Okkur þykir báðum ákaflega vænt um þetta illmenni Magnús Guðmundsson skrifar 17. júní 2015 13:30 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir er leikstjóri og framleiðandi sýningarinnar á Ríkharði III. og fram undan eru átta leiklistarhátíðir í sumar og Ísland næsta sumar. Mynd/ Tom Oakes „Við vorum með vinnustofu í Hafnarbíói í nóvember, sýndum svo í Prag í lok maí og það gekk líka svona glimrandi vel,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri og framleiðandi Brite Theater í Edinborg, þar sem hún er búsett. Kolbrún lærði í Listaháskólanum hér heima, hélt til Bretlands 2011 og tók masterspróf í sviðsetningum á Shakespeare árið 2013. Einnar leikkonu leiksýning Kolbrúnar og leikkonunnar Emily Carding á Ríkharði III., meistaraverki Williams Shakespeare, sló vægast sagt í gegn á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag í liðinni viku þar sem hún gerði sér lítið fyrir og fór heim með öll þrenn verðlaunin sem eru veitt á hátíðinni. En slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu þessarar virtu leiklistarhátíðar. Ein verðlaun eru veitt þeirri sýningu sem best þykir fanga anda hátíðarinnar, önnur fyrir að veita sérstakan innblástur og þau þriðju eru svo framkomu- eða leikaraverðlaun. „Þetta var auðvitað afar óvænt og gleðilegt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að gera þetta sjálfar og fjármagna úr eigin vasa en nú vonumst við til þess að fleiri hátíðir leiti til okkar og það hjálpar okkur mikið. Við verðum á átta hátíðum í sumar og það stefnir í að þeim muni halda áfram að fjölga með haustinu. Næsta sumar komum við svo til Íslands og verðum á Act Alone-einleikshátíðinni og það er mikið tilhlökkunarefni.“ „Það er ein kona að leika allan Ríkharð og áhorfendurnir eru allar hinar persónurnar,“ segir Kolbrún og er að vonum glöð með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið. „Áhorfendurnir fá nafnspjöld með sínum karakter og þurfa svo að taka á móti því sem Ríkharður lætur dynja á þeim. Fólk þekkir verkið auðvitað misvel en í Prag var til að mynda kona á meðal áhorfenda sem skyrpti á Ríkharð á hárréttu augnabliki og hún greinilega þekkti sinn Shakespeare. Það sem er svo skemmtilegt við Ríkharð er að hann talar mikið við sína áhorfendur. Lætur uppi um öll sín áform og gerir okkur meðsek í öllu sínu brölti og við ákváðum að taka þennan eiginleika hans eins langt og við gátum.“ Kolbrún segir að þær Emily eigi það sameiginlegt að þykja afskaplega vænt um Ríkharð þótt hann sé illmenni. „Þetta er einhvers konar Stokkhólmsheilkenni hjá okkur. Svo fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan öll þessi heift kemur og komumst að því að hann hefur vissulega sínar ástæður. Í raun er hann að vinna af heilindum fyrir sína þjóð, svona eins og stjórnmálamenn eru líkast til alla jafna að gera að eigin mati, en óneitanlega tekst þeim misvel upp.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við vorum með vinnustofu í Hafnarbíói í nóvember, sýndum svo í Prag í lok maí og það gekk líka svona glimrandi vel,“ segir Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikstjóri og framleiðandi Brite Theater í Edinborg, þar sem hún er búsett. Kolbrún lærði í Listaháskólanum hér heima, hélt til Bretlands 2011 og tók masterspróf í sviðsetningum á Shakespeare árið 2013. Einnar leikkonu leiksýning Kolbrúnar og leikkonunnar Emily Carding á Ríkharði III., meistaraverki Williams Shakespeare, sló vægast sagt í gegn á Fringe-leiklistarhátíðinni í Prag í liðinni viku þar sem hún gerði sér lítið fyrir og fór heim með öll þrenn verðlaunin sem eru veitt á hátíðinni. En slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu þessarar virtu leiklistarhátíðar. Ein verðlaun eru veitt þeirri sýningu sem best þykir fanga anda hátíðarinnar, önnur fyrir að veita sérstakan innblástur og þau þriðju eru svo framkomu- eða leikaraverðlaun. „Þetta var auðvitað afar óvænt og gleðilegt og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við höfum verið að gera þetta sjálfar og fjármagna úr eigin vasa en nú vonumst við til þess að fleiri hátíðir leiti til okkar og það hjálpar okkur mikið. Við verðum á átta hátíðum í sumar og það stefnir í að þeim muni halda áfram að fjölga með haustinu. Næsta sumar komum við svo til Íslands og verðum á Act Alone-einleikshátíðinni og það er mikið tilhlökkunarefni.“ „Það er ein kona að leika allan Ríkharð og áhorfendurnir eru allar hinar persónurnar,“ segir Kolbrún og er að vonum glöð með viðtökurnar sem sýningin hefur fengið. „Áhorfendurnir fá nafnspjöld með sínum karakter og þurfa svo að taka á móti því sem Ríkharður lætur dynja á þeim. Fólk þekkir verkið auðvitað misvel en í Prag var til að mynda kona á meðal áhorfenda sem skyrpti á Ríkharð á hárréttu augnabliki og hún greinilega þekkti sinn Shakespeare. Það sem er svo skemmtilegt við Ríkharð er að hann talar mikið við sína áhorfendur. Lætur uppi um öll sín áform og gerir okkur meðsek í öllu sínu brölti og við ákváðum að taka þennan eiginleika hans eins langt og við gátum.“ Kolbrún segir að þær Emily eigi það sameiginlegt að þykja afskaplega vænt um Ríkharð þótt hann sé illmenni. „Þetta er einhvers konar Stokkhólmsheilkenni hjá okkur. Svo fórum við að velta því fyrir okkur hvaðan öll þessi heift kemur og komumst að því að hann hefur vissulega sínar ástæður. Í raun er hann að vinna af heilindum fyrir sína þjóð, svona eins og stjórnmálamenn eru líkast til alla jafna að gera að eigin mati, en óneitanlega tekst þeim misvel upp.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira