Byrjað upp á nýtt í True Detective Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. júní 2015 11:00 Colin Farell leikur lögreglumann sem er tilbúinn að fara á svig við lög og reglur. Hér má sjá hann við tökur á myndinni. Verðlaunaþættirnir True Detective snúa aftur á skjáinn í byrjun næstu viku. Fyrsta þáttaröðin vakti ótrúlega athygli og fékk mikið lof gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda. Handritið þótti framúrskarandi, en aðeins einn höfundur var skrifaður fyrir því, Nic Pizzolatto að nafni. Leikstjórinn Cary Fukunaga kom dulúð handritsins vel til skila á skjáinn auk þess sem leikur aðalleikaranna þótti algjörlega framúrskarandi. Þeir Matthew McConaughey og Woody Harrelson fönguðu athygli áhorfenda sem ólíkir leynilögreglumenn sem rannsökuðu dularfull morð. Þeir munu þó hverfa á brott í annarri þáttaröðinni. Algjörlega nýtt lið leikara er í nýju þáttaröðinni, auk þess sem nýr leikstjóri er við stjórnvölinn. Justin Lin, sem gert hefur Fast and the Furious myndirnar settist í leikstjórastólinn. Aðalhlutverkin eru í höndum stórleikaranna Colins Farrell, Vince Vaughn, Rachel McAdams og Íslandsvinarins Taylors Kitsch, sem er reglulegur gestur hér á landi þar sem hann myndar náttúruna og blandar geði við Íslendinga.Nýtt sögusvið Athygli vekur að í nýju þáttaröðinni er algjörlega skipt um sögusvið. Hin dularfullu fen Louisiana verða kvödd og við tekur Kaliforníuríki. Í stað tveggja meginpersóna sem eiga í erfiðleikum með sjálfar sig fáum við nú fjórar slíkar. Athygli vekur að Vince Vaughn, sem er þekktastur fyrir leik í ærslafullum gamanmyndum, tekur að sér hlutverk glæpaforingja sem svífst víst einskis. Samkvæmt fréttaflutningi erlendis liggur persóna Vaughns undir grun fyrir morð á háttsettum embættismanni borgarinnar. Lík hans finnst illa útleikið. Áhorfendur fylgjast svo með þremur rannsóknarlögreglumönnum sem koma að rannsókn málsins. Allar persónurnar hafa sinn djöful að draga. Persóna Rachel McAdams er drykkfelld, persóna Taylor Kitsch er þjökuð af hræðslu og persóna Colins Farell er gjörn á að beygja reglurnar að eigin hentisemi.Matthew McConaughey og Woody Harrelson þóttu vinna leiksigur í fyrstu þáttaröðinni.Allt annað tempó Gagnrýnendur sem hafa séð fyrsta þáttinn í þessari annarri þáttaröð segja að hann sé mjög frábrugðin því sem tíðkaðist í fyrstu seríunni. Tempóið virðist vera talsvert breytt og spilar sögusviðið þar talsvert inn í. Víðáttan í Louisana bauð upp á skemmtilega myndatöku sem jók á upplifun áhorfenda. En með nýjum leikstjóra virðist sem hlutirnir séu talsvert breyttir. Miðað við framgang mála í síðustu þáttaröð er þó fullt tilefni til að treysta handritshöfundinum Nic Pizzolatto til að halda áhorfendum spenntum í gegnum seríuna. Gagnrýnendur hafa lofað frammistöðu Vince Vaughn í fyrsta þættinum. Ferill Vaughns hefur ekki verið á sama róli og hann var fyrir nokkrum árum; myndirnar sem hann hefur leikið í hafa gengið illa í sölu undanfarin ár. En frammistaða hans í þáttunum lofar góðu og gæti endurreist feril hans, að sögn gagnrýnenda sem hafa séð fyrsta þáttinn.Þessi mynd er frá tökum á nýju þáttaröðinni.Sýndur samtímis True Detective verður sem fyrr á dagskrá Stöðvar 2. Sýningum á þáttunum átta verður háttað eins og sýningum á Game of Thrones. True Detective verður sem sagt á dagskrá á sama tíma hér á landi og í Bandaríkjunum. Það þýðir að fyrsti þátturinn verður á dagskrá klukkan eitt aðfaranótt mánudags. Beðið er eftir þáttaröðinni með mikilli eftirvæntingu bæði hérlendis og erlendis. Fyrsta þáttaröðin fékk fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hún var tilnefnd til Grammy-verðlaunana sem besta stutta þáttaröðin og voru bæði Matthew McConaughey og Woody Harrelson einnig tilnefndir til verðlauna á þeirri hátíð. Sá fyrrnefndi fékk verðlaun á verðlaunahátíð gagnrýnenda sem besti leikarinn í drama-þáttaröð. Alls fékk fyrsta þáttaröðin af True Detective ellefu verðlaun á stórum hátíðum ytra og er með 9,3 í meðaleinkunn í alþjóðlega gagnagrunninum IMDb, en sú einkunn er unnin upp úr skoðunum tæplega 240 þúsund áhorfenda. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Verðlaunaþættirnir True Detective snúa aftur á skjáinn í byrjun næstu viku. Fyrsta þáttaröðin vakti ótrúlega athygli og fékk mikið lof gagnrýnenda jafnt sem áhorfenda. Handritið þótti framúrskarandi, en aðeins einn höfundur var skrifaður fyrir því, Nic Pizzolatto að nafni. Leikstjórinn Cary Fukunaga kom dulúð handritsins vel til skila á skjáinn auk þess sem leikur aðalleikaranna þótti algjörlega framúrskarandi. Þeir Matthew McConaughey og Woody Harrelson fönguðu athygli áhorfenda sem ólíkir leynilögreglumenn sem rannsökuðu dularfull morð. Þeir munu þó hverfa á brott í annarri þáttaröðinni. Algjörlega nýtt lið leikara er í nýju þáttaröðinni, auk þess sem nýr leikstjóri er við stjórnvölinn. Justin Lin, sem gert hefur Fast and the Furious myndirnar settist í leikstjórastólinn. Aðalhlutverkin eru í höndum stórleikaranna Colins Farrell, Vince Vaughn, Rachel McAdams og Íslandsvinarins Taylors Kitsch, sem er reglulegur gestur hér á landi þar sem hann myndar náttúruna og blandar geði við Íslendinga.Nýtt sögusvið Athygli vekur að í nýju þáttaröðinni er algjörlega skipt um sögusvið. Hin dularfullu fen Louisiana verða kvödd og við tekur Kaliforníuríki. Í stað tveggja meginpersóna sem eiga í erfiðleikum með sjálfar sig fáum við nú fjórar slíkar. Athygli vekur að Vince Vaughn, sem er þekktastur fyrir leik í ærslafullum gamanmyndum, tekur að sér hlutverk glæpaforingja sem svífst víst einskis. Samkvæmt fréttaflutningi erlendis liggur persóna Vaughns undir grun fyrir morð á háttsettum embættismanni borgarinnar. Lík hans finnst illa útleikið. Áhorfendur fylgjast svo með þremur rannsóknarlögreglumönnum sem koma að rannsókn málsins. Allar persónurnar hafa sinn djöful að draga. Persóna Rachel McAdams er drykkfelld, persóna Taylor Kitsch er þjökuð af hræðslu og persóna Colins Farell er gjörn á að beygja reglurnar að eigin hentisemi.Matthew McConaughey og Woody Harrelson þóttu vinna leiksigur í fyrstu þáttaröðinni.Allt annað tempó Gagnrýnendur sem hafa séð fyrsta þáttinn í þessari annarri þáttaröð segja að hann sé mjög frábrugðin því sem tíðkaðist í fyrstu seríunni. Tempóið virðist vera talsvert breytt og spilar sögusviðið þar talsvert inn í. Víðáttan í Louisana bauð upp á skemmtilega myndatöku sem jók á upplifun áhorfenda. En með nýjum leikstjóra virðist sem hlutirnir séu talsvert breyttir. Miðað við framgang mála í síðustu þáttaröð er þó fullt tilefni til að treysta handritshöfundinum Nic Pizzolatto til að halda áhorfendum spenntum í gegnum seríuna. Gagnrýnendur hafa lofað frammistöðu Vince Vaughn í fyrsta þættinum. Ferill Vaughns hefur ekki verið á sama róli og hann var fyrir nokkrum árum; myndirnar sem hann hefur leikið í hafa gengið illa í sölu undanfarin ár. En frammistaða hans í þáttunum lofar góðu og gæti endurreist feril hans, að sögn gagnrýnenda sem hafa séð fyrsta þáttinn.Þessi mynd er frá tökum á nýju þáttaröðinni.Sýndur samtímis True Detective verður sem fyrr á dagskrá Stöðvar 2. Sýningum á þáttunum átta verður háttað eins og sýningum á Game of Thrones. True Detective verður sem sagt á dagskrá á sama tíma hér á landi og í Bandaríkjunum. Það þýðir að fyrsti þátturinn verður á dagskrá klukkan eitt aðfaranótt mánudags. Beðið er eftir þáttaröðinni með mikilli eftirvæntingu bæði hérlendis og erlendis. Fyrsta þáttaröðin fékk fjölda verðlauna og viðurkenninga. Hún var tilnefnd til Grammy-verðlaunana sem besta stutta þáttaröðin og voru bæði Matthew McConaughey og Woody Harrelson einnig tilnefndir til verðlauna á þeirri hátíð. Sá fyrrnefndi fékk verðlaun á verðlaunahátíð gagnrýnenda sem besti leikarinn í drama-þáttaröð. Alls fékk fyrsta þáttaröðin af True Detective ellefu verðlaun á stórum hátíðum ytra og er með 9,3 í meðaleinkunn í alþjóðlega gagnagrunninum IMDb, en sú einkunn er unnin upp úr skoðunum tæplega 240 þúsund áhorfenda.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira