Ætla sér stundum aðeins um of Magnús Guðmundsson skrifar 28. maí 2015 11:30 Ragnar Ísleifur Bragason, Friðgeir Einarsson og Árni Vilhjálmsson í Kriðpleir eru á leiðinni út í heim en myndina tók Birgir Ísleifur Gunnarsson. Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sviðslistahópurinn Kriðpleir hefur komið ferskur inn á íslenska sviðslistasenu að undanförnu. Kriðpleir er skipaður Bjarna Jónssyni leikskáldi, Árna Vilhjálmssyni tónlistarmanni og sviðslistamönnunum Friðgeiri Einarssyni og Ragnari Ísleifi Bragasyni. Hópurinn hefur sett upp þrjú verk og vinnur um þessar mundir að því fjórða. Kriðpleir hefur nú verið boðið að sýna verkið Tiny Guy á tveimur leiklistarhátíðum erlendis og segir Ragnar að það hafi komið til eftir Lókal-leiklistarhátíðina í Reykjavík á síðasta ári. „Það var viðburður á þeirri hátíð þar sem listamenn gátu komið með sín verk út í Norræna húsið og sýnt fulltrúum hátíða hvað þau væru að gera. Við gerðum smækkaða útgáfu af Tiny Guy og fluttum hana þarna og það greinilega kveikti í hátíðarhöldurum. Þannig að við erum að fara að leggjast í ferðalög með haustinu. Það verður í fyrsta skipti sem íslenskur leikhópur sýnir á Steirischer Herbst, sem er ein af virtustu leiklistarhátíðum í Evrópu. Og svo komum við einnig til með að sýna á Culturescapes, sem er í Basel í Sviss og beinir í ár sjónum sínum að list frá Íslandi. En þar verða einnig talsvert margir íslenskir listamenn.“ Verkið Tiny Guy sem Kriðpleir kemur til með að sýna á þessum hátíðum er byggt upp sem vandræðalegir fyrirlestrar. Þetta eru kómískar og skemmtilegar uppákomur sem margir kannast við úr sínu lífi með einum eða öðrum hætti. Í sýningunni nota þeir sín eigin nöfn en engu að síður er hér um skapaða karaktera að ræða svo það má velta því fyrir sér hvort að þarna sé á ferðinni ákveðinn skyldleiki við uppistand. „Já, kannski að einhverju leyti. Við höfum í raun ekki velt því svo mikið fyrir okkur. Þetta er meira spurning um karaktera í kunnuglegum aðstæðum. Aðstæðum sem mörg okkar þekkja. Við erum þannig til að mynda að vinna að nýrri sýningu sem ber vinnuheitið Krísufundur. Þar eru sömu persónur að takast á við aðstæður sem eru þeim líka aðeins um megn. Það er nú eitthvað sem flest okkar þekkja, að svona ætla sér aðeins um of.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira