Lífið snerist á hvolf sigga dögg skrifar 12. júní 2015 11:45 Vísir/Stefán og einkasafn Anna Svava Knútsdóttir er leikkona og mætti segja að hún væri Tina Fey okkar Íslendinga. Hún er einnig nýbökuð móðir hins gullfallega Arnars Orra. Hún er flestum kunn fyrir gamanmál sín og þar eru ofarlega í huga bráðskemmtilegar auglýsingar þar sem hún er misheppin í skakkaföllum lífsins auk gamanmála sem hún fór með ásamt grínhópnum Mið-Íslandi. Hér tjáir hún sig um móðurhlutverkið, ástina og framtíðina í leiklist og ísgerð.Erfitt móðurhlutverk Anna Svava býr með Gylfa Þór Valdimarssyni matreiðslumanni og ísgerðarmanni. Saman eignuðust þau nýlega soninn Arnar Orra, en fyrir á Gylfi synina Jökul, 11 ára, og Ask, 6 ára. Fæðingin gekk frekar illa og segist Anna Svava helst ekki vilja ræða hana eða endurupplifa. „Ég var búin að horfa á yfir 600 fæðingar, ég hafði horft á alla þættina af One Born Every Minute og ég hélt ég vissi allt og sama hvað gerðist, þá væri ég undirbúin,“ segir Anna Svava sannfærð um gildi þekkingarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. „Barnið kom svo bara ekkert út, hann festist eitthvað og sneri vitlaust og svo var hann tekinn og allt í einu var ég bara saumuð og fært ristað brauð, bara alein og fyrsta myndin sem ég sé af barninu er þegar Gylfi setur inn myndband af honum á Facebook,“ segir Anna Svava. „Ég horfði á myndbandið svona tólf sinnum og við vorum að tala saman á Facebook um hvernig honum liði uppi á vökudeild á meðan það var verið að græja mig,“ segir Anna Svava og hlær að fáránleika aðstæðna. Það var svo tíminn sem tók við þegar barnið var komið sem Önnu Svövu þótti erfiður og hún var algerlega óundirbúin fyrir. „Ég varð fyrir smá svona, ekki beint vonbrigðum, en af hverju sagði enginn manni að það væri svona erfitt að verða mamma?“ segir Anna Svava og bætir við að hún hafi grátið fyrstu þrjár vikurnar eftir að Arnar Orri kom í heiminn. „Allir töluðu bara um hvort ég væri kvíðin fyrir fæðingunni og fæðingu og meðgöngu en enginn sagði hvað gerist þegar maður kemur heim,“ furðar Anna Svava sig á. „Mér fannst þetta allt saman ógeðslega erfitt, bæði að geta ekki setið og svo bara allt, að verða mamma, og ég bara grét, meira að segja yfir því sem mér fannst ekkert erfitt eins og að fá mér appelsínu,“ segir Anna Svava í hreinskilni.Arnar Orri GylfasonVísir/EinkasafnMamman tekin með trompi Blaðamanni eru rétt myndaalbúm með útprentuðum ljósmyndum af nýfæddum drengnum, hríðunum og fæðingunni og er ekki frá því að tíminn hafi færst aftur um tvo áratugi. „Æ, við vorum að skipta um síma og þá var bara prentað og sett í albúm,“ segir Anna Svava sem að sögn barnsföður síns er mjög skipulögð. Heimilið er mjög fallegt og litríkt og sem dæmi um viðamikla þekkingu móðurinnar á græjum sem eru „nauðsynlegar“ fyrir nýfætt barn, þá hangir litríkur barnaórói yfir borðstofuborðinu. „Ég var búin að lesa mikið af bókum um barnauppeldi,“ segir Anna Svava ákveðin. En hún segist hafa viljað fá hreinskilnari og opnari umræður um móðurhlutverkið og betri undirbúning: „Það vantar bara bók sem fjallar um þetta allt á aðgengilegan og góðan hátt og svona tabú hluti eins og að kúka og að maður t.d. fær aðra svitalykt og svoleiðis,“ segir Anna Svava sem hefur slegið nokkur lyklaslög inn í skjal og verður framtíðin að ráða því hvað gerist í kjölfarið.Anna Svava og GylfiVísir/EinkasafnSéntilmaður á barnum Anna Svava kynntist Gylfa sínum á skemmtistaðnum Austri. Það var leiðindaveður sem gerði það að verkum að þau rákust hvort á annað. „Ég var alltaf að reyna koma honum saman við vinkonu mína en hún benti mér á að hann væri nú reyndar að skoða mig en ekki sig,“ segir Anna Svava og hlær og virtist það koma henni í opna skjöldu. „Ég var bara ekkert að pæla í því að fara að hitta einhvern gæja, ég var bara komin með nóg af svona gaurum einhverjum svo ég tók ekkert eftir því að hann væri að reyna við mig,“ bætir Anna Svava við. Það var svo ekki fyrr en Gylfi sýndi af sér herramannslega takta á dansgólfinu sem Anna Svava sá hann í nýju ljósi. „Hann dansar eins og brjálæðingur og það er alltaf svo gaman hjá honum en það var ekki það sem heillaði mig heldur þegar einn strákur datt í gólfið og hann hjálpaði honum upp og passaði að allt væri í lagi með hann,“ segir Anna Svava sem bráðnaði yfir bjargvættinum. Þau sigldu þó ekki alveg lygnan sjó því Gylfi veiktist heiftarlega á öðru stefnumóti. „Þetta var hræðilegt, hann var bara með upp og niður og ég þurfti bara að vera að hjúkra honum og það heima hjá mér, ekki beint rómantískt,“ segir Anna Svava sem er ekki frá því að þetta hafi bara styrkt þau frekar en ekki. Þau hjónaleysin eru ekki á leið í hnapphelduna á næstunni en Anna Svava skrifar það algerlega á bóndann á heimilinu: „Hann nennir ekki að gifta sig aftur því þetta er víst bara eitthvað sem maður gerir einu sinni og af því hann gerði það einu sinni þá er það bara búið,“ segir Anna Svava og glottir út í annað. „Hann segir að þetta sé eitthvað út af pökkunum, að það sé svo asnalegt að fá tvisvar brúðkaupsgjafir en ég meina, ég hef aldrei gift mig, getur fólk ekki bara gefið mér gjöf í brúðkaupinu?“ bætir Anna Svava hreinskilnislega við með kímnum undirtóni. Það er greinilegt að þetta mál á eftir að ræða til hlítar.Í vinnunni í ValdísVísir/EinkasafnLífið er ís í formi Gylfi og Anna Svava eru eigendur ísbúðarinnar Valdísar úti á Granda. Flestir sem átt hafa leið um höfuðborgarsvæðið kannast vel við frumlegu bragðtegundirnar sem prýða heimabakað vöffluformið. Gylfi og Anna Svava sjá saman um reksturinn en Gylfi býr til ísinn og Anna Svava sér um reikningana, starfsmannamál, samfélagsmiðlana og margt annað. „Þetta er ógeðslega mikil vinna, að vera svona sjálfstætt, þá er maður alltaf í vinnunni en það er líka gaman að byggja upp svona fyrirtæki,“ segir Anna Svava og rennir yfir ósvaraðan póst í snjallsímanum. „Við erum alltaf í vinnunni,“ bætir hún við. „Greyið Arnar Orri að eiga foreldra sem reka ísbúð, hann á eftir að lifa á ís og verður alltaf á kantinum í ísbúðinni,“ segir Anna Svava hlæjandi og bætir þá Gylfi við að hann hafi nú þegar smakkað ís, aðeins tveggja mánaða gamall. Þá er Önnu Svövu ekki eins skemmt enda segja foreldrahandbækurnar að forðast skuli sykur eins og heitan eldinn. „Ég á allar bækurnar og er búin að lesa allt,“ bendir Anna Svava sambýlismanni sínum og barnsföður góðlátlega á.Arnar Orri og Askur stóri bróðirVísir/EinkasafnArnar Orri sjónvarpsstjarna í Danmörku Í haust fer Anna Svava í tökur á nýjum gamanþætti fyrir RÚV sem teknir verða upp í Danmörku. „Við munum ferðast um Danmörku í húsbíl og þar verður Arnar Orri með í för en þetta er svona gamanmál um uppákomurnar sem við lendum í,“ segir Anna Svava. „Ætli það verði ekki stressandi að hafa hann með en ég get ekki hugsað mér að fara án hans. Hann verður bara að standa sig og leika í þáttunum,“ segir Anna Svava með breitt bros á vör. „En hann á að vera mömmustrákur þegar hann verður stór og aldrei að fara að heiman og sitja bara og drekka te með aldraðri móður sinni, eins og allir góðir synir,“ bætir Anna Svava við með blöndu af einlægni og gríni. Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Anna Svava Knútsdóttir er leikkona og mætti segja að hún væri Tina Fey okkar Íslendinga. Hún er einnig nýbökuð móðir hins gullfallega Arnars Orra. Hún er flestum kunn fyrir gamanmál sín og þar eru ofarlega í huga bráðskemmtilegar auglýsingar þar sem hún er misheppin í skakkaföllum lífsins auk gamanmála sem hún fór með ásamt grínhópnum Mið-Íslandi. Hér tjáir hún sig um móðurhlutverkið, ástina og framtíðina í leiklist og ísgerð.Erfitt móðurhlutverk Anna Svava býr með Gylfa Þór Valdimarssyni matreiðslumanni og ísgerðarmanni. Saman eignuðust þau nýlega soninn Arnar Orra, en fyrir á Gylfi synina Jökul, 11 ára, og Ask, 6 ára. Fæðingin gekk frekar illa og segist Anna Svava helst ekki vilja ræða hana eða endurupplifa. „Ég var búin að horfa á yfir 600 fæðingar, ég hafði horft á alla þættina af One Born Every Minute og ég hélt ég vissi allt og sama hvað gerðist, þá væri ég undirbúin,“ segir Anna Svava sannfærð um gildi þekkingarinnar. Allt kom þó fyrir ekki. „Barnið kom svo bara ekkert út, hann festist eitthvað og sneri vitlaust og svo var hann tekinn og allt í einu var ég bara saumuð og fært ristað brauð, bara alein og fyrsta myndin sem ég sé af barninu er þegar Gylfi setur inn myndband af honum á Facebook,“ segir Anna Svava. „Ég horfði á myndbandið svona tólf sinnum og við vorum að tala saman á Facebook um hvernig honum liði uppi á vökudeild á meðan það var verið að græja mig,“ segir Anna Svava og hlær að fáránleika aðstæðna. Það var svo tíminn sem tók við þegar barnið var komið sem Önnu Svövu þótti erfiður og hún var algerlega óundirbúin fyrir. „Ég varð fyrir smá svona, ekki beint vonbrigðum, en af hverju sagði enginn manni að það væri svona erfitt að verða mamma?“ segir Anna Svava og bætir við að hún hafi grátið fyrstu þrjár vikurnar eftir að Arnar Orri kom í heiminn. „Allir töluðu bara um hvort ég væri kvíðin fyrir fæðingunni og fæðingu og meðgöngu en enginn sagði hvað gerist þegar maður kemur heim,“ furðar Anna Svava sig á. „Mér fannst þetta allt saman ógeðslega erfitt, bæði að geta ekki setið og svo bara allt, að verða mamma, og ég bara grét, meira að segja yfir því sem mér fannst ekkert erfitt eins og að fá mér appelsínu,“ segir Anna Svava í hreinskilni.Arnar Orri GylfasonVísir/EinkasafnMamman tekin með trompi Blaðamanni eru rétt myndaalbúm með útprentuðum ljósmyndum af nýfæddum drengnum, hríðunum og fæðingunni og er ekki frá því að tíminn hafi færst aftur um tvo áratugi. „Æ, við vorum að skipta um síma og þá var bara prentað og sett í albúm,“ segir Anna Svava sem að sögn barnsföður síns er mjög skipulögð. Heimilið er mjög fallegt og litríkt og sem dæmi um viðamikla þekkingu móðurinnar á græjum sem eru „nauðsynlegar“ fyrir nýfætt barn, þá hangir litríkur barnaórói yfir borðstofuborðinu. „Ég var búin að lesa mikið af bókum um barnauppeldi,“ segir Anna Svava ákveðin. En hún segist hafa viljað fá hreinskilnari og opnari umræður um móðurhlutverkið og betri undirbúning: „Það vantar bara bók sem fjallar um þetta allt á aðgengilegan og góðan hátt og svona tabú hluti eins og að kúka og að maður t.d. fær aðra svitalykt og svoleiðis,“ segir Anna Svava sem hefur slegið nokkur lyklaslög inn í skjal og verður framtíðin að ráða því hvað gerist í kjölfarið.Anna Svava og GylfiVísir/EinkasafnSéntilmaður á barnum Anna Svava kynntist Gylfa sínum á skemmtistaðnum Austri. Það var leiðindaveður sem gerði það að verkum að þau rákust hvort á annað. „Ég var alltaf að reyna koma honum saman við vinkonu mína en hún benti mér á að hann væri nú reyndar að skoða mig en ekki sig,“ segir Anna Svava og hlær og virtist það koma henni í opna skjöldu. „Ég var bara ekkert að pæla í því að fara að hitta einhvern gæja, ég var bara komin með nóg af svona gaurum einhverjum svo ég tók ekkert eftir því að hann væri að reyna við mig,“ bætir Anna Svava við. Það var svo ekki fyrr en Gylfi sýndi af sér herramannslega takta á dansgólfinu sem Anna Svava sá hann í nýju ljósi. „Hann dansar eins og brjálæðingur og það er alltaf svo gaman hjá honum en það var ekki það sem heillaði mig heldur þegar einn strákur datt í gólfið og hann hjálpaði honum upp og passaði að allt væri í lagi með hann,“ segir Anna Svava sem bráðnaði yfir bjargvættinum. Þau sigldu þó ekki alveg lygnan sjó því Gylfi veiktist heiftarlega á öðru stefnumóti. „Þetta var hræðilegt, hann var bara með upp og niður og ég þurfti bara að vera að hjúkra honum og það heima hjá mér, ekki beint rómantískt,“ segir Anna Svava sem er ekki frá því að þetta hafi bara styrkt þau frekar en ekki. Þau hjónaleysin eru ekki á leið í hnapphelduna á næstunni en Anna Svava skrifar það algerlega á bóndann á heimilinu: „Hann nennir ekki að gifta sig aftur því þetta er víst bara eitthvað sem maður gerir einu sinni og af því hann gerði það einu sinni þá er það bara búið,“ segir Anna Svava og glottir út í annað. „Hann segir að þetta sé eitthvað út af pökkunum, að það sé svo asnalegt að fá tvisvar brúðkaupsgjafir en ég meina, ég hef aldrei gift mig, getur fólk ekki bara gefið mér gjöf í brúðkaupinu?“ bætir Anna Svava hreinskilnislega við með kímnum undirtóni. Það er greinilegt að þetta mál á eftir að ræða til hlítar.Í vinnunni í ValdísVísir/EinkasafnLífið er ís í formi Gylfi og Anna Svava eru eigendur ísbúðarinnar Valdísar úti á Granda. Flestir sem átt hafa leið um höfuðborgarsvæðið kannast vel við frumlegu bragðtegundirnar sem prýða heimabakað vöffluformið. Gylfi og Anna Svava sjá saman um reksturinn en Gylfi býr til ísinn og Anna Svava sér um reikningana, starfsmannamál, samfélagsmiðlana og margt annað. „Þetta er ógeðslega mikil vinna, að vera svona sjálfstætt, þá er maður alltaf í vinnunni en það er líka gaman að byggja upp svona fyrirtæki,“ segir Anna Svava og rennir yfir ósvaraðan póst í snjallsímanum. „Við erum alltaf í vinnunni,“ bætir hún við. „Greyið Arnar Orri að eiga foreldra sem reka ísbúð, hann á eftir að lifa á ís og verður alltaf á kantinum í ísbúðinni,“ segir Anna Svava hlæjandi og bætir þá Gylfi við að hann hafi nú þegar smakkað ís, aðeins tveggja mánaða gamall. Þá er Önnu Svövu ekki eins skemmt enda segja foreldrahandbækurnar að forðast skuli sykur eins og heitan eldinn. „Ég á allar bækurnar og er búin að lesa allt,“ bendir Anna Svava sambýlismanni sínum og barnsföður góðlátlega á.Arnar Orri og Askur stóri bróðirVísir/EinkasafnArnar Orri sjónvarpsstjarna í Danmörku Í haust fer Anna Svava í tökur á nýjum gamanþætti fyrir RÚV sem teknir verða upp í Danmörku. „Við munum ferðast um Danmörku í húsbíl og þar verður Arnar Orri með í för en þetta er svona gamanmál um uppákomurnar sem við lendum í,“ segir Anna Svava. „Ætli það verði ekki stressandi að hafa hann með en ég get ekki hugsað mér að fara án hans. Hann verður bara að standa sig og leika í þáttunum,“ segir Anna Svava með breitt bros á vör. „En hann á að vera mömmustrákur þegar hann verður stór og aldrei að fara að heiman og sitja bara og drekka te með aldraðri móður sinni, eins og allir góðir synir,“ bætir Anna Svava við með blöndu af einlægni og gríni.
Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira