Frjáls femínisti 12. júní 2015 12:59 Femínísk barátta verður að fá að vera alls konar. Ég taldi mig til að mynda leggja mitt af mörkum í baráttuna með því að ritstýra bók sem innihélt kynferðislegar fantasíur kvenna. Með henni var ég að sameina mína uppáhaldsmálstaði; frjálslyndi og kynfrelsi. Þetta var minn femínismi en það voru aldeilis ekki allir femínistar sammála því. Ég fékk satt best að segja að finna fyrir því og var brigslað um allt frá óheilindum til þess að vera lögbrjótur. Í smáu samfélagi er auðvelt að bogna undan háðsglósum þeirra sem hafa slegið eign sinni á málaflokk á háværan hátt. En það þýddi ekkert að væla undan því. Þeir sem voru þarna ósammála mér máttu að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir á því hvernig við eflum jafnrétti, alveg eins og ég. Það var þá bara mitt að tala hátt og skýrt og hnarreist um að mér finnst að konur megi gera og segja og hugsa nákvæmlega það sem þær vilja svo lengi sem þær meiða engan annan. Það var þá mitt að reyna að spyrna gegn því sem mér finnst einlægt óþolandi; þegar sífellt er verið að vernda konur fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, og þá ekki síst þegar á að vernda þær fyrir sjálfum sér því þær ku ekki vita hvað þær gjöra. Enginn á einhvern málaflokk. Því verður að vera í boði að fá að vera efins um stífa kynjakvóta í öllum heimsins mengjum eða finnast vond þróun að dómstóll götunnar leggi mannorð ódæmdra manna í rúst. Og þó að einhverjir svari því þá til að með því sé maður gegnsýrður af feðraveldinu eða beri ekki virðingu fyrir þolendum kynferðisbrota verður að hafa það. Það á að vera í boði að hafa mismunandi skoðanir á því hvernig jafnrétti skuli náð. Og það á að vera í boði fyrir konur að takast á um þær skoðanir. Konur eru ekki eitt stórt sammála mengi sem hefur mistekist ef það er ekki í stanslausu hópknúsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun
Femínísk barátta verður að fá að vera alls konar. Ég taldi mig til að mynda leggja mitt af mörkum í baráttuna með því að ritstýra bók sem innihélt kynferðislegar fantasíur kvenna. Með henni var ég að sameina mína uppáhaldsmálstaði; frjálslyndi og kynfrelsi. Þetta var minn femínismi en það voru aldeilis ekki allir femínistar sammála því. Ég fékk satt best að segja að finna fyrir því og var brigslað um allt frá óheilindum til þess að vera lögbrjótur. Í smáu samfélagi er auðvelt að bogna undan háðsglósum þeirra sem hafa slegið eign sinni á málaflokk á háværan hátt. En það þýddi ekkert að væla undan því. Þeir sem voru þarna ósammála mér máttu að sjálfsögðu hafa sínar skoðanir á því hvernig við eflum jafnrétti, alveg eins og ég. Það var þá bara mitt að tala hátt og skýrt og hnarreist um að mér finnst að konur megi gera og segja og hugsa nákvæmlega það sem þær vilja svo lengi sem þær meiða engan annan. Það var þá mitt að reyna að spyrna gegn því sem mér finnst einlægt óþolandi; þegar sífellt er verið að vernda konur fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, og þá ekki síst þegar á að vernda þær fyrir sjálfum sér því þær ku ekki vita hvað þær gjöra. Enginn á einhvern málaflokk. Því verður að vera í boði að fá að vera efins um stífa kynjakvóta í öllum heimsins mengjum eða finnast vond þróun að dómstóll götunnar leggi mannorð ódæmdra manna í rúst. Og þó að einhverjir svari því þá til að með því sé maður gegnsýrður af feðraveldinu eða beri ekki virðingu fyrir þolendum kynferðisbrota verður að hafa það. Það á að vera í boði að hafa mismunandi skoðanir á því hvernig jafnrétti skuli náð. Og það á að vera í boði fyrir konur að takast á um þær skoðanir. Konur eru ekki eitt stórt sammála mengi sem hefur mistekist ef það er ekki í stanslausu hópknúsi.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun