Spilað í fangi gesta Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2015 11:00 Það myndast skemmtileg nánd við tónleikagesti í litlu fallegu kirkjunni að Þingvöllum. Visir/Pjetur „Þetta er sérstök kirkja í þeim einstaka helgidómi þjóðarinnar sem Þingvellir eru,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari sem stendur nú í júní fyrir tónlistarhátíðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju í níunda sinn. Fyrsti hópurinn sem kemur fram næstkomandi þriðjudagskvöld er Kársnestríóið en það skipa þær Guðrún Sigríður Birgisdóttir flauta, Svava Bernharðsdóttir víóla og Elísabet Waage harpa. Þær leika tónlist allt frá Bach til Þorkels Sigurbjörnssonar. Nánari dagskrá fyrir alla tónleikana verður brátt hægt að nálgast á vefsvæðinu thingvellir.is. „Þetta er nú þannig til komið að ég er hálfur Þingvellingur, ættaður af Kárastöðum í Þingvallasveit. Bæði móðir mín og móðursystir spiluðu á orgelið við messur og afi minn var meðhjálpari sem og hreppsstjóri þannig að það eru sterk tengsl við þessa litlu fallegu kirkju.Einar Jóhannesson er hálfur Þingvellingur. Visir/VilhelmÞegar móðursystir mín, Guðbjörg Einarsdóttir, féll frá var stofnaður um hana minningarsjóður við kirkjuna og einhvern veginn lenti hjá mér að sjá um þetta. Hugmyndin var að við vildum gera kirkjunni til góða með einhverjum hætti og þessi leið varð fyrir valinu; að vera með árlega tónlistarhátíð. Kollegar hafa verið tilbúnir til þess að koma og spila fyrir sama lítinn pening og þannig hefur þetta gengið með góðra hjálp.“ „Hátíðin verður svo tíu ára næsta sumar en í framhaldinu þá ætlum við Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti sem hefur verið að standa í þessu með mér, að taka svona aðeins stöðuna. Maður er búinn að vera í þessu af hreinni hugsjón og það hefur verið ákaflega skemmtilegt en kannski er kominn tími á að sjá hvort einhver vill taka við keflinu.“ Einar segir að það sé alltaf gaman að koma í kirkjuna og að á síðustu árum séu þau mikið að sjá sömu tónleikagestina koma aftur. „Þetta er sérstök upplifun bæði fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti. Kirkjan er svo lítil að maður er nánast í fanginu á gestum að spila en það gefur líka alveg einstaka nánd. Nánd sem fólk fær ekki í stórum tónleikasölum. Ég treysti líka talsvert á spjallið, að tónlistarmennirnir gefi sér tíma til þess að spjalla við gestina um það sem er verið að takast á við hverju sinni og það gerir þessa stund ákaflega persónulega og skemmtilega í senn. Ef kirkjan fyllist þá má nú grípa til þess ráðs í skaplegu veðri að opna út og gefa gestum kost á að tylla sér út á tún og njóta tónlistarinnar í bland við blessaðan fuglasönginn. Það er nú ekki amalegt á þessum fallega stað.“ Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Þetta er sérstök kirkja í þeim einstaka helgidómi þjóðarinnar sem Þingvellir eru,“ segir Einar Jóhannesson klarínettuleikari sem stendur nú í júní fyrir tónlistarhátíðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju í níunda sinn. Fyrsti hópurinn sem kemur fram næstkomandi þriðjudagskvöld er Kársnestríóið en það skipa þær Guðrún Sigríður Birgisdóttir flauta, Svava Bernharðsdóttir víóla og Elísabet Waage harpa. Þær leika tónlist allt frá Bach til Þorkels Sigurbjörnssonar. Nánari dagskrá fyrir alla tónleikana verður brátt hægt að nálgast á vefsvæðinu thingvellir.is. „Þetta er nú þannig til komið að ég er hálfur Þingvellingur, ættaður af Kárastöðum í Þingvallasveit. Bæði móðir mín og móðursystir spiluðu á orgelið við messur og afi minn var meðhjálpari sem og hreppsstjóri þannig að það eru sterk tengsl við þessa litlu fallegu kirkju.Einar Jóhannesson er hálfur Þingvellingur. Visir/VilhelmÞegar móðursystir mín, Guðbjörg Einarsdóttir, féll frá var stofnaður um hana minningarsjóður við kirkjuna og einhvern veginn lenti hjá mér að sjá um þetta. Hugmyndin var að við vildum gera kirkjunni til góða með einhverjum hætti og þessi leið varð fyrir valinu; að vera með árlega tónlistarhátíð. Kollegar hafa verið tilbúnir til þess að koma og spila fyrir sama lítinn pening og þannig hefur þetta gengið með góðra hjálp.“ „Hátíðin verður svo tíu ára næsta sumar en í framhaldinu þá ætlum við Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti sem hefur verið að standa í þessu með mér, að taka svona aðeins stöðuna. Maður er búinn að vera í þessu af hreinni hugsjón og það hefur verið ákaflega skemmtilegt en kannski er kominn tími á að sjá hvort einhver vill taka við keflinu.“ Einar segir að það sé alltaf gaman að koma í kirkjuna og að á síðustu árum séu þau mikið að sjá sömu tónleikagestina koma aftur. „Þetta er sérstök upplifun bæði fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti. Kirkjan er svo lítil að maður er nánast í fanginu á gestum að spila en það gefur líka alveg einstaka nánd. Nánd sem fólk fær ekki í stórum tónleikasölum. Ég treysti líka talsvert á spjallið, að tónlistarmennirnir gefi sér tíma til þess að spjalla við gestina um það sem er verið að takast á við hverju sinni og það gerir þessa stund ákaflega persónulega og skemmtilega í senn. Ef kirkjan fyllist þá má nú grípa til þess ráðs í skaplegu veðri að opna út og gefa gestum kost á að tylla sér út á tún og njóta tónlistarinnar í bland við blessaðan fuglasönginn. Það er nú ekki amalegt á þessum fallega stað.“
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira