?Það gleður sendiráð Bandaríkjanna að styrkja þetta verkefni sem sameinar kennslu, náttúru og list á áhugaverðan hátt.
List er án landamæra og í gegnum listina getum við deilt reynslu þekkingu og gildum,? sagði Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi við undirritun samstarfssamnings við Listasafn Reykjavíkur um að bjóða upp á listasmiðjur í Viðey í sumar.
Smiðjurnar eru ætlaðar börnum á aldrinum átta til þrettán ára. Þær eru í tilefni sýningarinnar Áfangar með verkum bandaríska listamannsins Richard Serra sem sett verður upp í Listasafni Reykjavíkur og tengjast samnefndu verki í Viðey en 25 ár eru liðin frá því það var sett upp.
Hafþór Yngvason, safnstjóri, undirritaði samninginn fyrir hönd safnsins.
Nám í náttúru og list
