Frumflutt á Vísi: Lag af fyrstu plötu Bigga í átta ár Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2015 08:00 Birgir Örn gefur út sína fyrstu plötu í átta ár. Vísir/Vilhelm Birgir Örn Steinarsson, sem er sjálfsagt flestum kunnugur sem Biggi í Maus, gefur út sína fyrstu plötu í átta ár í sumar undir listamannsnafninu Bigital. „Ég er bara nýbúinn að klára hana en er búinn að vera að vinna hana með hléum í átta ár, stundum tekið syrpu og stundum ekki. Stundum missir maður kjarkinn og stundum ekki og ég ákvað bara að klára þetta helvíti,“ segir Biggi hress. Biggi er búsettur í Kaupmannahöfn og hafði samband við útgáfufyrirtækið Believe Digital. „Ég sendi á útgáfufyrirtæki hér og þeir hoppuðu á þetta og þá fékk ég nýjan byr undir báða vængi,“ segir hann alsæll en plötunni verður dreift á Spotify, Googleplay og Deezer um allan heim og kemur líka út á vínyl. Platan ber nafnið Ten Short Stories og er nafngiftin tengd efni plötunnar. „Það er tilvísun í það að hvert einasta lag hefur sína eigin sögu að segja og hver einasti texti er sér saga. Tilfinningin í hverju lagi er ólík laginu á undan og laginu á eftir,“ segir hann um lög plötunnar en á plötunni syngja nokkrir söngvarar. „Ég held að ég sé sögumaður í eðli mínu og ég hef alltaf verið að segja sögur,“ segir Birgir en hann hefur einnig reynt fyrir sér í handritagerð og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Vonarstræti ásamt Baldvini Z sem hlaut góðar viðtökur og 12 Edduverðlaun í febrúar, meðal annars fyrir besta handritið. Hann er að auki búinn að skrifa tvö önnur handrit. Tónlistina á plötunni segir hann talsvert ólíka Maus en fyrsta lagið sem kemur út af plötunni heitir Abstrakt! og er frumflutt á Vísi í dag. Flytjandi lagsins og höfundur textans er rapparinn Heimir Björnsson úr sveitinni Skyttunum en Biggi segir hann tvímælalaust vera einn uppáhaldsrapparann sinn. „Ég var búinn að vera að vandræðast með þetta lag lengi og búinn að reyna að syngja melódíur yfir það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara rapplag og ég er ekki að fara að rappa,“ segir hann og bætir við: „Maður gerir það ekki, það er alveg sér listgrein að rappa. Og maður hringir heldur ekki í rappara og biður hann um að rappa texta sem maður hefur samið sjálfur.“ Biggi gaf því Heimi frjálsar hendur með textann og er mjög ánægður með afraksturinn. „Ég hringdi strax í hann og hann hoppaði á þetta og sendi mér tveimur vikum seinna,“ segir Biggi ánægður að lokum.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Abstrakt! Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson, sem er sjálfsagt flestum kunnugur sem Biggi í Maus, gefur út sína fyrstu plötu í átta ár í sumar undir listamannsnafninu Bigital. „Ég er bara nýbúinn að klára hana en er búinn að vera að vinna hana með hléum í átta ár, stundum tekið syrpu og stundum ekki. Stundum missir maður kjarkinn og stundum ekki og ég ákvað bara að klára þetta helvíti,“ segir Biggi hress. Biggi er búsettur í Kaupmannahöfn og hafði samband við útgáfufyrirtækið Believe Digital. „Ég sendi á útgáfufyrirtæki hér og þeir hoppuðu á þetta og þá fékk ég nýjan byr undir báða vængi,“ segir hann alsæll en plötunni verður dreift á Spotify, Googleplay og Deezer um allan heim og kemur líka út á vínyl. Platan ber nafnið Ten Short Stories og er nafngiftin tengd efni plötunnar. „Það er tilvísun í það að hvert einasta lag hefur sína eigin sögu að segja og hver einasti texti er sér saga. Tilfinningin í hverju lagi er ólík laginu á undan og laginu á eftir,“ segir hann um lög plötunnar en á plötunni syngja nokkrir söngvarar. „Ég held að ég sé sögumaður í eðli mínu og ég hef alltaf verið að segja sögur,“ segir Birgir en hann hefur einnig reynt fyrir sér í handritagerð og skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Vonarstræti ásamt Baldvini Z sem hlaut góðar viðtökur og 12 Edduverðlaun í febrúar, meðal annars fyrir besta handritið. Hann er að auki búinn að skrifa tvö önnur handrit. Tónlistina á plötunni segir hann talsvert ólíka Maus en fyrsta lagið sem kemur út af plötunni heitir Abstrakt! og er frumflutt á Vísi í dag. Flytjandi lagsins og höfundur textans er rapparinn Heimir Björnsson úr sveitinni Skyttunum en Biggi segir hann tvímælalaust vera einn uppáhaldsrapparann sinn. „Ég var búinn að vera að vandræðast með þetta lag lengi og búinn að reyna að syngja melódíur yfir það. Svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara rapplag og ég er ekki að fara að rappa,“ segir hann og bætir við: „Maður gerir það ekki, það er alveg sér listgrein að rappa. Og maður hringir heldur ekki í rappara og biður hann um að rappa texta sem maður hefur samið sjálfur.“ Biggi gaf því Heimi frjálsar hendur með textann og er mjög ánægður með afraksturinn. „Ég hringdi strax í hann og hann hoppaði á þetta og sendi mér tveimur vikum seinna,“ segir Biggi ánægður að lokum.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Abstrakt!
Tónlist Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira