Fylgdu sterkasta syni Íslands til Malasíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Foreldrar Hafþórs eru að vonum stolt af syninum sem þau hafa ferðast víða með. Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn. Sterkasti maður heims Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Þau Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir og Björn Þór Reynisson, foreldrar kraftajötunsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar, fylgdu honum til Kúala Lúmpúr í Malasíu, þar sem hann tók þátt í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fór fram um helgina og Hafþór lenti í þriðja sæti. „Þessu fylgir mikil spenna, maður tekur andlega þátt í þessu og það er frábært að fá að styðja hann í þessu alla leið,“ segir Björn. Hjónin hafa ferðast víða um heim til að sjá soninn keppa í aflraunum. „Við ferðumst með honum á flestar keppnir, við förum árlega til Leeds á Sterkasta mann Evrópu, við höfum farið með honum á Arnold Classic í Ohio í Bandaríkjunum og þetta er núna fjórða Sterkasti maður heims keppni sem við fylgjum honum á,“ útskýrir Björn og Ragnheiður bætir við: „Við mætum svo auðvitað á öll mót á Íslandi sem hann tekur þátt í.“Gerir kröfur til sjálfs sín Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum en segjast í raun ekki hafa grunað að hann yrði afreksmaður í íþróttum þegar hann var yngri. Illa gekk að fá Hafþór til þess að æfa íþróttir, þar til að hann prófaði körfuknattleik í fyrsta sinn tólf ára gamall. „Þar fann hann sig fljótt,“ útskýrir Björn, sem hafði áður reynt að koma Hafþóri í körfubolta. Þegar Hafþór fór að stunda körfuboltann af kappi breyttist hugsunarháttur hans; hann fór að hugsa eins og íþróttamaður. Foreldrarnir segja ákveðni og sjálfstæði hafi einkennt Hafþór á uppvaxtarárum hans. „Hann hafði sterkar skoðanir á hlutunum, þá sérstaklega ef hann var ekki sáttur við hvernig ég klæddi hann,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við: „Hafþór hefur alltaf verið kröfuharður en það á sérstaklega við hann sjálfan, hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og vill alltaf gera betur, það er kannski þess vegna sem hann nær svona langt í því sem hann tekur sér fyrir hendur.“vísir/valliFer með íslenskan lax með sér út Hafþóri þykir gott að koma í mat til foreldra sinna og segir Björn soninn sterka sérstaklega mikið fyrir fisk. „Hann borðar sérstaklega vel ef ég fer út í Hafið, sem er fiskbúðin sem við verslum við. Hann er rosalega mikið fyrir laxinn þaðan. Við eldum fyrir hann lax og setjum í box þegar hann er að ferðast til útlanda,“ segir Björn. Hjónin eru vitanlega stolt af syni sínum. Þau eru ötulir stuðningsmenn þessa sterkasta manns þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað. Vissulega segja þau að það hafi verið skrítið að setja sig inn í sportið í fyrstu. „Þetta var kannski pínu skrítið þegar við fórum fyrst með honum á Sterkasta mann heims í Charlotte í Bandaríkjunum 2011 en í dag er þetta að verða bara eðlilegt fyrir okkur og við myndum fylgja honum hvert sem er til að styðja við bakið á honum,“ segir Björn.
Sterkasti maður heims Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira