Vilja breyta Dyflinnarreglu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. maí 2015 10:30 Hundruð manna í varðhaldi bíða flutnings annað eftir að hafa reynt að komast til Evrópu. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna. Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna.
Flóttamenn Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira