Á hundrað kaktusa en segist ekki vera með græna fingur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2015 10:00 Hér sést glitta í nokkra af kaktusum Þórðar. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“ Garðyrkja Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“
Garðyrkja Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira