Hannaði Svarthöfða í Star Wars Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Oddur Eysteinn Friðriksson er hér ásamt unnutu sinni Katrínu Ólafíu Þórhallsdóttur og Brian Muir og konunni hans, Lindsay Muir. Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“ Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira