Djassinn vakir í kvöld Magnús Guðmundsson skrifar 5. júní 2015 11:30 Guðmundur Steingrímsson spilaði með Guðmundi Ingólfssyni um árabil og nutu tónleikar þeirra mikilla vinsælda. Visir/Vilhelm Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést árið 1992 eftir einstaklega glæstan og farsælan feril en hann var ótvírætt á meðal helstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar. Á síðasta ári efndu félagar Guðmundar í djassinum til minningartónleika undir yfirskriftinni Guðmundarvaka á Café Rosenberg sem þóttu takast ljómandi vel. Í framhaldinu var ákveðið að gera þetta að árlegum viðburði á afmælisdegi Guðmundar þann 5. júní. Það eru gamlir félagar Guðmundar Ingólfssonar sem munu leika á Guðmundarvöku 2015 í kvöld kl. 22 á Café Rosenberg en bandið skipa þeir Reynir Sigurðsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Guðmundur „Papa-jazz“ Steingrímsson. Einnig syngur Janis Carol nokkur lög en hún söng með Guðmundi Ingólfssyni í upphafi ferils síns. Guðmundur Steingrímsson spilaði lengi með nafna sínum Ingólfssyni og hann minnist þess þegar djassvakningin var að komast á flug á Íslandi. „Við spiluðum mikið saman um þrettán ára skeið. Ég var líka að spila með Hauki Morthens og Ragga Bjarna en við nafni vorum saman í djassinum. Þegar Guðmundur Ingólfsson kom frá Noregi 1977 þá vildi þannig til að það var verið að rífa upp starfssemina í Stúdentakjallaranum og við spiluðum þar reglulega ásamt Pálma Gunnars, Þórði Högna og fleiri góðum. Við Guðmundur vorum bæði þarna og í Djúpinu en sá staður átti líka mikinn þátt í þessari vakningu. Við stofnuðum svo Jazzvakningu 1975 og þá var Venni Linnet kominn inn í starfið. Þetta var heilmikið djasslíf.“ Það má búast við þessari gömlu góðu djassstemningu og miklu stuði á Café Rosenberg í kvöld. Efnisskráin er sú sama og Tríó Guðmundar Ingólfssonar var með á sínum tíma í bland við standarda. Þar á meðal ætlar Janis Carol að syngja Vorblómin anga eftir Guðmund Ingólfsson og móður hans, Oddfríði Sæmundsdóttur.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira