Nina Kraviz mætir á klakann Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 2. maí 2015 09:30 Nina er vön að spila á risa stórum hátíðum og klúbbum. Visir/Carin Abdulla Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni. Sónar Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni.
Sónar Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira