Stáltaugar og bein í nefinu eru nauðsyn 23. maí 2015 12:00 Helga Möller Vísir Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“ Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“
Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira