Hjónin voru með höllina leigða í einn dag og á vef TMZ kemur fram að Kim hafi borgað yfir fjórtán milljónir króna fyrir leiguna.
Fjölskylda hjónanna og vinir voru í góðum gír en gestalistinn í gleðskapnum var stjörnum prýddur. NBA-stjörnurnar Russell Westbrook, John Wall og James Harden mættu í afmæliskörfuboltann. Þá voru stjörnur á borð við Justin Bieber, Tyga og Pusha T einnig á svæðinu. Bandaríski söngvarinn John Legend söng þjóðsönginn við góðar undirtektir.
Alvöru NBA-dómarar dæmdu afmælisleikinn og þá tóku klappstýrur Los Angeles Lakers nokkur dansspor til að létta mönnum lundina enn frekar og styðja við bakið á West.
Körfuboltahetjurnar Kobe Bryant, Magic Johnson, Carmelo Anthony, Shaquille O'Neal og Scottie Pippen komu fram í myndböndum í afmælinu sem birtust á skjánum í Höllinni.