Getum Tékkað okkur inn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 08:00 Kolbeinn Sigþórsson tryggir hér Íslandi 2-1 sigur á Tékkum og þar með toppsætið í riðlinum. Fréttablaðið/Ernir Íslenska þjóðin var send með bros á vör í sumarfrí eftir stórglæsilegan endurkomusigur, 2-1, hjá íslenska landsliðinu í fótbolta í gærkvöldi gegn því tékkneska. Eftir að lenda 1-0 undir, þvert gegn gangi leiksins, komu strákarnir til baka með mörkum fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Kolbeins Sigþórssonar og tryggðu sér sigurinn. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og reyndu að nýta sér föst leikatriði. Þeir fengu engin færi, ekkert frekar en í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sæll og glaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt liðið vildi gera mistök enda leiddu mistök til allra þriggja markanna í fyrri leiknum. Íslenska liðið var þó hugrakkara og fékk nokkur ágæt tækifæri. Næst komst Gylfi Þór Sigurðsson því að skora þegar hann mundaði gullfótinn í tvígang úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Gylfi var, eins og áður í keppninni, alveg frábær inni á miðsvæðinu með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson með sér. Aron Einar heldur áfram að spila eins og kóngur, límir saman vörn og miðju. Gylfi nýtur þess að spila við hliðina á honum og stýrði spilinu á miðsvæðinu eins og umferðarlögregla. Besti fótboltamaðurinn á Laugardalsvelli var í íslenska liðinu í gær. „Fyrri hálfleikurinn var alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki mikla áhættu og mér leið eins og þeir vildu fyrst og fremst verja stigið,“ sagði Lagerbäck. Okkar menn ætluðu sér að vinna leikinn og komu flottir út í seinni hálfleikinn. Það var upp úr þurru sem Borak Dockal kom gestunum yfir með draumamarkið, en eftir það sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir og rúmlega það. Ísland pressaði stíft eftir markið og leyfði Tékkunum ekki að fagna. Það var ekkert minna en sanngjarnt þegar fyrirliðinn Aron Einar stangaði boltann í netið eftir magnaða sendingu Ara Freys inn á teiginn. Aron setti allan þann fítónskraft sem hann átti í skallann enda þarf ekkert minna til að koma boltanum fram hjá Petr Cech. Eftir markið var aldrei spurning um hvort liðið myndi skora aftur. Ísland var einfaldlega miklu betri aðilinn. Tékkarnir réðu ekkert við liðspressu íslenska liðsins og gátu lítið annað gert en að sparka boltanum aftur í fangið á íslensku strákunum. Það er einfaldlega þannig að íslenska liðið er orðið svo gott, skipulagt og baráttuglatt að lið eins og Tékkland verður að sætta sig við löng neyðarspörk fram völlinn. Enginn fagnaði marki Kolbeins Sigþórssonar meira en hann sjálfur. Eyðimerkurgöngunni loksins lokið. Hann hafði ekki átt neitt sérstakan leik fram að markinu þó að hann hafi verið duglegur eins og alltaf, en færið kláraði hann eins og heimsklassa framherji. Ef við Íslendingar megum einhvern tíma tapa okkur í hinni alíslensku bjartsýni er það núna. Og sú bjartsýni er ekki byggð á sandi. Við eigum tvo heimaleiki eftir gegn slökustu þjóðum riðilsins, en þó erfiða útileiki. Verkefnið þarf að klára, engin spurning. Strákarnir fóru samt langt með að tékka sig inn til Frakklands í gærkvöldi. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góða möguleika núna,“ sagði Lagerbäck sem er allt annað en yfirlýsingaglaður. Það ætti að segja okkur eitthvað. „Við erum búnir að spila við öll bestu liðin í riðlinum og þau eiga eftir innbyrðisleiki.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira
Íslenska þjóðin var send með bros á vör í sumarfrí eftir stórglæsilegan endurkomusigur, 2-1, hjá íslenska landsliðinu í fótbolta í gærkvöldi gegn því tékkneska. Eftir að lenda 1-0 undir, þvert gegn gangi leiksins, komu strákarnir til baka með mörkum fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Kolbeins Sigþórssonar og tryggðu sér sigurinn. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og reyndu að nýta sér föst leikatriði. Þeir fengu engin færi, ekkert frekar en í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sæll og glaður á blaðamannafundi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Hvorugt liðið vildi gera mistök enda leiddu mistök til allra þriggja markanna í fyrri leiknum. Íslenska liðið var þó hugrakkara og fékk nokkur ágæt tækifæri. Næst komst Gylfi Þór Sigurðsson því að skora þegar hann mundaði gullfótinn í tvígang úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Gylfi var, eins og áður í keppninni, alveg frábær inni á miðsvæðinu með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson með sér. Aron Einar heldur áfram að spila eins og kóngur, límir saman vörn og miðju. Gylfi nýtur þess að spila við hliðina á honum og stýrði spilinu á miðsvæðinu eins og umferðarlögregla. Besti fótboltamaðurinn á Laugardalsvelli var í íslenska liðinu í gær. „Fyrri hálfleikurinn var alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki mikla áhættu og mér leið eins og þeir vildu fyrst og fremst verja stigið,“ sagði Lagerbäck. Okkar menn ætluðu sér að vinna leikinn og komu flottir út í seinni hálfleikinn. Það var upp úr þurru sem Borak Dockal kom gestunum yfir með draumamarkið, en eftir það sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir og rúmlega það. Ísland pressaði stíft eftir markið og leyfði Tékkunum ekki að fagna. Það var ekkert minna en sanngjarnt þegar fyrirliðinn Aron Einar stangaði boltann í netið eftir magnaða sendingu Ara Freys inn á teiginn. Aron setti allan þann fítónskraft sem hann átti í skallann enda þarf ekkert minna til að koma boltanum fram hjá Petr Cech. Eftir markið var aldrei spurning um hvort liðið myndi skora aftur. Ísland var einfaldlega miklu betri aðilinn. Tékkarnir réðu ekkert við liðspressu íslenska liðsins og gátu lítið annað gert en að sparka boltanum aftur í fangið á íslensku strákunum. Það er einfaldlega þannig að íslenska liðið er orðið svo gott, skipulagt og baráttuglatt að lið eins og Tékkland verður að sætta sig við löng neyðarspörk fram völlinn. Enginn fagnaði marki Kolbeins Sigþórssonar meira en hann sjálfur. Eyðimerkurgöngunni loksins lokið. Hann hafði ekki átt neitt sérstakan leik fram að markinu þó að hann hafi verið duglegur eins og alltaf, en færið kláraði hann eins og heimsklassa framherji. Ef við Íslendingar megum einhvern tíma tapa okkur í hinni alíslensku bjartsýni er það núna. Og sú bjartsýni er ekki byggð á sandi. Við eigum tvo heimaleiki eftir gegn slökustu þjóðum riðilsins, en þó erfiða útileiki. Verkefnið þarf að klára, engin spurning. Strákarnir fóru samt langt með að tékka sig inn til Frakklands í gærkvöldi. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góða möguleika núna,“ sagði Lagerbäck sem er allt annað en yfirlýsingaglaður. Það ætti að segja okkur eitthvað. „Við erum búnir að spila við öll bestu liðin í riðlinum og þau eiga eftir innbyrðisleiki.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Sjá meira