Alþjóðlegur dagur menningarfjölbreytni Guðrún Ansnes skrifar 21. maí 2015 12:00 Kristín vonast til að sjá sem flesta, á öllum aldri, í Grófinni í dag. Vísir/GVA Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Í dag mun Borgarbókasafnið Grófinni halda í fyrsta skipti upp á Alþjóða dag menningarlegrar fjölbreytni, þar sem mismunandi röddum og tungumálum borgarbúa verður gert hátt undir höfði. „Árið 2002 staðfesti UNESCO að 21. maí skyldi árlega undirlagður því að vekja athygli á hinni sameiginlegu arfleifð mannkyns, sem er menningarleg fjölbreytni. Megintilgangur þessa alþjóðlega dags er sumsé að hlúa að fjölbreytninni og varðveita hana, okkar allra vegna,“ segir Kristín Rannveig Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri fjölmenningar. „Vissulega eru allir dagar dagar fjölbreytninnar,það þarf að nota öll tækifæri til að fagna því fallega menningarlega litrófi sem er á Íslandi,“ útskýrir Kristín, sem segir sjaldan hafa verið jafn mikilvægt að skerpa á þýðingu menningarlegrar fjölbreytni. Kristín segir að í tilefni dagsins verði einnig tilkynnt á www.menningarmot.is hvaða skólar séu orðnir Menningarmótsskólar. En það er verkefni sem varpar einmitt ljósi á styrkleika og fjölbreytni menningarheima allra nemenda. Um ræðir verkefni sem hefur verið unnið í fjölmörgum leik-, grunn – og framhaldsskólum á vegum Borgarbókasafns síðastliðin sjö ár. „Við munum byrja eldsnemma á dagskránni okkar, og það er aldeilis ekki tilviljun, vegna þess að með því viljum við ná til yngstu hópanna líka. Laufásborg ætlar til dæmis að flytja fyrir okkur leikritið Rauðhettu á frönsku, þar sem leikskólabörnin hafa verið að læra tungumálið upp á síðkastið,“ segir Kristín hæstánægð með framtakið. „Það er gríðarlega jákvætt að byrja svona snemma að læra ný tungumál og þar af leiðandi víkkar sjóndeildarhringurinn okkar,“ útskýrir hún og bætir við að ekki eigi dagurinn aðeins við ólík tungumál „heldur leitum við eftir að halda upp á fjölbreyttan orðaforða, tungutak og fjölbreyttar tjáningarleiðir og boðskipti.“ Auk frönskumælandi leikskólabarna verður litrík dagskrá sem lýkur ekki fyrr en undir kvöld og má þar nefna fjöltyngdan söng og dans, tungumálastöðvar, takt og táknmál ásamt fleiru. „Fjölmenning og fjölbreytni teygir sig út fyrir þjóðerni og landamæri, svo hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi,“ skýtur Kristín að í lokin.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira