Eðlisfræði læknar ástarsorg Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Hómer (ekki Simpson heldur hinn) kallaði það heilagt efni. Plató sagði það guðunum sérstaklega hjartfólgið. Við getum ekki lifað án þess. En það getur líka verið banvænt. Sex þúsund manns létust á síðustu fjórum árum í Bretlandi vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda um að hætta að krefjast þess að matvælafyrirtæki minnkuðu magn salts í vörum sínum. „Þetta er harmleikur,“ sagði Graham MacGregor, hjartalæknir hjá Queen Mary-háskólanum í London, í grein sem birtist í British Medical Journal í vikunni. „Allt þetta fólk væri á lífi í dag ef við hefðum staðið við áætlanir um að minnka salt í mat.“ Árið 2006 var bresku matvælastofnuninni falið að skera upp herör gegn salti í matvælum. Árangurinn þótti aðdáunarverður. Neysla salts minnkaði um 15% á árunum 2003 til 2011. Hjartaáföllum og heilablóðföllum fækkaði í kjölfarið en talið er að allt að 9.000 mannslíf hafi bjargast vegna aðgerðarinnar. En svo tók ný ríkisstjórn við. Átakinu var hætt og var fyrirtækjum í sjálfsvald sett hve mikið salt þau settu í matvælin sem þau seldu. „Það er eins og þeim hjá heilbrigðisráðuneytinu sé meira umhugað um hagsmuni matvælaiðnaðarins en hins almenna neytanda,“ sagði MacGregor.„Nei, ekkert taka upp veskið“ Íslensk stjórnvöld eru engir eftirbátar þeirra bresku þegar kemur að því að vinna gegn almannahag. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um makrílveiðar ber þess skýrt vitni. Virðist frumvarpið vera einhvers konar sumargjöf til útgerðarinnar. „Gjörðu svo vel. Já, nei, vertu ekkert að taka upp veskið, þú þarft ekki að borga. Bara ekki gleyma að bjóða mér í næstu galaveislu. Og þegar ég er ekki lengur stjórnmálamaður fæ ég kannski að gerast ritstjóri á dagblaðinu þínu.“ Í hvaða heimi það telst íslenskum almenningi til hagsbóta að svo gott sem gefa auðlindir landsins útvöldum er erfitt að segja. Líklega engum. Svo kann hins vegar að vera að til sé sá heimur þar sem íslensk stjórnvöld selja, einmitt á þessari stundu, makrílkvóta hæstbjóðanda og landsmenn njóti góðs af.Eðlisfræðin og strákabandið Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking sat fyrir svörum á ráðstefnu í Ástralíu á dögunum. Hawking er þekktastur fyrir að tjá sig um fræðilegar kenningar um upphaf alheimsins. En í Ástralíu brá hann út af vananum. Í mars síðastliðnum bárust heimsbyggðinni átakanlegar fréttir. Zayn Malik, söngvari í strákabandinu One Direction, var hættur í hljómsveitinni. Unglingsstúlkur veraldar voru harmi slegnar. Stephen Hawking réð stúlkunum heilt eins og eðlisfræðingi einum er lagið. „Ráð mín til þessara ungu kvenna í ástarsorg er að fylgjast vel með nýjustu rannsóknum á sviði kennilegrar eðlisfræði.“ Og hvernig getur eðlisfræði verið bót slíkra meina? „Einn góðan veðurdag gætum við fundið sannanir þess að til eru margir samhliða heimar. Líkindi eru til þess að í einhverjum þeirra sé Zayn enn þá í hljómsveitinni.“Fólkið í landinu í forgang Könnun MMR á áliti fólks á persónueiginleikum stjórnmálaleiðtoga sem kynnt var í vikunni sýndi að aðeins 11 prósent fólks töldu Sigmund Davíð Gunnlaugsson standa vörð um hagsmuni almennings. Átta prósent töldu Bjarna Benediktsson standa vörð um hagsmuni almennings. Ekki ríkir því mikil bjartsýni um að senn snúi stjórnmálamenn við blaðinu og setji fólkið í landinu í forgang. Fáum virðist það koma á óvart að áfram eigi að gefa sameiginlegar auðlindir okkar útvöldum. Makrílfrumvarpið er skandall. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu sagði hagfræðingurinn Jón Steinsson að með frumvarpinu væri stigið „risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar“. Hann spurði jafnframt: „Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?“ Hægt er að bregðast við því hneyksli sem makrílfrumvarpið er á tvo vegu: Við getum tekið ráð eðlisfræðingsins Stephen Hawking til unglingsstúlkna heimsins til okkar; við getum fylgst með nýjustu rannsóknum á sviði kennilegrar eðlisfræði og yljað okkur við þá tilhugsun að einhvers staðar, í öðrum heimi, er eyja í Atlantshafi sem kallast Ísland þar sem veðrið er gott, lóan er friðsamleg, makríllinn arðvænlegur og stjórnmálamennirnir heiðarlegir. Eða: Við getum farið að ráðum hagfræðingsins Jóns Steinssonar, stappað niður fæti og hrópað: „Hingað og ekki lengra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Hómer (ekki Simpson heldur hinn) kallaði það heilagt efni. Plató sagði það guðunum sérstaklega hjartfólgið. Við getum ekki lifað án þess. En það getur líka verið banvænt. Sex þúsund manns létust á síðustu fjórum árum í Bretlandi vegna ákvörðunar þarlendra stjórnvalda um að hætta að krefjast þess að matvælafyrirtæki minnkuðu magn salts í vörum sínum. „Þetta er harmleikur,“ sagði Graham MacGregor, hjartalæknir hjá Queen Mary-háskólanum í London, í grein sem birtist í British Medical Journal í vikunni. „Allt þetta fólk væri á lífi í dag ef við hefðum staðið við áætlanir um að minnka salt í mat.“ Árið 2006 var bresku matvælastofnuninni falið að skera upp herör gegn salti í matvælum. Árangurinn þótti aðdáunarverður. Neysla salts minnkaði um 15% á árunum 2003 til 2011. Hjartaáföllum og heilablóðföllum fækkaði í kjölfarið en talið er að allt að 9.000 mannslíf hafi bjargast vegna aðgerðarinnar. En svo tók ný ríkisstjórn við. Átakinu var hætt og var fyrirtækjum í sjálfsvald sett hve mikið salt þau settu í matvælin sem þau seldu. „Það er eins og þeim hjá heilbrigðisráðuneytinu sé meira umhugað um hagsmuni matvælaiðnaðarins en hins almenna neytanda,“ sagði MacGregor.„Nei, ekkert taka upp veskið“ Íslensk stjórnvöld eru engir eftirbátar þeirra bresku þegar kemur að því að vinna gegn almannahag. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um makrílveiðar ber þess skýrt vitni. Virðist frumvarpið vera einhvers konar sumargjöf til útgerðarinnar. „Gjörðu svo vel. Já, nei, vertu ekkert að taka upp veskið, þú þarft ekki að borga. Bara ekki gleyma að bjóða mér í næstu galaveislu. Og þegar ég er ekki lengur stjórnmálamaður fæ ég kannski að gerast ritstjóri á dagblaðinu þínu.“ Í hvaða heimi það telst íslenskum almenningi til hagsbóta að svo gott sem gefa auðlindir landsins útvöldum er erfitt að segja. Líklega engum. Svo kann hins vegar að vera að til sé sá heimur þar sem íslensk stjórnvöld selja, einmitt á þessari stundu, makrílkvóta hæstbjóðanda og landsmenn njóti góðs af.Eðlisfræðin og strákabandið Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking sat fyrir svörum á ráðstefnu í Ástralíu á dögunum. Hawking er þekktastur fyrir að tjá sig um fræðilegar kenningar um upphaf alheimsins. En í Ástralíu brá hann út af vananum. Í mars síðastliðnum bárust heimsbyggðinni átakanlegar fréttir. Zayn Malik, söngvari í strákabandinu One Direction, var hættur í hljómsveitinni. Unglingsstúlkur veraldar voru harmi slegnar. Stephen Hawking réð stúlkunum heilt eins og eðlisfræðingi einum er lagið. „Ráð mín til þessara ungu kvenna í ástarsorg er að fylgjast vel með nýjustu rannsóknum á sviði kennilegrar eðlisfræði.“ Og hvernig getur eðlisfræði verið bót slíkra meina? „Einn góðan veðurdag gætum við fundið sannanir þess að til eru margir samhliða heimar. Líkindi eru til þess að í einhverjum þeirra sé Zayn enn þá í hljómsveitinni.“Fólkið í landinu í forgang Könnun MMR á áliti fólks á persónueiginleikum stjórnmálaleiðtoga sem kynnt var í vikunni sýndi að aðeins 11 prósent fólks töldu Sigmund Davíð Gunnlaugsson standa vörð um hagsmuni almennings. Átta prósent töldu Bjarna Benediktsson standa vörð um hagsmuni almennings. Ekki ríkir því mikil bjartsýni um að senn snúi stjórnmálamenn við blaðinu og setji fólkið í landinu í forgang. Fáum virðist það koma á óvart að áfram eigi að gefa sameiginlegar auðlindir okkar útvöldum. Makrílfrumvarpið er skandall. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu sagði hagfræðingurinn Jón Steinsson að með frumvarpinu væri stigið „risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar“. Hann spurði jafnframt: „Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?“ Hægt er að bregðast við því hneyksli sem makrílfrumvarpið er á tvo vegu: Við getum tekið ráð eðlisfræðingsins Stephen Hawking til unglingsstúlkna heimsins til okkar; við getum fylgst með nýjustu rannsóknum á sviði kennilegrar eðlisfræði og yljað okkur við þá tilhugsun að einhvers staðar, í öðrum heimi, er eyja í Atlantshafi sem kallast Ísland þar sem veðrið er gott, lóan er friðsamleg, makríllinn arðvænlegur og stjórnmálamennirnir heiðarlegir. Eða: Við getum farið að ráðum hagfræðingsins Jóns Steinssonar, stappað niður fæti og hrópað: „Hingað og ekki lengra.“
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun