Tékkar urðu fyrir áfalli um síðustu helgi þegar aðalframherji liðsins, David Lafata, meiddist á æfingu landsliðsins, en hann verður ekki með í stórleiknum í Laugardalnum í kvöld.
Lafata er leikmaður Sparta Prag í tékknesku deildinni þar sem hann lauk keppni sem markahæsti maður deildarinnar. Hann skoraði 20 mörk og er einn fyrsti maður á skýrslu.
Góð ráð eru dýr fyrir Tékka sem hafa ekki úr mörgum úrvalsframherjum að velja. Til greina koma þeir Tomas Necid, leikmaður Zwolle í Hollandi, og Milan Skoda, 29 ára gamall nýliði sem leikur með Slavia Prag.
Tékkneskir blaðamenn tippa á að Vrba þjálfari velji Necid fram yfir Skoda sem var næstmarkahæstur í tékknesku deildinni á síðustu leiktíð. Er haldið að 30 leikja reynsla Necids með landsliðinu skipti sköpum þar sem Skoda hefur ekki enn spilað landsleik.
Hjá íslenska liðinu stendur valið hjá Lars og Heimi á milli Jóns Daða Böðvarssonar og Eiðs Smára í framlínuna. Jón Daði byrjaði fyrstu fjóra leikina en Eiður kom sterkur inn gegn Kasakstan og skoraði. Hann hefur þó ekki spilað leik í 41 dag en Jón Daði er á fullu með Viking. Annað verður líklega óbreytt.
Skoda verður ekki startað
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
