Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Hanna Björk Valsdóttir skrifar 16. maí 2015 08:00 Á leiðinni á frumsýningu, stóra stundin nálgast. Grímar, Sigurður, Theodór, Grímur og Sturla kvikmyndatökumaður. Myndir/Brynjar Snær Ný íslensk mynd eftir Grím Hákonarson var frumsýnd í Cannes í dag. Myndin er hluti af keppnisflokknum Un Certain Regard sem er partur af aðalprógrammi hátíðarinnar. Það er mikill heiður fyrir Grím sem leikstjóra að myndin hans skuli valin í þessa keppni enda Cannes ein stærsta og virtasta hátíðin í heiminum. Umstangið í kringum frumsýninguna er því búið að vera gríðarlegt og starfsfólk hátiðarinnar verið með hann í stífu prógrammi. Grímur ásamt Grímari Jónssyni framleiðanda og þeim Sigurði Sigurjónssyni og Theodór Júlíussyni voru mættir eldsnemma í myndatöku fyrir frumsýninguna í Höllinni, á annað hundrað ljósmyndarar voru mættir til að mynda þá bak og fyrir. Salurinn var þétt setinn á tveimur hæðum og Isabella Rosellini sem er formaður dómnefndarinnar í ár var í salnum.Frumsýning á Hrútum, aðstandendur myndarinnar á sviði. Grímur Hákonarson heldur ræðu og þakkar Cannes fyrir að velja myndina í keppni.Eftirvæntingin eftir frumsýningunni var mikil. Stór hópur þeirra sem komu að vinnslu myndarinnar fylgdu henni eftir í Cannes og einnig var Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðstkiptaráðherra mætt ásamt fulltrúum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, enda hefur þessi frumsýning gríðarlegt vægi fyrir íslenska kvikmyndagerð. Þarna eru Hrútar komnir í keppni með því besta sem er að gerast í heiminum í dag. Un Certain Regard flokkurinn er ætlaður upprennandi leikstjórum sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Hrútar er önnur leikin mynd Gríms í fullri lengd en hann hefur einnig gert fjölda heimilda- og stuttmynda. Stemningin í salnum var frábær og var myndinni gríðarlega vel tekið. Áhorfendur risu úr sætum og lófaklappið eftir sýninguna ætlaði aldrei að hætta. Þeir Grímur, Grímar, Siggi Sigurjóns, Theodór Júlíusson og Sturla Brandth Grrvlen kvikmyndatökumaður þurftu að hneigja sig margsinnis fyrir áhorfendum.Theodór Júlíusson, Grímur Hákonarson og Sigurður Sigurjónsson á rauða dreglinum. „Franska twitter logar,” sagði Grímar framleiðandi eftir að sýningunni lauk og hann hafði ekki undan að svara símtölum. Grímur og Grímar fór beint í hádegisverð eftir sýninguna með frönskum dreifingaraðilum og eftir það biðu blaðamenn í höllinni eftir að taka við þá viðtöl. Þessi frumsýning hefur gríðarlegt vægi varðandi sölu og dreifingu. „Það er strax byrjað að berjast um hana í nokkrum löndum,” sagði Grímar. Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson eiga báðir stórleik í myndinni en þeir leika bræður norður í Bárðadal sem talast ekki við. Einnig koma hrútar og kindur við sögu eins og titillinn gefur til kynna. Sögusviðið er því rammíslenskt og féll vel í kramið hér á frönsku rivíerunni. „Ég hef aldrei komið áður til Cannes og það er mjög sérstakt að vera komin hér í þennan ævintýraheim kvikmyndanna,” sagði Siggi Sigurjóns leikari. „Það var stórkostleg upplifun að sjá myndina hér í fyrsta sinn. Það tók mig svona 10 mínútur að ná áttum en svo var það allt í lagi.” „Myndin kom mér á óvart, ég vissi svo sem hverju ég átti von á en hún er virkilega vel gerð, allir póstar komu vel út. Ég er virkilega ánægður með myndina. Næsta skref er svo að frumsýna heima, það verður líka gaman,” sagði Sigurður sem var svo rokinn á blaðamannfund með frönsku pressunni. Restin af deginum fór í viðtöl og að ræða við fjölmiðla. Hrútar verður frumsýnd á Íslandi í lok mánaðarins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ný íslensk mynd eftir Grím Hákonarson var frumsýnd í Cannes í dag. Myndin er hluti af keppnisflokknum Un Certain Regard sem er partur af aðalprógrammi hátíðarinnar. Það er mikill heiður fyrir Grím sem leikstjóra að myndin hans skuli valin í þessa keppni enda Cannes ein stærsta og virtasta hátíðin í heiminum. Umstangið í kringum frumsýninguna er því búið að vera gríðarlegt og starfsfólk hátiðarinnar verið með hann í stífu prógrammi. Grímur ásamt Grímari Jónssyni framleiðanda og þeim Sigurði Sigurjónssyni og Theodór Júlíussyni voru mættir eldsnemma í myndatöku fyrir frumsýninguna í Höllinni, á annað hundrað ljósmyndarar voru mættir til að mynda þá bak og fyrir. Salurinn var þétt setinn á tveimur hæðum og Isabella Rosellini sem er formaður dómnefndarinnar í ár var í salnum.Frumsýning á Hrútum, aðstandendur myndarinnar á sviði. Grímur Hákonarson heldur ræðu og þakkar Cannes fyrir að velja myndina í keppni.Eftirvæntingin eftir frumsýningunni var mikil. Stór hópur þeirra sem komu að vinnslu myndarinnar fylgdu henni eftir í Cannes og einnig var Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðstkiptaráðherra mætt ásamt fulltrúum frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, enda hefur þessi frumsýning gríðarlegt vægi fyrir íslenska kvikmyndagerð. Þarna eru Hrútar komnir í keppni með því besta sem er að gerast í heiminum í dag. Un Certain Regard flokkurinn er ætlaður upprennandi leikstjórum sem eru að gera sína fyrstu eða aðra mynd. Hrútar er önnur leikin mynd Gríms í fullri lengd en hann hefur einnig gert fjölda heimilda- og stuttmynda. Stemningin í salnum var frábær og var myndinni gríðarlega vel tekið. Áhorfendur risu úr sætum og lófaklappið eftir sýninguna ætlaði aldrei að hætta. Þeir Grímur, Grímar, Siggi Sigurjóns, Theodór Júlíusson og Sturla Brandth Grrvlen kvikmyndatökumaður þurftu að hneigja sig margsinnis fyrir áhorfendum.Theodór Júlíusson, Grímur Hákonarson og Sigurður Sigurjónsson á rauða dreglinum. „Franska twitter logar,” sagði Grímar framleiðandi eftir að sýningunni lauk og hann hafði ekki undan að svara símtölum. Grímur og Grímar fór beint í hádegisverð eftir sýninguna með frönskum dreifingaraðilum og eftir það biðu blaðamenn í höllinni eftir að taka við þá viðtöl. Þessi frumsýning hefur gríðarlegt vægi varðandi sölu og dreifingu. „Það er strax byrjað að berjast um hana í nokkrum löndum,” sagði Grímar. Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson eiga báðir stórleik í myndinni en þeir leika bræður norður í Bárðadal sem talast ekki við. Einnig koma hrútar og kindur við sögu eins og titillinn gefur til kynna. Sögusviðið er því rammíslenskt og féll vel í kramið hér á frönsku rivíerunni. „Ég hef aldrei komið áður til Cannes og það er mjög sérstakt að vera komin hér í þennan ævintýraheim kvikmyndanna,” sagði Siggi Sigurjóns leikari. „Það var stórkostleg upplifun að sjá myndina hér í fyrsta sinn. Það tók mig svona 10 mínútur að ná áttum en svo var það allt í lagi.” „Myndin kom mér á óvart, ég vissi svo sem hverju ég átti von á en hún er virkilega vel gerð, allir póstar komu vel út. Ég er virkilega ánægður með myndina. Næsta skref er svo að frumsýna heima, það verður líka gaman,” sagði Sigurður sem var svo rokinn á blaðamannfund með frönsku pressunni. Restin af deginum fór í viðtöl og að ræða við fjölmiðla. Hrútar verður frumsýnd á Íslandi í lok mánaðarins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira