Barón blóðsins verður heiðursgestur á RIFF Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2015 07:30 Leikstjórinn er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar í ár. nordicphotos/Getty Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn David Cronenberg verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og hlýtur á hátíðinni heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Cronenberg, sem oft er nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins er einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum samtímans og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna á ferlinum, sem dæmi má nefna dómaraverðlaun í Cannes og Silfurbjörninn í Berlín. Árið 2006 hlaut hann heiðursverðlaunin Carrosse d'Or fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Það er mjög ánægjulegt og mikill heiður að hann sé að koma á RIFF. Ég er mikill aðdáandi og ég tel hann tvímælalaust vera á meðal fremstu kvikmyndaleikstjóra samtímans,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og er að vonum ánægð með heiðursgestinn í ár. Cronenberg hefur aldrei komið til landsins áður og er að sögn Hrannar mjög spenntur og stefnir á að ferðast um landið ásamt eiginkonu sinni, Carolyn Zeifman. „Hver veit nema hann heillist og leggi drög að næstu mynd hér,“ segir Hrönn glöð í bragði. Leikstjórinn mun taka þátt í bransadögum hátíðarinnar þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn hittast og ráða ráðum sínum en að auki mun hann vera með masterclass og myndir í leikstjórn hans verða sýndar á hátíðinni. „Myndirnar hans eru ólíkar og hann hefur þróast mikið sem kvikmyndagerðarmaður, en hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á hryllingsmyndir og sálfræðidrama,“ segir hún en líkt og áður sagði hefur Cronenberg verið nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins en kvikmyndir hans fara gegn hefðbundnum frásagnarstíl og fjalla oft og tíðum á myrkan hátt um eðli mannsins og eru líkami mannsins, umbreytingar og sýkingar algeng umfjöllunarefni. „Þetta eru svona margslungnar myndir má segja, en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera mjög spennandi og áhugaverðar,“ segir Hrönn og bætir við: „Hann er líka flinkur við að sprengja upp kvikmyndaformið og fá áhorfendur til þess að sitja alveg límda í sætunum.“RIFF-hátíðin verður haldin í tólfta sinn og hefst þann 24. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn David Cronenberg verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og hlýtur á hátíðinni heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Cronenberg, sem oft er nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins er einn af þekktustu kvikmyndaleikstjórum samtímans og hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna á ferlinum, sem dæmi má nefna dómaraverðlaun í Cannes og Silfurbjörninn í Berlín. Árið 2006 hlaut hann heiðursverðlaunin Carrosse d'Or fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Það er mjög ánægjulegt og mikill heiður að hann sé að koma á RIFF. Ég er mikill aðdáandi og ég tel hann tvímælalaust vera á meðal fremstu kvikmyndaleikstjóra samtímans,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, og er að vonum ánægð með heiðursgestinn í ár. Cronenberg hefur aldrei komið til landsins áður og er að sögn Hrannar mjög spenntur og stefnir á að ferðast um landið ásamt eiginkonu sinni, Carolyn Zeifman. „Hver veit nema hann heillist og leggi drög að næstu mynd hér,“ segir Hrönn glöð í bragði. Leikstjórinn mun taka þátt í bransadögum hátíðarinnar þar sem íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn hittast og ráða ráðum sínum en að auki mun hann vera með masterclass og myndir í leikstjórn hans verða sýndar á hátíðinni. „Myndirnar hans eru ólíkar og hann hefur þróast mikið sem kvikmyndagerðarmaður, en hefur í gegnum tíðina lagt áherslu á hryllingsmyndir og sálfræðidrama,“ segir hún en líkt og áður sagði hefur Cronenberg verið nefndur konungur líkamlegs hryllings og barón blóðsins en kvikmyndir hans fara gegn hefðbundnum frásagnarstíl og fjalla oft og tíðum á myrkan hátt um eðli mannsins og eru líkami mannsins, umbreytingar og sýkingar algeng umfjöllunarefni. „Þetta eru svona margslungnar myndir má segja, en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera mjög spennandi og áhugaverðar,“ segir Hrönn og bætir við: „Hann er líka flinkur við að sprengja upp kvikmyndaformið og fá áhorfendur til þess að sitja alveg límda í sætunum.“RIFF-hátíðin verður haldin í tólfta sinn og hefst þann 24. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira