Guðbjörg: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki enn búin að fá á sig mark í norsku úrvalsdeildinni. vísir/AFP „Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
„Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira