Ætla sér stundum aðeins um of Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 11:30 Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson í Kriðpleir eru á leiðinni út í heim en myndina tók Birgir Ísleifur Gunnarsson. Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira