Nærandi hjólasumar framundan Rikka skrifar 31. maí 2015 11:00 visir/Ernir Þann 3. júní næstkomandi munu þær María Ögn Guðmundsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, og Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og langhlaupari, halda námskeið um undirstöðuatriðin í hjólreiðum og næringu hjólreiðamannsins. Elísabet fer yfir grunnþætti góðrar næringar samhliða þjálfun til að hámarka árangur og María Ögn fer yfir undirstöðuatriði hjólreiðaiðkunar, rétta þjálfun og græjurnar. Auk þess mun hún fara yfir hjólamenningu, umferðarreglurnar og svara spurningum um hvað þurfi til þess að vera tilbúinn í keppni. Elísabet sér sem fyrr segir um að fræða þátttakendur um rétt mataræði sem skilar sér í betri árangri í íþróttum. „Mataræðið er lykilatriði í árangri íþróttafólks og mun ég fjalla um grunnþætti góðrar næringar í daglegu lífi og hvernig mataræðið getur hjálpað okkur til að ná betri afköstum á æfingum og í keppni,“ segir Elísabet. Námskeiðið verður haldið í Gló, Fákafeni og hefst klukkan 18.00. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vefsíðu Gló. Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þann 3. júní næstkomandi munu þær María Ögn Guðmundsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, og Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og langhlaupari, halda námskeið um undirstöðuatriðin í hjólreiðum og næringu hjólreiðamannsins. Elísabet fer yfir grunnþætti góðrar næringar samhliða þjálfun til að hámarka árangur og María Ögn fer yfir undirstöðuatriði hjólreiðaiðkunar, rétta þjálfun og græjurnar. Auk þess mun hún fara yfir hjólamenningu, umferðarreglurnar og svara spurningum um hvað þurfi til þess að vera tilbúinn í keppni. Elísabet sér sem fyrr segir um að fræða þátttakendur um rétt mataræði sem skilar sér í betri árangri í íþróttum. „Mataræðið er lykilatriði í árangri íþróttafólks og mun ég fjalla um grunnþætti góðrar næringar í daglegu lífi og hvernig mataræðið getur hjálpað okkur til að ná betri afköstum á æfingum og í keppni,“ segir Elísabet. Námskeiðið verður haldið í Gló, Fákafeni og hefst klukkan 18.00. Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vefsíðu Gló.
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira