Reka barnaheimili í Nepal í kjölfar mótorhjólaferðar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2015 09:00 Einar er einn stofnenda Íslands-Nepals og hvetur hann alla sem geta til þess að mæta á tónleikana. Vísir/Pjetur Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira
Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira