Tilviljanir sem ekki er hægt að leika eftir með stafrænu prenti Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2015 10:00 Sigurður Atli Sigurðsson og Leifur Ýmir Eyjólfsson vilja koma upp hreyfanlegu prentverkstæði. Vísir/Ernir „Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Listamenn í dag vinna mikið með alls konar aðferðir og í staðinn fyrir að fara að vinna á prentverkstæði einhvers staðar getum við frekar komið með prentverksmiðju inn á vinnustofur,“ segir myndlistarmaðurinn Sigurður Atli Sigurðsson sem ásamt listamönnunum Leifi Ými Eyjólfssyni, Matthíasi Sigurðssyni, Sigurði Þór Ámundasyni og Nicolas Kunysz vinnur nú að því að koma upp færanlegu prentverkstæði sem mun meðal annars gera þeim kleift að djúpþrykkja, trérista og dúkrista. Hann segir prentið bjóða upp á marga skemmtilega möguleika. „Núna hefur stafrænt prent tekið yfir flestar prentaðferðir en það sem þetta hefur fram yfir það er að þú ert alltaf að búa til frumeintak,“ segir hann og bætir við: „Í hvert skipti sem þú prentar þá eru efnistökin, handbragðið og þessar tilviljanir sem verða sem stafræna prentið getur ekki leikið eftir.“ Það er löng prenthefð á Íslandi en Sigurður Atli segir þá félaga þó ekki fasta í fortíðinni heldur blandi þeir nútímalegum aðferðum við hina hefðbundnu prenthefð og stefni meðal annars á að notfæra sér leysi- og þrívíddarprent í sambland við hefðbundnari aðferðir. Vissa sérþekkingu þarf til þess að vinna með prentpressur og því ekki á allra færi að vinna með slíkan grip en Sigurður Atli segir að ef þeir nái að fjármagna kaup á henni þá stefni þeir á að kynna prentaðferðirnar í skólum og halda námskeið. En til að til þess komi þá þurfa þeir fyrst að fjármagna kaup á pressunni en það ætla þeir að gera með hópfjármögnun á Karolinafund.com þar sem hægt er að styrkja verkefnið og fá í staðinn prent í takmörkuðu upplagi en hópurinn hefur einnig mikinn áhuga á útbreiðslu prentsins og að auka aðgengileika þess.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira