Gefur út göngubók og skipuleggur fyrstu göngugarpa útihátíðina Guðrún Ansnes skrifar 6. júní 2015 12:00 Einar Skúlason hefur gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur. Hann gaf nýlega út bókina Lóa með strá í nefinu og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar. Mýrarboltinn Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
„Hugmyndin er að hver gönguleið sé ævintýri, ekki bara fallegt útsýni,“ segir Einar Skúlason göngugarpur, sem nýlega gaf út göngubókina Lóa með strá í nefi og setur á fót fyrstu gönguútihátíðina á Íslandi um verslunarmannahelgina. „Bókin er til þess fallin að gera fólki kleift að fara aðrar leiðir en bara Esjuna og Úlfarsfellið, og bæta þá aðeins kjöti á beinin með upplýsingunum sem fylgja hverri leið,“ segir Einar. Sjálfur hefur hann verið iðinn við kolann og gengið mikið með gönguklúbbnum Vesen og Vergangur, og haft gaman af að segja sögur. „Ég fór að kynna mér staðina betur og grafast fyrir um sögur, svo þaðan spratt hugmyndin að þessari leiðsögubók,“ útskýrir Einar. Auk þess að ýta bókinni úr vör er Einar í óðaönn að undirbúa útihátíð sérsniðna að göngugörpum um verslunarmannahelgina. „Hátíðin verður haldin á Súðavík í samstarfi við heimamenn. Munu heimamenn sjá um leiðsögnina. Það verður ákaflega gaman að fá svona persónulega leiðsögn um svæðið,“ bendir Einar á og segir eitthvað fyrir alla á hátíðinni: „Yfir helgina verður farið í fimmtán gönguferðir, bæði fjölskylduvænar og svo strembnari fyrir þá sem treysta sér í svoleiðis.“ Munu gestir hátíðarinnar geta gist í orlofshúsum í Súðavík auk þess sem gott tjaldstæði er á staðnum. „Mýrarboltinn er svo í gangi hinum megin við fjallið, og verður svona vinahátíðin okkar,“ segir hann, skellir upp úr og bætir við: Engin samkeppni þarna á milli, en annars þarf ekkert alltaf að skilgreina vináttu.“ Einar segir göngusportið býsna fjölskylduvænt og má með sanni segja að göngubakterían hafi hreiðrað um sig hjá sonum hans þremur. Sá yngsti, tólf ára, gekk til að mynda Fimmvörðuháls með pabba sínum og bræðrum í fyrra og hyggjast þeir svo allir leggja Laugaveginn undir fót í sumar.
Mýrarboltinn Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning