Nina Kraviz mætir á klakann Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 2. maí 2015 09:30 Nina er vön að spila á risa stórum hátíðum og klúbbum. Visir/Carin Abdulla Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni. Sónar Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ein þekktasta tónlistarkonan í technoheiminum í dag, Nina Kraviz, hefur tónleikaferð sína á skemmtistaðnum Paloma í miðbæ Reykjavíkur 15. maí. Um er að ræða fyrsta kvöldið í Trip records útgáfutónleikaferð hennar. „Hún er vön að spila á risastórum klúbbum og tónlistarhátíðum, svo það er mjög sérstakt og skemmtilegt að hún velji að hefja túrinn hér. Þegar ég útskýrði fyrir henni hversu lítill staður Paloma væri þá varð hún bara enn spenntari fyrir vikið,“ segir Arnviður Snorrason, Addi eða betur þekktur sem EXOS. Nina spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar og hefur síðan þá komið þrisvar sinnum til landsins. „Hún er rosalega hrifin af Íslandi, íslensku techno og bara íslenskri tónlist og segist finna sterka tengingu við landið.“ Tónleikaferðin, sem hún kallar Trip líkt og útgáfufyrirtæki hennar, hefst eins og áður sagði hér. „Næstu Trip útgáfutónleikar verða síðan haldnir í Detroit, New York og Barcelona, svo þetta er magnað.“ Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is og í verslununum Lucky Records og Mohawks í Kringlunni.
Sónar Tónlist Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira