Leitin að heilaga fjallinu rannsökuð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:30 Sýningin Fjall verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan átta. mynd/JonatanGretarsson Þriðja einkasýning myndlistakonunnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fundum og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikningar sem ég yfirfærði í skúlptúra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“Sýningin verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þriðja einkasýning myndlistakonunnar Auðar Ómarsdóttur verður opnuð í galleríi Ekkisens í kvöld. Sýningin ber nafnið Fjall og hefur Auður unnið ósjálfráðar heilunarteikningar yfir nokkurra mánaða skeið sem umbreytast á sýningunni í eina heild en slík tegund af teikningum er vel þekkt í myndlistarheiminum og vinnur listamaðurinn þær á ómeðvitaðan hátt, oft á tíðum þegar hann er að gera eitthvað annað, til dæmis tala í símann. „Ég sat til dæmis bara á fundum og byrjaði að teikna án þess að ég væri að spá í hvað ég væri nákvæmlega að gera,“ segir Auður um verkin. „Á endanum fór ég að sjá fjöll og fattaði eftir á að þetta var svona heilandi, eins og þetta væri hugleiðslan mín.“ Á sýningunni rannsakar hún leitina að heilaga fjallinu, form fjallsins og hið innra og ytra ferðalag og er sýningin helguð öllum fjöllunum sem þarf að klífa og samanstendur af teikningum sem Auður hefur fært yfir á aðra miðla. „Ég byrjaði á að gera teikningar sem ég yfirfærði í skúlptúra, málverk og í vídeóverk sem er innsetning þar sem ég prentaði sömu teikningarnar á plastfilmur og er búin að byggja risastórt fjall úr þeim.“Sýningin verður opnuð í Ekkisens í kvöld klukkan 20.00 og verður opin í vikutíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á opnuninni.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira