrir lið WOW. 23. júní 2015 15:00